Vísir - 30.11.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 30.11.1911, Blaðsíða 3
V I S I R eitthvað framundan honum, sem kom honum til þess að stökkva ráð- þrota fram og aftur, að hlaupa fram og aftur sem örvita. Það var vatn- ið. Þennan stað þekti hann allt of vel. Hingað mátti róa. Hjerna voru smáar svartar hringiður, sem eins og reyndu að soga. Nokkrum álnum neðar urðu þær stærri og reyndu þá ekki lengur — þar fyr- ir neðan. — Það var til einkis að hugsa um það. Þarna stóð Imba og beið hans. MiIIi hennar og hans stóðu svartir steinar upp úr hinu svarta vatni — það var gæfan: hjer var vatnið eigi nógu djúpt til að drukna í. Ennþá nokkur fet gekk hann áfram. Imba stóð á bakkan- um beint gegnt honum. Hann heyrði að hún kallaði — þá hljóp hann til og stökk eins langt og hann gat. Þunnur skæningur reif andlit hans til blóðs er honum skaut upp aftur. Hendurnar voru áður blóðrisa. í hverju sundtaki varð hann að brjóta skæninginn. Hann lá djúpt í vatn- inu og saup hveljur. Imba stóð svo grönn og svo fögur og hann var svo langt niðri að hann myndi líklega aldrei geta náð upp til henn- ar. Hann mundi seinna að hann hafði tekið tökum utanum stein og hann hjelt jafnvel að hann hefði en einu sinni synt áfram. En að Imba hefði staöið í vatni upp að öxlum löngu áður en hann náði til henn- ar það vissi hann fyrir víst. Þessi tvö mannabörn stóðu þarna, þeim fanst sjer vera heitt meðan föt þeirra frusu og hinumeginn á bakkan- um kallaði Zakarías og veifaði húfu sinni af fögnuði er hann sá gæ u þeirra. Gagnlegt er það fyrir hvern mann hjer í borginni að vita: 1:° að M. A. Mattiessen skósmiður selur vinnu sína ódýrar en flestir aðrir skósmiðir hjer. Það er yður hjer með sagt og nú vitið þjer það. 2:° að M. A. Mattiessen skósmið- ur vandar betur vinnu sína en flestlr aðrir skósmiðir, það getið þjer þegar sannfærst um af reynsl- unní. Munið að fara hiklaust til M. A Mathiesens skósmiðs. Hann býr á Hótel ísland — Vonarstræti Útgefaudi: Einar Gunnarsson, cand. phii. Prentsm. D. Östlunde. ódýrast í J. P. T. Brydes verslun. G-istiliúsið í skóginum. ---- Frh. Belosoff vjek sjer frá honum og sagði: »Jæa — þá er mínu hlutverki lokið Guð gefi þjer styrk til að bera þunga hinna síðustu voðalegu augnablika lífs þíns. Jeg fer nú leiðar minnar. Er ekkert sem þú vilt láta segja dóttur þinni?« »Nei! — ekkert!* svaraði Akim. »Áður eu við skiljum, vil jeg segja þjer, að Sonja verður konan mín!« sagði Belosoff. Að svo mæltu snjeri Belosoff við en rjett í því að hann ætlaði út úr klefadyrunum heyrði hann stunuhljðð til fangans og sneri aftur við. »Bíðið eitt augnablik* sagði Akim. »Vegna Sonju, sem í yður fær uppreisn og bætur þeirra þjáninga, sem jeg nefi ollað henni, vil jeg meðganga alt!« Belosoff sló nokkur högg á klefahurðina. Samstundis kom fangavörður til þeirra, og gaf Belosoff honum einhverja fyrir- skipun. Fáum mínútum síðar kom lög- regluembættismaður í klefann til að yfirheyra Akim. Framburður gamla mannsins var f öllum atriðum samhljóða því, sem menn höfðu gert sjer í hugarlund, eftir því sem fram hafði komið undir reksfri máls- ins. Iwan Markowna kaupmaður hafði vilst og ieitað hælis í gisti- húsinu. Semen hafði lagt ráðin á um morðið. í fyrstu hafði gamli maðurinn verið þessu mótfallinn. En hin mikla fjárhæð kaupmannsins hafði að lokum sigrað allar efasemdir hans. Gildruna í svefnherberginu hafði Semen iöngu áður hugsað’ upp, og unnið að henni f kyrþey — til þess að vera við öllu búinn því fátæktin í gistihúsinu fór dagvaxandi. Kaupmaðurinn hafði verið svo ógætinn, að láta nokkur orð falla í þá átt, að hann hafði innheymt miklar fjárhæðir í ferðinni. Síðan hafði hann gengið til hvílu, en vaknað fljótt aftur við að barið var fast að dyrum hjá honum. Síðan hafði farið fyrir honum alveg eins og fór fyrir Belosoff í gistihúsinu. Þó var sá munur á, að hann hafði ekki fallið í ómegin þegar hann hrapaði ofan í kjallarahólfið. Heldur hefði hann hljóðað svo að heyrðist um alt húsið. Gamli maðurinn og Semen ruddust þá inn til hans og gjörðu honum fljót skyl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.