Vísir - 06.12.1911, Blaðsíða 1
184
Kemur venjulegaút kl.2 síödegis sunnud-
Þriðjud., miðvikud., limtud. og föstud.
25 blöðin frá 3. des. kosta: Askrifst.50a.
Send út um landóO au.— Einst. blöð 3 a.
Miðv.d. 6. des. 1911.
Sól í hádegisstað kl. 12,19'
Háflóð kl. 5,11 árd., kl. 5,67 síðd.
Afmæll f dajj.
Einar Hjörleifsson, skáld
Jón Jakobsson, bókavörður
Þorgrímur Guömundsson, kennari.
Augnlækning ókeypis kl. 2—3.
Á morgun.
Norðan og vestanpóstar fara
Ingólfur fer til Borgarness
Þjóðmenjasafn opið kl. 12—2
Landskjalasafn opið 12—1
Úr bænum,
Bofnía fór frá Seyöisfirði í
morgun.
Samsæti var Hannesi Hafstein
haldið 4. þ. m. Sátu þar 160 manns,
konur og karlar.
Guðmundur Björnsson landlæknir
hjelt aðalræðuna fyrir heiðursgest-
inum og B. M. Olsen professor fyrir
frú Ragnheiði Hafstein. Margar
fleiri ræður voru haldnar og var
þetta meiri háttar mannfagnaður-
Voru þar saman komnir" menn af
báðum stjórnmálaflokkum.
Ræðumenn gættu þess vandlega
að haga orðum sínum svo að þeir
sjálfstæðismenn er þar voru við
staddir þyrftu ekki að styggjast við.
Kvæði til heiðusgestsins eftir Guð-
mund Magnússon var sungið og
annað frá ónefndum til frúarinnar.
Líst var yfir stofnun minningar-
sjóðsins.
Símskeyti komu víðsvegar að,
sum í ljóðum, þar á meftal frá
Magnúsi Blöndal verslunarmanni,
Steingrími Thorsteinssen og Þor-
steini Erlingssyni.
Menn skemtu sjer fram undir
morgun við danz og ræðuhö/d.
Viðstaddur.
Þýskt rit fyrir Norður-
iönd. Um miðjan fyrra mánuð
byrjaði að koma út í Berlin nýtt
tímarit á þýsku, sem eingöngu ræð-
ir Norðurlandamálefni. Ritið heitir
Nordland og ritstjóri þess Arthur
Loening, og hefur hann tvo að-
stoðarritstjóra, annan fyrir Noreg
og Danmörku (Norðmann) oghinn
fyrir Svíaríki og Finnland (Svía).
Ekki er kunnugt um hvort íslandi
verður að nokkru getið í ritinu.
Fyrir ári byrjaði samskonar rit að
koma út í París. F.
Vínbannið í Maine. Við
nákvæmari talning atkvæða um vín-
bannið í ríkinu Maine kom það í
Ijós að andbmnnsmenn höfðu ekki
hlotið sigur eins og fyrst var frá
skýrt, og Maine-ríkið verður vín-
bannsríki, eins og það var áður.—
(Lögberg 9. nóv.)
Eaddir
almeimings
Mðurjöfnunarnefndar-
kosningin.
Á því hefur bdlaö nú eftir ný-
afstaðnar niðurjöfnunarnefndarkosn-
ingar hjer í höfuðstaðnum, aöýms-
um alþýðumönnum er ekki full-
ljóst hvernig atkvæði voru talin og
úrslit fundin við slíkar kosningar.
Jafnvel vikublöðin sum virðast
ekki »vera á því hreina* í þessu
efni.
Afgr. í suðurenda á Hotel Island 1 -3 og5-7
Óskað að fá augl. sem tímanlegast.
ensku og dönsku fæst hjá
cand. Halldóri Jónassyni
Kirkjustræti 8B". Hitcist helst kl.
2-3 og 7—8.
Þetta er ekki óeðlilegt. Menn
eru óvanir því að kjósa um Jista-
Hitt venjan, að kjósa beint um
menn. Ætla margir að þeir menn
allir, er standa á sama lista, fái
jafnmörg atkvæði, sem sje öll þau
atkvæði, sem listanum eru greidd.
En svo er ekki.
Kjósendurnir koma sjer fyrir-
fram saman um röð frambjóðend-
anna á listanum, en kosningalögin
ákveða nákvæmlega hlutfall atkvæða-
magns þeirra, er á listanum standa*
Lögin mæla svo fyrir: Að lok-
inni kosningu skal leggja saman
öll þau atkvæði, er hver listi hefur
fengið. Síðan er atkvœðatölu hvers
lista deilt, fyrst með 1, svo tneð 2,
svo með 3 o. s. frv., uns tölu hvers
lista er deilt með svo hárri tölu,
sem honum geta fremst hlotnastfull-
trúar hlutfallslega við tölu allra
greiddra atkvœða og tölu fulltrúa-
efna. Hæsta útkomutala gefur þeim
lista, er hana hefur öðlas, rjett til
1. fulltrúa; næst-hæsta útkomutalan
c.efur listanum, sem hana hefur
Hjálpræðishersstúlkan,
Max með flóna
verður sýnt
Miðvikudag, Fimtudag og Fösfudag.
Notið nú tækifærið til þess að sjá þessar forkunnarfögru myndir.