Vísir - 29.12.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 29.12.1911, Blaðsíða 2
.98 V I S 1 R b:« er vandaðast í versl. t&QYsVe\t\ssot\, 3^óVJsfo)QÍ\, Par fæst: Whisky Cognac, Romm (spánýar whiskyteg- undir mjög Ijúífengar), Porívín, Madeira, Rauð- vín,Hvítvín, Likörar, Champagne, Vermouth, Absinthe, Arrac, Api-Api, Ákavíti, Brenni- vín, Öl, áfengt og óáfengt. Fjölmargar tegundir af öllu þessu. 6-U^alUátturáöUum vínui Opið á morgun til kl. 12 miðnætti. JUIV scm teimexux \mvja $^w \ 0 • 0 daxvsve\Ra Reinholt Andersson *y.ovt\\x\u á 3^tat\d, JíotSaufcaeudu* (Kafli úr Bœndaförinni 1910.) Frh. Næst skoðuðum við Sláturhús Suðurlands og Iðunni, einhver stærstu starfsfyrirtæki Iandsins, sem bæði hafa almenna þýðingu. Tals- verður erlendur verksmiðjubragur er víst á Iðunni. Ógna óvönum lætin og skarkalinn. Allar vjelarn- ar voru nú að vinna, svo hægt var að sjá meðferð uilar í vérksmiðju, frá upphafi til enda. Greiðlegar gengur tóvinnan fyrir gömlu Kola-Surtlu en tóskaparkerl- ingunum í baðstofuhornunum heima. Skemtilegra hefði þó verið að láta bjarthærðu fjallasynina, fossana okk- ar, stíga hjólin, en þessa útlendu áthít. Þeir hafa líka lengi sýnt það, að þeir kunna að »tæta hvíta reifið* á sinn hátt. Seinast var okkur sýnt Alþingis- húsið og málverkin þar. Fanst okk- ur mikið til um margt af þeim, þó enginn okkar væri kunnugur lista- verkum yfirleitt. Einkum voru margir hrifnir af »Heklu& og fleiri málverkum Ásgríms. Herbergi Jóns sál. Sigurðssonar var lokað, svo við gátum ekki skoðað það. Að þessu búnu var fjelagsskapn- um slitið, þennan daginn. Fór hver sinna erinda um kveldið, og skoðaði bæinn eftir eigin vilja. »Borgin« á íslandi verður ekki sjen á einum degi, fremur en Róni. Við getum lítið um bæinn talað sökum ókunnugleika okkar, enda munu flestir lesendurnir jafnkunn- ugir okkur í Reykjavík, eða kunn- ugri. Það eitt getum við sagt, að bærinn var, að ýmsu leyti, ólíkur því, sem sumir höfðu gjört sjer hugarlund, er ekki höfðu kom- ið þac áður, og að mörgu lík- ur. Bæarstæðið er fallegt og hæfilega mishæðótt. Útsýni mikið og fag- urt. I fjarska sjest Snæfellsjökull og svo öll meginfjöllin kringum Faxa- flóa. Þó höfnin sje enn ekki góð, er hún samt falleg, með sundam og eyum fyrir framan. Tjörnin prýðir bæinn og mætti þó enn betur vera. Nokkuð er um ræktun blóma og runna, en miklu er það ótíðara en á Akureyri, kyrkingslegra og ekki eins eftirlætislegt. Reykjavík hefur verið bráðþroska síðan hún komst úr kútnum. Hún er nú víðlíka mannmörg og Kaup- mannahöfn var á dögum Kristjáns fjórða (um 1590). En henni fer ekki ólíkt sumum unglingum í því að búningurinn fer ekki sem best, hann er ekki eins smekklegur og hlýlegur og æskilgt væri. Það virðist enda sá unglingsbragur á bænum, að hann sje ekki aímenni- lega búinn að átta sig á köllun sinni og virðingareinkennum, þrótt sínum og þýðingu. Við höfðum, margir hverjir, búist við meiri umferð og fjöri á götur- um en á daginn kom. Nú var þetta engu meira en í sumum öðr- um kaupstöðum. Göturnar fundust okkur ekki eins illar og af var látiö, enda höfðu þurviðri gengið að undanförnu. Niðurl. Útgefandi: Einar Gunnarsson, cand. phil. Prentsrniðjá Östlunds

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.