Vísir - 27.12.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 27.12.1911, Blaðsíða 2
90 V 1 5 l K (Kafli úr Bœndaförinni 1910.) Næsta morgun, 5. júlí, varð okk- ur svefnsamt í meira lagi, eftir lang- ar dagleiðir og næturvökuna síð- ustu. Um hádegi var haldið á stað frá Kárastöðum ofan Mosfellsheiöi í áttina til Reykjavíkur. Heiði þessi er svo lág að varla getur fjallvegur heitið. Jarðvegur er þar alstaðar þunnur og á stöku stað blásinn upp. Hraun er þar undir öllu, en víöast hvar sljett helluhraun. Gróð- urinn er víða lítill og þyrkingsleg- ur. Vegurinn frá ÞingvöIIum til Reykja- víkur var fyrsta akbrautin sem við fórum eftir hjer sunnanlsnds. Víst eru þessar brautir greiðari og skjót- farnari en krókóttar moldargötur. En héstarnir urðu hastari,og virtust enda lýjast fyr á hörðu malarbraut- unum. Vegir þeir, sem hestunum þykja bestir, eru grónar grundir og sljettir vatnabakkar. Hvar sem harðnár undir hófum verður fóta- takið óþýðara. En, þrátt fyrir þetta verða hinar vönduðu brautir vand- metnar til nytja. Við áðum að Geithálsi í Mos- fellssveit og drukkum þar kaffi. Síðan var haldið að Rauðavatni, og skoðuð trjáræktarstöðin þar. Hún er í óræktarholti mjög grýttu. Mik- ið hefur þar verið gróðursett af út- Iendum trjátegundum, mest greni og furu. Var þetta flest með góðu Iífi en framfaralítið. Þar var og mikið af birkiöngum, sem voru nýsprottnir upp af fræi, úr ýmsum íslenskum skógum. Sunnlendingar munu hafa mikinn áhuga á nýrri trjágræðslu, en virðast aftur vilja Iítið gera til þess að vernda gömlu skógarleifarnar. Það bar til á leiðinni að Geit- hálsi, að við hittum Björn frá Gröf sofandi í Djúpádal. Hafði hann áður gert okkur skriflegt heimboð í ríki sitt: Mosfellssvcitina, en nú urðum við að afþakka boðið. Grafar- bóndinn gestfúsi bauð þá hestum okkar til dvalar hjá sjer. Leist okkar maðurinn vænn og tókum því þessu boði. Var það því hið fyrsta verk okkar í Reykjavík að fá menn til að fylgja hestunum til — Grafar. Frá Rauðavatní vár haldið beina leið tafarlaust til Reykjavíkur. Riðum við um bæinn eftir Lauga- veginum og stigum allir iHjakivið hús Búnaðarfjelsgs íslands. Varþá klukkan 7 að kveldlagi. Öllum þeim,sem vildu, úrflokkn- um var heimil gisting og greiði á Húsmæðraskólanum á kostnað Bún- aðarfjelagsins. Ýmsir tóku boðinu, en margir voru þó um nóttina hjá kunningjum sínum og frændum út um bæinn. Því, sem eftir var kveldsins. varði hver eftirvild sinni. Frh. > Samgöngur Islend- inga við útlönd. Póstsamband við Skotland. Flestir munu á það sáttir,að mjög sje enn áfátt samgöngum milli ís- Iands og útlanda. Hafa þær þó verið auknar að miklum mun á síðustu árum og kosta þjóðinastór- fje, beinlínis og óbeinhms. En þó að þessar samgöngur kosti nú þjóðina stórfje, þá eru þær þó í marga staði alveg ónógar, og stafar það af því, hve óhaganlega þeim er fyrir komið. Oft er talað um »kássuferðir« skipanna. Þau koma oft tvö til fjögur sömu dagana sunnan um hafið,og svo getur aftur liðiö mán- uður, ð ekkert skip kemur.—Þetta er afleitt ólag, en þó er það ekki versta aflagið á samgöngum vorum v.ið útlönd. Hitt er enn verra, að vjer látum skipin fara helmingi leigri leið, en þörf er á, og er því kostnaöinum við ferðir þeirra að hálfu Ieiti fleygt í sjóinn. Og þetta er gert með því að fara fram hjá þeim stöðum, sem hagkvæmast er að skifta við til þess að hafa sam- band við þann stað, sem verslunin er oss dýrust og óhagstæðust að öðru leyti. Þetta ér að seilast um hurð til Iokunnar. Það er að vísu ekki ýkjalangt síðan verslun íslands varð frjáls, en engu að síður er það stórlega undravert, að vjer skulum enn þá svo skamt á veg komnir, að vera að kosta póstskipaferðir og farþega- flutning milli íslands og Kaupmanna- hafnar! Eins og ekki sje nógar samgöngúr milli Khafnar og Eng- lands eða Skotlands án þess að ís- lendingar þnrfi að halda tveimur föstum »línum« þar á milli á sinn kos i ■. eð þann flutning. sem þeir þurfa að Iáta flytja milli sín og Dana, og því fullnægjandi, að láta póstskipin ganga miili íslands og Skotlands. Einhver kann nú að segja, að það sje rangt, að íslendingar kosti ferðir hvorratveggja fjelaganna, »hins sameinaða og »Thore«. Sameinaða fjelagið sje kostað af ríkissjóði Dana því að hann borgi því 60 þús. kr. á ári fyrir ferðirnar. Þetta er að vísu kallað svo. En hversvegna borgar ríkissjóður Dana þessar 60 þúsund krónur? — Það er íslenskt fje, einn liðurinn í skulda- lúkning Danmerkur við ísland frá fyrri tímum. Þeir endurgreiöa þá skuld (eða nokkuð af henni) með 60 þús. króna árgjaldi til ríksisjóðs íslands og jafnframt með því, að halda uppi póstgöngum milli Dan- merkur og íslands. Þó að menn vildi Iíta öðruvísi á þetta seinastasta atriði, þá er það þó að minstakosti vfst, að fslend- ingar kosta nú allar samgöngur fslands og 'annara lavda og borga þær fullu verði og meira en það. Flutningskostnaðurinn á öllum vör- um, sem fluttar eru á milli, útlend- um oginnlendum, kemurallur niður á íslendingum eins og hann er. Pað væri mesta skammsýni og athugaleysi, ef menn hjeldi, að Danir eða Englendingar kostuðu samgöng- ur við landið. Það gera eingir aðrir en íslendingar.1) Þeir hafa sjálfir kostað samgöngurnar frá því fyrsta, þótt þeir hafi ekki rékið þær. • En landið getur als ekki lengur staðið sig við að kosta svona dýrar ogóhentugarSdimgöngur. Sem stend- ur erum vjer bundnir samningi við Thorefjelagið og hið Sameinaða og ekki neinar líkur til, að nokkrar bæt- ur verði þar á ráðnar að svo stöddu. En þegar þeirn samningum lýkur væri mál til komið að ísland 'nætti að kosta gufuskipaferðir milli Khafn- ar og Skotlands. Til þess að koma póstflutningi og öðrum skiftumviðútlöndísæmi- legra horf þarf að setja fast eim- skipasamband milli Reykjavíkur og einhverrar stórborgar sem nœst oss Hggur sunnan viðpollinnt. d. Olas- gowar. Þangað mun skemst hjeðan og heldur skenira en til Edinborgar, ‘) Auðvitað geta undantekningar átt sjer stað, t. d. þegar ný fjelög hafa byrjað ferðir milli íslands og annara landa. tapað á fyrstu ferðunum og orðið að hætta, áður en þau gátu unnið upp skakkafallið af oflitlum flutningi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.