Alþýðublaðið - 30.04.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.04.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ Eeifflleiiin á Kvíabelk. Niðurl. FyVfrburðþpnnan sáu sex manns í sama sinn. því að »lt fólkið var vskaíndi meðan þessu fór fram. Lý-»ti það því svo, að þettá væri karlmaður með kodda á herðum sé , eða eitthvað því lfkt. Næstu nóí var ljós látið lifa f frarotuð- stofu, .og gerðust engin tiðindi meðan þess nsut við, en þegar undir dögUn leið var Jjósið slökt og kom hin sama vera þá undir eitxs að rúmi telpnanna þriggja og sótti nú fast á að ná fötum tii sfn. Var þá brugðið upp Ijósí og sveif svipurinn burt við það, en stúlkur tvær, er voru f fram- baðstofu þessa sömu nótt, sáu greinilega karlmann ganga um gó'lf um nóttina i suðurenda bað stofunnar. Þar lifði ekki Ijós, en hUrðin á skilrúminu stóð opin, svo að vel mátti sjá um alla bað- stofuna af þeim, er gengt dyrum voru, því að tunglskin var á. Þriðju nóttina var Ijós látið Hfa fram undir dögun, og varð þá einskis vart. Vaknaði nú fólk alt og ræddi um, hvort nú mundi öllum fyrirbrigðum lokið. Fer Gunnlaugur sonur minn þá á fæt- ur og breiðir fyrir alla glugga, svo að hvergi kemst birta að, slekkur síðan ljósið og legst fyrir framan telpUrnar þrjár, er vofa þessi sótti mest að. Er nú alt hljótt um tíma og verður einskis vart. Breytir Gunnl. þá til, fer upp fyrir telpurnar og liggur þar. En um leið finnur hann að farið er að kippa f rúmfötin, fyrst með hægð, en smám saman sigið á, þar til að því kemur, að Gunnl. þykir ekki mega við svo bútð standa. Tekur hánn nú handfylli sinni f ábreiðuna, sem togað var f, og segir: »Taktu nú á, helvízk- ur, eí þú getur eitthvaðU En nú brá svo við, að nú var svo kná- lega tekið á, að ábreiðan hentist fram á gólf, en Gunnl. fylgdi fast eftir og bjóst að taka ófögnuð þennan fangbrögðum, ef unt væri. En hvorki fann hann né sá þá neitt framar og fór til rúms síns við svo búið. Vill nú Kristján -~ sá er áður er getið — gera aðra tilraun, og hefar sömu aðferð sem Gunnl. bróðir hans. Légst hann fyrst fyrir framan stúlkurnar og verður einskis var, en færir sig þá upp fyrir fast að þ li Finnur hann þá þegar, að farið er að toga i ábreiðuna, fyrst ofurlaust, en síðan æ þéttara, þar til svo er komið, að Kristjáni sýnist tví- sýnt hvór hafa muni. Kallar hann þá upp og segirl >Láttu nú tepp- íð mitt vera, lagsmaðurlc og var þá óðara. slept. — Enn var til- raun gerð og telpurnar þrjár færð- ar í rum Gunnl. og Kristjáns, en þeir lögðust aftur i þeirra rúm. Kom þá vófa þessi óðara til stúlknanna og sótti nú hvað fast- at að ná fötum ofan af þeim Var þá brugðið upp Ijósi, en um leið varð alt kyrt og hljótt. Ein- kennilegast var það, að f þetta sinn hafði enginn séð við hvað verið var að tuskast allan þennan tíma. Fjórðu nóttina lifði enn ljós, og vildi eg sjálfur ganga úr skugga um við hve rammán væri áð eiga, þvi að aldrei hafði neitt sótt að mér í vöku. Undir morgun slekk eg ljósið og legst fyrir ofan stúlk- urnar, en næstum undir eins verð eg hins sama var og aðrir. Toga eg svo litla stund á móti, en fínn að hér er ekki um neinn hugar- burð að ræða, skipa því að kveikja ljós, og var þá þessum leik Iokið. Eftir þettá fór að smádraga úr ófögnuði þessum, en þó gerði svipur þessi eitthvað lftilsháttar vart við sig f sex nætur enn. Hafði reimleikinn þá varað tíu nætur alls, en siðan hefir einskis orðið vart. Tel eg því víst, að reimleikinn á Kviabekk sé nú all- ur úr sögunni. Þess skal getið, að aldrei kom neitt fyrir á öðrum tíma sólar- hrings en kl. 6—7 að morgninum, að því undanskildu, er Kristján sá i hlöðunnW. Fytirbrigði þessi eru mjög ein- kennileg, og alveg hulið, af hverju þau stafa. Geta þau á engan hátt stafað af manna völdum beinlfnii, hvort sem miðilseðli einhvers heimamanns getur orsakað þau eða ekki. Og tæplega er hægt að mótmæla svo glöggri skýrslu, sem þessari, enda engin ástæða til þess að rengja Rögnvald um það, að hann skýri svo rétt frá, sem hann getur frekast. frá Danmorkn. Khöfn 28 apríl. Konungur mun hið braðasta ráðgast við flokksforingjana um skipun nýrrar stjórnar. Er talið vfst, að myndað v rðt fulikomlega vinstrimanna ráðuneyti og aðj. C. Ctiristensen verði iorsætisraðherra. Fyrsta atkvæðabelti Suður-Jót- lands gengur til Diumerkur 5. maí. Bkki Kntít. Þó þeir krónum ausi út og i menn speki troði, mun eg aldrei kjósa Knút hvað sem er i boði. Triimaður. Aí greí ðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við logóífsstræti og Hverfisgötu. Slml 988. Auglýsingum sé sktlað þangað eða i Gutenberg i siðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Mopgunkjóiai'9 góðir og ódýrir, fást á Hverfisgötu 40 í kjallaranUm. Islenzkt smjör mjög gott á kr. 3,60 */* kg» í verzlun Hannesar Olafssonar Grettisgötu 1. — Simi 871. Sá sem vill vera viss um að verka- lýðurinn Iesi auglýsingar sfnar, verður að auglýsa í Alþýðublað- inu, sem er eign verkalýðsins og gefið út af honum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.