Vísir - 22.12.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 22.12.1911, Blaðsíða 1
199 18 Kemur venjulegaútkl.2 síðdegis sunnud- Þriðjud., miðvikud., iimtud. og föstud. 25 blöðin frá 3. des. kosta:Áskrifst.50a. Send út um landöO au.— Einst. blöð 3 a. Föstud.22. des. 1911. Jólaguðsþjónusta í Sílóam við Grundarstíg jóladag- inn kl. 6V, síöd. Á aöfangadag engin guðsþjón- usta. D. Östlund. I>eir sem vit hafa á viiidlum reykja einungis þýska vindla þar eö ilmur og Ijúffengi þeirra er langt fram yfir aöra vindla. Fást í Brauns versl. Aðalstr. 9. Afgr. í suðurenda á Hotel Island 1-3 og5-7. Óskað að fá.áugl. sem tímanlegast. Símfrettir. Akureyri, í dag. / dag fer fiskflutningaskipið Ecco hjeðan beina leið til Reykja- víkur og er með því EinarFinn- bogason fiskimatsmaður alfarinn til Reykjavíkur í þjónustu P. J. Thorsteinsson & Co. Fjölskylda hans farin suður áður. Tíðin hefur verið hjer ágæt í alt haust og er eins og á góðu vori. Afli er hjer enginnniíaf neinu tægi. En i haust var mjög mik- ill sídarafli hjer á Pollinum, eftir að síldveiðaskipin hættu. Er álitið, að menn hafi aflað hjer í net sín frekar tvö þúsund tunnur í haust. Heilsufar má heita gott hjer og engar farsóttir á gangi. Afmœli Skúla fógeta var hjer hátíðlegt haldið. í Templarahúsinu hjelt sjera Jónas kennari langan og fróðleg- an fyrirlestur um Skúla. Pá tal- aði þar og Guðl. sýslumaður um Skúla og loks var sungið kvæði eftir Mafthias Jochumsson, bæði sóló og kór. 2. í jólum og framvegis til nýars verður sýnt í j|eukjaYíkur ||iografteater 'VIÐ DYR FANOELSISINS' Þar eð þessi mynd er allmiklu lengri en vanaleg sýning, verð- ur þessi breyting frá venjulegum sýningartíma. 1. sýning byrjar um kl. 6 2.------¦-----------------71/, 3.--------------------------iVs síðasta--------------------------------98/4 Aðra daga til nýárs hvert kveld kl. 9. Á þessar sýningar eru seldir sjerstakir aðgöngumiðar sem menn verða að kaupa við innganginn og kosta: Betri sæti 50 au. Alm. sæti 25 au. Betri barna 25 au. Alm. barna sæti 15 au. Par eð allir aðgöngumiðarnir 2. jóladag verða til fyrirfram, geta þeir sem vilja ná í aðgöngumiða á einhverja sjerstaka sýningu fengið hann þegar með því að tilgreina að hverri sýningunni þeir vilja komast, 1., 2., 3., eða síðustu, og þannig tryggt sjer aðgongu. Síðar var samsæti allfjölment á Hatel Akureyri. Mikið hefur hjer safnast í minn- ingarsjóð Skúla. Skuggasvein á að leika hjer 2. jan. Það er jubilár hans hjer og var talað um að fá sr. Mattías Jochumsson til þess að leika Sig- urð í Dal eitt kveldið og tók hann því ekki. fjarri hvað sem úr verður. Leiktjöld eru til einkar góð (eftir Lund úr Ieikritinu Gísli Súrsson) og má því búast við góðri skemtun. Úr bænum, Jólapottar Hjálpræðis- hersins Það eru aðeins fáir dagar til jóla og leyfi jeg mjer þess vegna að minnast lítið eitt á jólapotta vora. Vegna vætu og annara hindrana hafa gjafirnar, sem komnar eru, að eins veriö smáar, og ef vjer eigum að fá eins mikið og síðastliðið ár, verða hinir heiðruðu borgarar aö nota tækifærið nú, til aö gefa mik- ið eðalítid í pottana. Því vissulega er málefnið stuðnings vert. Eins og við erum vön, höfum vjer há- tíð fyrir gamalmenni þ. 29. og fyrir börn 30. des., en þar fyrir ut- an veröur einnig þetta ár hátíð fyrir ekkjur með börnum sínum þ. 28. — En við verðum að fá peninga inn, og þið verðið að láta oss þá í tje nú þessa dagana. Látið okk- ur ekki fá minna í pottana en við erum vön að fá á lista. Oleðileg jól! N. Edelbó, adjutant. Guðsþjónusta f dómkirkjunni á jóladaginn kl. 11. Jóh. Pork. — 2. dönskmessa(JónHelgas. — 5. Sig. Sivertsen._________ Frá Islendingum erlendis Jóhann Pjetur Thorarensen Iyfsala í Sydney í Ástralíu segir Gjallarhorn dáinn 10. maí síðastl. 81 árs að aldri. Hann var bróðir Stefáns sýstumanns og bæarfógeta á Akueryri. Var lyfsali þar ailmörg ár en fór til Ástralíu 1862 oggjörð- ist þegar lyfsali í Sydney og grædd- ist honum vel fje. Síðustu 5 árin var hann blindur. Hann átti þýska konu sem lifir hann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.