Vísir - 26.11.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 26.11.1911, Blaðsíða 2
Versl. EDINBORG ReykjaVík er nýbúin að fá skipsfarm af góðum kolum -- Kast-kolum. Þau eru hitamikil og drjúg,en óhreinka þó tiltölulega lítið í samanburði við þann hita sem þau gefa frá sjer. rnr SPI L ~wm langbest og ódýrust í versluninni „SIF“ Laugaveg 19. Raddir almenniiigs Reykjavík. Verða Reykvíkingar sjer ekki ávalt til skammarþegar þeir geta? Hvern- ig er áhugamálum þeirra varið? Jeg vil ekki hætta mjer út í að svara spurningum þessum, en hitt vil jeg gera, að segja frá einum smáatburði, sem gerðist í borginni, og sem kannske mætti þjena nokk- uð til upplýsingar spuminganna. Um daginn hjelt austfirskur bóndi fyrirlestur um stefnu og framtíð ungra manna; maður sá heitir Há- kou Finnsson og er það hvort- tveggja um hann að segja að hann er vel mentaöur og hefur fleira reynt og sjeð um dagana en þeir, sem ekki hafa af öðru en Bíó, Landi og götum R.víkur að segja. Ætla skyldi maður að einhverir af þeim 1800 námsmönnum sem í bænum eru, hefðu áhuga á mál- efni þessu og þætti það svo mik- ilsvarðandi aö þeir vildu ómakasig ofan i Báru eina kvöldstund. — Nei. — Hinir efnilegu kaupstaðar- unglingar hðfðu því miöur hvorki tfma nje löngun til aö heyra hvað fyrirlesarinn heföi um efni þetta að segja. Náítúrlega er áhugaleysi aldrei borið við, naumum tínia er ætíð borið við. Enginn kvartar yfir áhuga eða gáfnaleysi; hvorttveggja þaö hafa aliir, en svo er aumingja tímanum kent um alt. Sem oftar átti naumur tími sökina þetta kvöld ; menn máttu ekki vera að því að ; fara á fyrirlesturinn, þeir voru bundn- ir viö annað; og hjá öllum voru sömu tafirnar, sem sje þessar: Bíó, kaffihús og göturnar o. s. frv. Og hver er nú ástæðan til þessa skeytingarleysis og deyfðar í öllu? Lausungin! Ekki er hei) brú í neinum, og komi einhverir til R.víkur, sem vilja eitthvað gagnlegt og vita hvað þeir vilja fremur en alment gerist, eru þeir tætti> ísund- ur lið fyrir lið, og enda svo með þvf að verða ekki annað en ótal smábitar sitt úr hverri áttinni, sem hverir eyöileggja aðra. Alt er dauft, drungalegt, hugs- unarlaust og trúiaust. Menn fæð- ast og deyja og ekkert ber við milli þessara tveggja og einu merk- isatburða í lífi þeirra. Jeg var á fyrirlestri þeim sem jeg mintist á og mun mig aldrei iöra þess; fátt er það, sem ungir menn hafa meira gagn af að heyra, en rætt um það efni sem fyrirlest- urinn var um. En fyrirlesturinn var illa sóttur ! ©g faastir sem komu voru ungling- ar. jeg hreiní og beint skammað- ist mín fyrir hönd þeirra náms- manna, sem fjærverandi voru. Það er annað en fagur vitnisburður það, að bóndi kemur til höfuðstaðarins utan í f landi, og eins og eðlilegt er, býst hann við því, að hvergi sje betri jarðvegur fyrir þau orð, sem hann sagði á fyrirlestrinum en þar sem allflestir uppvaxandi mentamenn landsins eru sa.rankomn- ir og stunda náni, — en svo fara þeir sjálfir honum heim sanninn um það þveröfuga: að hvergi sjeu til tiltölulega eins fáir unglingar sem eitthvaö hugsa og stefna að því að verða tríenn, með öðrum orðum, sjer, foreldrum og fósturjörðu til blessunar. • * * Vera má, að andi sá, sem ríkir meðal ungmenna R.vikur eigi ein- mitt rót sína að rekja til hinna mörgu mentastofnana bæarins, sern allar leggja sjerstaka stund á, að kenna fróðleik og fræði, en engin skiftir sjer að marki af því að gera lærisveina sína að sönnuin mönnum. Námsmaður p\Uav Eftir Pelle Molin. ---- Frh. Óli stóð spottakorn þaðan og sagaði viö. Hann rendi augun- um stundum niður að ánni, stundum til gamla mannsins og loks gekk hann frá sagstokknum til þess aö tala við ferjurnanninn sem langaði eins til að koniast heim. Þá skeði undrið. >Nú«, sagði Zakarías, »þú ert að saga brenni*. »Ja-á*. »Nú svoleiðis. — Já-já«. Þvínæst þögn. »Því viltu ekki — — þvi hefur þú sett þetta í blaðið?« »Þú sjerð það af ástæðunum«. »Ástæðunum---------ástæðunum?* »Já, þeim ástæöum sem jeg ber fram auðvitað*. »Nú, já, já rjett, jú«. Ný þögn. •'Þeíta er voöalegur straumur, jeg hef aldrei sjeð annað eins, það lýtur ekki út fyrir að jeg komist heim í dag«. »Þjer er Iíka lang best að gista hjá mjer í nótt«. »Ertu frá vitinu maður, þaðgetur aidrei verið að tala um slíkt í þessu lífi«.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.