Vísir - 28.12.1911, Page 2

Vísir - 28.12.1911, Page 2
94 um menn og ræður, misjafnlega minnisstætt. Frá dagverði þessutn fórum við að skoða »saínahúsið« svo kallaða (nafntð á húsinu fanst okkur mætti viðfeldnara vera). »Safnahúsið« eða »Mentabúrið« er veglegasta bygg- ingin, sein við sáum á ferð okkar bæði að smíði og hlutverki. Og hvergi fundutn við eins vel, að við vorum fslendingar og hvað í því felst að vera það, sem þarna, og svo áÞingvöllum. (Þarna ætti Mekka og Medina íslendinga að vera.) Á báðum stöðunum eru minningar ís- lendinga greyptar í stein. Þar eru ýrtrsir hlutir, s«m þegjandi segja langa,- sögu. Á augaþragði flytja þeir- hugann til horþnna atburða, sem vekja ástaryl tii lands og þjóð- ar. Þessvegna verða báðir, þessir- staðir helgistaðir,— öllum sönnum íslðnditigum. Viðo máttum að eins verja einurn klukkutíma til að skoða söfnin: náttúrugripasafnið og forngripasafn- ið. Á fleira; gátum vjð ekki Iitið; komum aðeins inn á. lestrarsalinn. Auðvitað gat þetta eigi skoðan heitið, og enn síður vegna þess,að á öðru' safninu var, frú Bríet, en á hinu Dr.. Fomi, þjóðfrægir kjör- gripif, sem halda athyglinni fastri. En samt sem áöur var tíminn næg- ur til að ganga úr skugga um, að hjer er nægilegt verkefni tililær- dóms, vikum og mánuðum saman. Frá safnahúsinu hjeldum við til j gróðrarstöðvar búnaðarfjelagsins. — | Sýndi garðyrkjumaður,.Eioax FJelga- | son, okkur ýmsa tilraunastarfsemi, sem ekki- er rúm nje þörf á að til- j greina hjer. Sjerstaka eftirtekt vakti \ hin svo nefnda »Ljónagryfja«. Hún I er: hlaðin-, úr steini og eru útlend j blöm á milli steinanna. Örfá ís- lensk blóm og villijurtir hafa verið gróðursettar í beð og steindýs eina. í þessu er fólgin bending til allra íslenskra garðynkjumanna að snúa sjer meira en verið hefur að ræktun íslenskra skrautjurta. Þau eru óvíða flutt heim að bæunum, íslensku btömiMt altra síst ínn í skrautgarða kaupstaðanna. Mörg. þeirra eru þó vel þess verð, t. d. baldursbrá, blá- grasi, fjalldæla, hvönn, aronsvöndur, sigurskúfur, o. fl. Líklegt er, að með kynblöndun og úrvali mætti um- skapa margar íslenskar jurtir, til meiri fegurð r og nytja, eins og nú tíðkast í útlöndum. Hjer er mikið verkefm fyrir garðyrkjumennina víðs vegar um land. v i b i k í Reykjjvjk, æjti að vera gras- garður, lifandi safn íslenskra jurta, á hentugum stað í bænum, t. d. Austurvelli, sem væri eign landsins eða bæarins. Ekki væri kostnaður- inn neitt gífurlegur. en eflaust hefði slíkur garður mikla mentaþýðingu fyrir skólanemendur og reyndaralla bæarbúa. Hann hlyti að vekja eftir- tekt og ánægju allra aðkomumanna og þá ekki síst útlendinga. Hann mundi hvetja menn alment að kynnast náttúrunni, og verða mörg- um manni til meira gagns, en svo sem ein vika af tíunda skólaárinu. í gróðrarstöðinni skoðuðum við ýmisleg áhöld. Viljum við sjer- staklega þar til nefna dengslisvjel- ina, sem mjög þarft verkfæri. Hún er enn þá heldur dýr fyrir smá- bændur. En líklegt er, að erlendar verksmiðjur gætu haft verðið miklu lægra, ef útsalan væri töluverð. Vjel- ar þessar geta verið til mikilla nota. Dengslið verður betra og stórum fljótlegra — um þriggja mínútna verk, — Slátturinn verður greiðari og grasdrýgri, því aldrei þarf að slá með þykkum eða bitlausum ljá. Niðurl. Frakkar á Vatneyri. - Fyrir hundrað árum. Áttræð kona, Halldóra Jónsdóttir og Ingiríðar, systir Jóns á Kleifuin föður Halldórs prests í Tröllatungu sagði mjer þessa sögu. Var hún ungljngsstúlka hjá móður sinni á Geyrseyri er þessir atburöir urðu. Þá var á Vatneyri kaupmaður, Kristján Ólsen, einkar vel. látinn maður og hafði hann ■ lceypt Vatn- eyrarverslunina af konungi. Síðla sumars 1808 komu þrjú herskip frakkpesk inn á Vatneyrar- höfn og ljettu þar akkerum. Var þegar skotið út bát og komu í Iand hermenn nokkrir með fyrir- liða einn. Þeir gengu þegar til húsa kaupmanns, enda voru þau stærstu húsin þar í það mund. Kaupmaður sá til ferða þeirra og gekk í móti þeim og kvöddust þeir með virktum. Vatneyringar voru vanir heim- sóknum Frakka þar sem þangað komu fiskiduggur þeirra á hverju sumri og töluðu allir mál það, er þeir kölluðu »Frakknesku«,enFrakkar kölluðu »íslensku« ogskildu hvorir aðra mæta vel, þegar bendingar voru notaðar rneð. Komumenn spurðu um yfirvald staðarins, og fengu að vita að það sat inni í Haga, því þar bjó þá sýslumaðurinn, Davíð Scheving, en þar sem hann var gamall orð- inn halði hann sjer til aðstoðar við sýslustarfið dótturson sinn Gnðm. Scheving,og var hann kallaður sýslu- maður, en síðar gerði Jörund- ur Hundadagakongur Guðmund að amtmanni og stóð sú dýrð í 8 daga um hann er þetta kveðið: Sigldi stúdent siðaður sýslumaður kallaður, átta daga amtmaður, ötull bóndi, kaupmaður. Þeir báðu um sendisvein til sýslumanns og útvegaði kaupmað- ur þeim hann og gengu þeir síð- an til stofu kaupmanns og þágu munngát. Sendisveinninn fór sem hraðast, og hitti hann sýslumann heima. Færði -hann honum brjef Frakka þess efnis að þeir óskuðu að mega hafa vetrarsetu á Vatneyri. Höfðu þeir meðferðis fjölda Englendinga er þeir höfðu hertekið. Ensóttskæð hafði komið upp meðal fanganna og vildu þeir hjúkra þeim í landi. Þeir vildu vera sýslumanni innan handar ef leyfið fengist og buðu honum meðal annars fiskiskútu nýa, er þeir höfðu tekið af Englum og átti hún að kosta 10 sauði. Ekki þorði sýslumaður að kaupa skipið, en vetrarsetuna leyfði hann. Bað hann Frakka þó að gæta þess vandlega, að pest sú, sem að föng- unum gengi, bærist ekki út rneðal íslendinga. Þegar sendisveinninn kom aftur tóku Frakkar þegar að flytja dót sitt í land, fengu þeir leigt hús eitt hjá kaupmanni undir varnað sinn, en tjöld settu þeir um alt rifið milli Vatnsins og sjávar ogfæröu þangað hina sjúku menn. En vörður var settur til beggja enda á rifinu og var þess vandlega gætt, að enginn íslendingur kæmi þar nálægt, er hinir sjúku menn bjúggu. Frakkar komn sjer einstaklega vel og voru þeir ósparir á fje og vildu því landsmenn allt fyrir þá gera. Voru nú sendir út menn í hvert nes til þess að hafa njósnir úti, ef ensk herskip skyldu bera þarað landi og er Frakkar höfðu búið um sig

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.