Vísir - 15.11.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 15.11.1911, Blaðsíða 2
50 V í S 1 R Við Bengasi höfðu itaiir náð nokkrum útvirkjum. F>ar iögðu Tyrk ir að 18. f. m. og stóð orusían nær livíldarlaust fram á miðviku- dag 1. þ. m. Þá var aðaláhlaupið gert af hendi Tyrkja og.náðu þeir virkjunuin og ráku ítali á flótta. Þar varð mjög mikið mannfall af beggja hálfu og margir ítalir teknir til fanga. En hafa Tyrkir gert hverja atlög- una á fætur annari að Tripolisborg og unnið þar nokkur útvirki. Herskip ítala hafa lítið getað hjálpað landliðinu í þessum síð- ustu orustum, þar sem stormar miklir hafa gengið með ströndum Tripolis. Þetta hafa Tyrlcir sjeð og verið því atlögu harðari. Enn bætist það ofan á allan ósig- ur ítala að kólera mögnuð hefur komið upp í hernum. Mikið af hernum steig á skip í Sikiley, en hún hefur í alt sumar verið hið versta kóleru bæli, er því óvarkárni hermálastjórnarinnar kent um. ítalska stjórnin hefur ekki viljað láta uppi neinar upplýsingar um ástandið í Tripolis, nú um langt skeið og vita menn af því að það muni vera mjög bágt og :r nú sigurgleðin meðöllurunnin af ítölum. í stríði þessu hefur nú síðusíu dagana verið beitt fádæma grimd á báðar hliðar og er það frekar tekið illa upp fyrir ítölum, sei;; teljast meiri menningarþjóð en Hundtyrkinn. Fangar og særðir menn eru óspart drepnir og á stóru svæði utan Tri- polis-borgar hafa ítalir boðið að skjóta hvern Araba er sæist með vopn. í Tripolis-borg eru og Ar- abar drepnir hrönnum saman án dóms og laga. Mun það stafa af því að einhverjir þeirra höfðu skot- ið úr gluggum sínum á ítalska hermenn, er gengu um göturnar. Tyrkir bera sig og upp undan ítölum fyrir að þeir hafi eitur í sprengikúlum sínum og hafi einn- ig eitrað neysluvatn. En þessar ásakanir geta verið algjörlega raka lausar. Tyrkir hafa verið marg- staðnir að lygaáburði á ítali. Nú er talið að Tyrkir hafi freka 1000 ítalska fanga og hafa þeir í hótunum að skjóta þá alla. Ann- ars mun það vera hreint hörmunga- líf sem fangar hafa hjá Tyrkjum, þar sem Tyrkir sjálfir eru altaf illa staddir með vistir og lifa mest á herteknum vistum. i Þeir, sem ætla að fá sjer pócfkort af híbýlurft sínum, utan eöa innan, til þess að senda kunn- ingjunum fyrir jólin.ættu að korna sem fyrst til t Magnúsar Olafssonar Llósmyndara. Templarasundi 3. EINARS ÁRNASONAR. Baddir aimennings. J, P. MQller: Min aðferð.* Fyrir 7 árum gaf danskur maður J. P. Múller að nafni, út litla bók sem hann nefndi »Mín aðferð* (»Mit Sistem«). Lýsir hann þar æf- ingum þeim, til styrktar líkamanum, sem gerðu hann heilsuhraustan og einhvern fræKnasta mann á Norður- löndum í mörgmn íþróttuni, þótt hann væri heilsutæpur og væskil- menni í æslcu. Bók þessi hefur þegar verið þýdd á mörg tungumál og fengið mikla útbreiðslu víða, einkum á Þýska- landi og Englandi. Nú er hún ný- komin út í íslenskri þýðingu eftir dr. Björn Bjarnason, og er það nú eitt eftir að hagnýta sjer bókina. Byrjendum vildi jeg leggja ríkt á hjarfa, að fylgja nákvæmlega leið- beiningunum um æfingarnar, æfa sig stöðugt og vera ekki of bráð- látir með árangurinn. Eftir svosem mánaðar stöðuga æfingu mun mað- ur finna töluverðan munásjer. Að ’ Visir vill gjarna fá góðar bækur til umsagnar, er þær koma út. Þessi hefir ekki verið send til umsagnar. i svo konniu munu flestir hald i æf- ingunum áfram. Að endingu vildi jeg skora á þá, sem lesa þessar Iínur að kaupa bók- ina, lesa hana með athygli og um- fram alt breyta eftir henni. Það mun margborga þá fáu aura, sem bókin kostar, og þrð litla erfiði, sem menn þurfa að leggja á sig við að taka æfingarnar. Jón Ásbjörnsson. Eftir Pella Malin. ------ Frh. Daginn eftir stóð hann bak við hlöðu sína og leit eftir veiðum hinna. Ekki einn uggi. »Hm, hm,« sagði Kristófer. Næsta dag fór alt ásömu leið. »Jú, fjandinn taki mig«, sagði Kristófer. Hann heyrði ragnið í þeiin að handan. En er seinasti, blái bómullar akk- inn hvarf upp fyrir brúnina laeði h nn ú, og veiddi sjö silfurgljá- andi laxa í net sitt. Heima á bæ Kristófers sat Óli sonur hans og flatti litla nefið á sjer á eldúsrúðunni er hann varað horfa suður yfir. Alt hans barna- lega hugmyndaflug laut til töfralands- ins hinumegin við gilið. Þegar bær föður hans var enn í skugga

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.