Vísir - 29.12.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 29.12.1911, Blaðsíða 3
V I S 1 R 99 Skt.Winifred. Ensk skólasaga eftir F. W. Farrar. ---- Frh. »Vertu ekki reiður við niig Waiter minn. Pað var ekki af kala að jeg mælti svo, en mjer finst þú ekki hafa ástæðu til að vera reiður við Paton. Hvað á kennari að gera þegar piltar ekki kunna lexíursínar, hvað eftirann- að — hvað annað en refsa? »Jeg vildi að Paton væri hengd- ur«, sagði Walter, ogdróað sjer hendina, því hann var í slæmu skapi. »Pað skal bíða að jeg gangi á eftir þjer í annað sinn«, sagði Kenrick og fauk í hann. Hann skrifaði hann á pappírsörk, Pat- on á að skrifa 200 línur í refs- ingarskyniff og færði Paton biað- ið, að þessu brostu allir bekkjar- sveinar. í ár og dag hafði enginn verið svonaósvífinn við hr. Paton, hann reiddist ákaflega, stilti sig þó og sagði: »Evson, þú veist ekki hvað þú ert að gera. Pað er í sannleika fáheyrt, að nýsveinn sje svo langt leiddur í óhlýðni, sem þú ert. Pú ert frekasti og óhlýðnasti drengur, sem jeg nokkurntíma hef þekt. Pegar þú hefur lokið eftirsetu, verð jeg að flengja þig á her'oergi mínu«. »Takk, íakk herra Paton«, sagði Walter í hæðnisróm, og gekk snúðugt til sætis síns, en bekkj- arsveinar hlóu. hvergi ódýrari nje betri en í VÖRUHÚSÍNU Austurstæti 10. vár gramur í skapi, að það skyldi j slettast upp á vinskapinn með þeim Walter, af þó ekki meiri sökum. Henderson var vanastur því að slá öllu í glens, og þó hon- um kæmi það í hugað ráðleggja nú Waiter af alvöru, þá kom hann ekki orðum að því, og varð ekki af því. Walter gekk snúðugt inn í skólastofuna, og gekk þar í hóp drengjanna sem latastir voru og mestir óróaseggir, hann las ekk- ert altkvöldið, ogvarmeð prakk- araskap, sem honum var refsað fyrir af kennara þeim er umsjón hafði. Morgunin eftir hóf Walter nýlt líf. Hann hafði ekkert undirbúið sig. Pegar hann kom í sæti sitt, þá slengdi hann bókum sínum einni og einni í púltið. Við hvern skeil sagði Paton honum að skrifa 200 línur; fyrir það að hann hló við því sem Paton sagði,— einnig 200 línur. Til þess að sýnast, sem mest fyrir drengjunum þá Pegar hann var sesíur í sæti sitt tók hann blað og skrifaði á það: Reikningur til herra Patons frá Evson. Fyrirekki að kunnalexíu 100 línur Fyrir bókakast 300 línur Fyrir að hlæja 200 línur Fyrir að skrifa 200 iínur högg Eftirseta sjálfsögð. Virðingarfylst þakklæti. Hann Ijet miðann ganga um, og fóru piltarnir að hlægja. Paton heimtaði miðan, piltarnir hlóu því meir. Hr. Paton horfði grundandi á Evson og sagði: >Evson, Evson, jeg hefði ekki getað hugsað rnjer að þú værir svo barnalegur. Hvert nýtt brek heimtar nýja refsingu. Jeg neyðist nú til í viðbót við hitt, að kæraþig fyrir rektor og'getur þú sjálfur getið þjer til um afleiðinguna*. Hjer fórst Paton ekkí rjett þó hann gerði eins og hann vissi best, eptir samvisku sinni. Hefði hann sagt við Walter: »Pú ert ekki með sjálfum þjer, jeg fyrir- gef þjer«, þá hefði Walter sjeð að sjer. Nú fór Walter út með hæðnisbrosi og skelti á eftir sjer hurðinni. Pegar hann svo var orðinn einmana úti í húsagarð- inum þá bilaði hugurinn og hann fór að gráta. Ef hann hefði nú átt einhvern að til að tala um fyrir sjer — þá hefði hann fríast við mikla ugarangist og langan kvalartíma. 7. kapitulu Síðari hluta dags, sama dag, kom hr. Paton inn í kenslustofu og varauðsjeð að hann vargramur í geði. »Hvað gengur að yður hr. Paton* sagði Robertson kennari, »er það að yður finnst að »Times« sje orðið of Jrjálslyndt blað?« - »Jeg varð að berja Evson, það er ótrúlegt hvað sá drengur er þrár og kaldsinnaður®. »Því miður er hann skjólstæð- ingur minn, og honum gengur altaf jafn illa. Pví þurftuð þjer að berja hann?« Hr. Paton sagði frá því, hvernig Walter hefði hagað sjer. »Pettað er fáheyrt« sagði Ro- bertson »þjer máttuð til að refsa honum. en hvernig tók hann refsingunni?* »Fremur einkennilega. Hapn kom inn til mín með kurteislégri hæðni. Pegar jeg tók prikið í hönd mjer, þá krosslagði hann hendurnar á brjóstinu, jeg ætlaði varla að geta fengið mig til að berja hann, jeg hefi svo mikla óbeit á því. Þegar jeg var búinn að lemja hann nokkur högg, hætti jeg og sagði hann þá: »Leyfið þjer að jeg fari«-. Pað leyfði jeg honum; hann hneigði sig fyrir mjer og sagði: »Pakka yður fyrir*. í raun og veru þá kenni jeg í brjóst um hann, því rektor mun iíka refsa honum.« »Hann er víst illa innrættur« sagði Robertson. »Ekki held jeg það. Meir að segja hefur hann eitthvað það við sig, sem mjer fellur vel. Enn hann hefur það til að vera stirð- ur og ósvífinn«. »Fyrirgefið, að jeg gríp frammí fyrir ykkur* sagði Percival einn kennaranna, »það er álit mitt að þið farið báðir með rangt mál.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.