Vísir - 10.12.1911, Blaðsíða 1
187
VÍSIR
Kemur venjulegaútkl.2 síðdegis sunnud-
Þriöjud., miðvikud.,iimtud. og föstud.
25 blóðin frá 3. des. kosta: Áskrifst.50a.
Send út um landóO au. — Einst. blöð 3 a.
Afgr.ísuðurendaáHotelIsland 1-3 og 5-7
Óskað að fá augl. sem tímanlegast.
Sunnud. 10. des. 1911.
Sól í hádegisstað kl. 12,2L'
Háflóð kl. 8,37 árd., kl. 9,1 síðd.
Háfjara er um 6 stundum 12 min.
eftir háflóö.
Afmæli f dag.
Frú Sigríður Jakobsdóttir
Einar Guttormson, prentari
Pjetur Þórðarson, skipstjóri.
Náttúrugrípasafn opið ki. l'/3—2V2.
Á morgun.
Hafnarfjarjarðarpóstur kemur og fer.
Tannlækning ókeypis kl. 11—12.
Úr bænum,
Gefin saman Magnús Brynjólfs-
son, skipstjóri, frá Engey og ym.
Helga Stefánsdóttir 2. þ. m.
Dánir: Málfríður Magnúsdóttir
frá Stykkishólmi, 34 ára, dó á
Landakotsspítála 1. þ. m.
Salgerður Magnúsdóttir á Bakka>
80 ára, dó 2. þ. m.
Auðbjörg Guðmundsdóttir ekkja
Klapparstíg 7, 65 ára, dó á Landa-
kótsspítala 5. þ. m.
Botnía kom frá útlöndum í gær-
morgun og með henni fjöldi far-
þegja. Þeirraámeðalkaupm. Garðar
GíslaFon og Ólafur Þ. Johnsen,
umboðssali Páll Stefánsson og Pjet-
ur Ólafsson ræöismaður. Þessir frá
útlöndum. En aö austan komu:
Sigurður Hjörleifsson ritstj., Jón
Jónsson frá Múla og um 150 sjó-
menn.
Vesta fór til útlanda í gærkveldi.
Heilsuhælisdeildin hjer hjelt
aðalfund sinn á fimludaginn. Höfðu
tekjur hennar fyrra ár verið 3010
kr,' Þórður Iæknir Sveinsson hjelt
í fundarlok fróðlegan fyrirlestur.
Grísk-rómv. kappglímu háðu
þeir í fyrrakveld Sigurjón Pjeturs-
son glímukappi og Hans Svendsen
aflraunamaður. Aðsókn var svo
mikil að margir urðu að hverfa frá.
Þeir glímdu 4 glímur og vann Sig-
urjón þær allar á mjög skömmum
tíma. Svendsen sýndi á eftir ýmsar
tannaflraunir o. fl.
Sæsíminn slitnaöi í fyrradag
milli ísl. og Færeya og ætía menn
Árshátíð st.Yerðandi no. 9
i
er í kvöld kl. 8I2
Besta skemtun á árinu. — Fjölmennið, templarar! "Tö$
Utanstúkumenn greiði 50 aura inngangseyrir.
Nefndin.
af þeim þekktu fallegu eru nú komin og verða gefin
skiftavinum eins og að undanförnu, meðan þau endast.
BRAUNS VERSL. HAMBORG, AÐALSTR.
Með % Botniu
hefi jeg fengið mjög mikið af fallagum
RAMMALISTUM
10% ggfið af innrömmunum á myndum til jóla.
ÖU innrömmun mjög vel vönduð.
Talsími 128.
JÓN ZOEGA.
Bankastræti 14.
að það sje ekki mjög Iangt frá
Færeyum. Við verðum þá sambands-
lausir við útlönd fyrst um sinn.
Prófessorsnafnbót hefur sjera
Eiríkur Briem hlotið nýverið.
ýví útt'ótidum
Loftskeytastöð mikii erný-
reist í Fcz í Marokko og byrjaði
hún að starfa 21. f. m. Hún sendir,
skeyti alla leið til Parísar. Eitt fyrsta
skeytið var frá Mulai Hafid soldáni
til sendiherra síns í París semhann
útnefndi til yfirráðherra hjá sjer.
Blðð frá 27. f.m.hermastór-
felda bardaga um alt Kínaveldi
og má ekki á milli sjá hvorir
vinna,uppreistarmenneðastjórn-
in.
ítalsk-tyrkneska strfðið held-
ur áfram með sömu grimd og
áður og senda ftalir nú nýar
hersveitir til Tripolis í stað
hins fallna hers.
í Portúgal, Mexiko og víðar
er borgarastyrjöld.
Jarðskjálftar víða um Iðnd.
Nánar af þessu o. fleiru f
næstu blöðum.
Fyrirlesturinn
um
stefnur og framtfð ungra
manna
verður haldinn aftur í Bárubúð í
kveld kl. 9. Húsið opnað kl. 8V«.
Inngangur 25 aurar.
A 9t t •/ L heldur D.
SUOS^OtlUSXtt östlundí
samkomuhúsinu »SÍLÓAM« við
Grundarstíg á sunnudagskveldum
kl. 6Vs- Allir velkomnir.