Vísir - 12.12.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 12.12.1911, Blaðsíða 3
V í S ! R 2/ | ■- Stót & á vefnaðarvörum, fatnaði, skirtum, regnkápunum góðu o.fl o fl. semflyrjaði í síðastliðnum október fleldnr áfram í Goodtemplarahúsinu kl. 11. þriðju- daginn 12. desember og fleldur áfram næstu daga. Enn er óselt fyrir tlu þúsund krónur. Allir geta hjer klætt sig til jólanna fyrir helmingi lægra verð en í fluðum eðaenn meir. Yörurnar eruenskar,sterkar oggóðar. Asnaþjófarnir. (Gömul saga.) Þrír strákar voru einu sinni á ferð og fundu bónda sofandi í einni gröf. Hjá honum stóð klyfjaður asni, og hjélt bóndi í tauminn. Þá sagði einn strákurinn: »Ef þið viljið hjáipa mjer til, þá getum við nú komist yfir fiskvirði, og við þurf- um þess með, því við erum fje- lausir«. Þeir hinir lofuðu því, að hjálpa honum. ' »Jæja«, sagði hann, »takið þið þá asnanu og seljið hann; ámorg- un verður haldinn markaður, þa vill einhver kaupa hann, en Iátið þið baggana upp á mig, og legg- ið þið við mig beislið, jeg skal svo verða cftir hjá bónda.« Þeir gerðu alt eftir hans fyrirlagi. Skömmu seinna vaknaði bóndi, og varð öldungis forviða, þegar hann sá, að asninn var orðinn að manni. »Æ! í hamingjunnarbæn- uni!« hrópaði strákurinn, »takið þjer beislið út úr mjer. og bagg- ana ofan af hryggnum á mjer!« »Hver skrattinn er þetta?« sagði bóndi. »Hvernig hefur þú komið hingað?« »Æ!« sagði strákur, »hann faðir minn er galdramaður og lagði það á mig að jeg yrði að asna, af því jeg var honum einu sinni óhlýð- inn; nú er honum runnin reiðin og hefur tekið mig úr álögunum, Þess bið jeg yöur, að lofa mjerað fara heim, til þess að þakka hon- um þenna velgjörning.« »Það skal jeg feginn gera« sagði bóndaskepnan; »jeg vil ekkert eiga við ykkur eða töfra ykkar«. Síðan tók hann alt ofan af stráknum og hleypti fram af honum beislinu, en hann tók til fótanna og hljóp eftir Iagsmönnum sínum. Skemtu þeir sjer vel með peningunum, sem þeir fengu fyrir asnann. Daginn eftir gekk bóndinn á markaðinn til þess að kaupa sjer annan asna. Hann skoðaði marga sem þar voru til sölu, og fannsein- ast þann, sem hann átti fyr, þegar hann sá hann þarna, sagði hann: »Já! já! Þú hefur þá aftur farið að rífast við hann föður þinn. Nei, þú skalt nú ekki svíkja mig oftar. Skrattinn hafi alt ykkar fjöl- kyngi.« Jón Hj Sigurðsson settur hjeraðslæknir er til viðtals fyrir sjúklinga 2—3x/2 e. m. Hafnarstræti 16 (uppi).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.