Vísir - 07.12.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 07.12.1911, Blaðsíða 3
V í S 1 R 15 NÝTT! NÝTT! YENDLA o& EEYKTOBAK er langbest og ódýrast í yersluninni ,SEF, Laugaveg 19 G-eríð svo vel að sannfæra yður um það áður en þjer kaupið jólavindlana annarsstaðar. Jólabasar. Jólagjafir handa börnum. Jólatrjesskraut, ýmislegt,mjög smekk- Iega valið. Magnús Þorsteinsson. Bankastræti 12. Vesta fór frá Patreksfirði (til Stykkishólms) í morgun. »Jeg fann að salan óx, þegar jeg augiýsti í Vísi.« - N. N. gkrítlur. Herra X. kemur á veitingahús, sest niður við borð og fer að rýna í matarseðilinn. Þjónn kemur og stansar hjá honum sí hóstandi. Hr. X. gramur: »Hafið þjer Bronchi- tis?« Þjónninn: »Jeg skal spyrja hús- frúna að því«. Þjónninn kemur aftur, rjóður í framan og skömmustulegur. Hr. X. Ies vínseðilinn og segir: »Hafið þjer Amontillado?.-. Þjónninn: »Ja jeg skal nú segja yður að jeg læt yður ekki í annað sinn narra mig, svo fólkið hlæi að mjer.« Það eru nú 10 ár síðan mat- reiðslubók Frk Jensens kom út í 1. sinn. Nú er 18. útgáfan á leið- inni, og er þá preniað alls af bók- inni 70,000 eintök. En maturinn hefur lítið batnað. Það munu margir minast þess, að fyrir ca. 15 árum var það móð- ins, að kvenfólk klipti á sig ennis- topp. Móðurinn 'varð aldrei al- mennur hjer á landi, nje í úflönd- um. Sýnir danska blaðið »Hjem- met« mynd af stúlku með ennis- topp, og mælir fastlega á móti því, að móður þessi sje tekinn upp. í Hammerfest, sem er nyrsta borg Noregs, styttist dagurinn það meir á vetrum en hjer í Rvk., að lampar þurfa að loga þar allan sól- arhringinn viku undan og eftir skemsta dag. Frk. Ellen Berntsen, dóttir Kiá- usar Berntsen forsætisráðherra Dana, er nýfarin sem snikkaranemi til frk. Horsböll snikkarameistara í Khöfn. Frk. Ellen sækir samtímis iðnaðar- skóla og er fastráðin í að læra snikkaraiðn til hlítar, og ætlar sjer að verða »sveinn« eftir 51 á . M. Of miMll sparnaður er- eyðslusemi Sá sem hefur af sjer 100 kr. verslunarhagnað meðþví að spara, sjer að auglýsa í Vísi fyrir 5 kr* eyðir níutíu og fim krónum — í óþarfa. Meir en 1000, menn í höfuð- staðnum kaupa Vísi daglega. Allir Ies hann. Chr Junohers Klæðaverksmiðja í Randers. Sparnaðurinn er vegur til áuðs og hamingju, og því ættu allir sem vilja fá gott og ódýrt fata- efni (einnig faereyskt húfu klæði) og láta ull sína og ullartuskur verða að notum, að skrifa klæða- verksmiðju Chr. Junchers í Rand- ers og biðja um hið margbreitta prufusafn hans. ensku og dönsku fæsi hjá cand. Halldóri Jónassyni Kirkjustræti 8B'1. Hittist helst kl. 2-3 og 7—8. Magmús Sigiirðsson Yfirrjettarmálaflutningsmaður. Aðalstrœti 18 Venjulega heima kl. 10—11 árd. kl. 5—6 síðd Talsími 124.. SktWinifred. Ensk skólasaga eftir F. W. Farrar. ---- Frh. 3. kapituli. Nýsveinar. Famúlus — galdramaðurinn, sem drengirnir kölluðu, fylgdi Walter til ráðskonunnar, og hún sýndi honum hvar hann ætti að geyma föt sín, hnattleikatæki, og svefnherbergi hans. Hún fjekk honum lykil að púlti í skólastof- unni stóru, þar sem hann gæti geymt Iausafje sitt. Hún lagði töluverða áherslu á það að hún skyldi gera fyrir hann, það sem hún gæti, — og að fæðingardag- ur sinn væri að tveimur dögum liðnum. Hinu síðarnefnda tók Walter heldur fálega, vissi ekki hvernig hann átti að taka það Hann fjekk seinna að vita hvern hag frú Higgins sá sjer í að haida fæðingardag sinn 2—3 á hverjum vetri, Það var annars undarlegt hvað þessi góða frú bar vel árafjöldann eins fljótt og og þau færðust yfir liana. Walter fór í stóru skólastofuna. Lykill að púltinu var óþarfur, því hespan var brotin og lásinn týnd- ur af þeim er áður hafði búið að púltinu. Sá hafði einnig látið fangamark sitt, mynd af sjáfum sjer og ýms teikn brend með eldskörung á pútslokið; var ekki gott að ráða í hvað þau tákn þýddu. Sami herra mun hafa haft mikiar mætur á dýrafræði, j að rninsta kosti var heilmikið af pöddum og kongulóm í púltinu og ýmislegt rusl. Það var ekki með ánægju Walter tók við þessum erfðum. Hann hreinsaði púltið og þurkaði að innan, svo það yrði heppilegri geymslustaður fyrir ritföng og annað lausagóss. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.