Alþýðublaðið - 01.04.1928, Síða 2

Alþýðublaðið - 01.04.1928, Síða 2
ALBÝÐUBEAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. Algreiðsla i Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 síöd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9*/»—101/* árd. og kl. 8—9 siðd. Slmar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmi&]an (í sama húsi, sömu simar). Átta tima hvíld á tognrannin logleidd. Samþykt var í gær við 3. umr. í efii deild alpingis, að hásetar á togurum skuli njóta átta tima hvíldar á sóiarhring. Lagabreyt- •ingin hefir þá náð fullnaðarsam- 'þykt — og mikill sigur er unninn af fulltrúum íslenzkrar alþý'ðu. Olian O0 Út af grein í „Morgunblaðinu“ í gær, er nefnist „Olían og hlut- ieysið", vildi ég gefa örfáar upp- lýsingar til að leiðrétta sumar helztu villur greinarinnar, er snerta mig, félag það, sem ég veiti forstöðu, „Olíuverzlun ís- lands", og félög þau, sem það hefir söluumboð fyrir. „Anglo Persian Oil Co.“ á ekki olíugeymana við Reykjavíkur- höfn, heldur British Petnoleum Co., sölufélag A. P. í Bretfandi. Pað hefir aldrei verið neitt leynd- armál, að brezka ríkið ætti helm- ing hlutafjár í A. P., heldur tók Landsverzlun elnmitt af peirri d- stœdu upp viðskifti við þetta rík- isfyrirtæki að hálfu. Hins vegar er ámóta að segja, að flotamála- ráðuneyti Breta eigi félagið, eins og að segja, að atvinnumálaráðu- neytið eigi Eimskipafélagið, eða dómsmálaráðuneytið Áfengis- verzlun , ríkisins. „Morgunblaðið“ segir: „Nú skyldu menn halda, að enginn fs- lendingur vogaði sér að gerast erindreki fyrir Anglo Persian, þetta félag, sem hið þýzka stór- blað talar um sem eign hins brezka flota.“ Er þetta af hreinni fávizku talað eftir að Landsverzl- un hefir haft söluumboð þessa félags hér á landi í sex ár, án þess að nokkur hafi haft nokkuð á móti því að segja. Olíuverzlun Íslands hefir sams konar söluum- boð fyrir B. P. og A. P„ en þykist á engan hátt eiga geyma félagsinis, né er á neinn hátt riðið við leppmensku. Hlutafé „Olíu- verzlunar íslands‘“ er alt íslenzkt og hefir ekki verið fengið að láni frá erlendum olíufélögum né erlendum mönnum. „Olíuverziun Islands" hefir eingöngu venjulegt viðskifta'samband við olíufélögin, en er sjálfstæð að öllu leytL Það er hlægilegt að tala um að A. P. (eða B. P.) hafi flotastöð hér eins og „Morgunblaðið" vill gefa í skyn. 1 fyrsta lagi væri ómögulegt að hafa slíka stöð í Reykjavik, í öðru lagi væri ó- mögulegt að hafa hana án þess að hafa flutningaskip, sem hér er ekki til að dreifa, í þriðja lagi eru geymarnir að Klöpp ekki stærri en svo, að þeir eru ein- göngu miðaðir við notkun íslend- inga sjálfra og í fjórða lagi er það augljöst, að félag, sem er rík- isfyrirtæki að hálfu, myndi ekki leggja út í slíkt, enda hefir A. P. mjög vinsamlegt samband við aÖrar þjóðir, svo sem aðalflugfé- iag Þýzkalands. Þess ,skal getið, að leyfi það, sem B. P. fékk í vetur til að leigja lóð og reiisa geyma hér.var eingöngu bygt á skriflegu lof- orði, sem Magnús Guðmundsson hafði gefið 1925, er hann var at- vinnumálaráðherra, löngu áður en „Shell“-félagið kom til sögunnar, en hann hafði eftir að það félag byrjaði hér, dregið að gefa B. P. formlegt leyfisbréf. Héðinn Valdimarsson. Frá bæjarstjórnarfundi í fyrrádag. Á bæjarstjómarfundinum ífyrra dag mættu hinir nýkjörnu full- trúar í fyrsta skifti. Á fundinum var lítið annað gert en að kjósa forseta, varaforseta, ritara og í nefndir. Kjörnir voru: Forseti: Guðm. Ásbjörnsson. Varaforseti Pétur Halldórsison, Skrifarar (2): Sig. Jónasson, Hall- gr. Benediktsson. Fjárhagsnefnd (4): Jón Ól., P. Halld., St. J. St, Þ. Sv. Fasteignanefnd (4): Jón Ásbj., Th. Líndal, Ág. Jós., M. Kjaran. Fátœkranefnd (4): Hallgr. Ben., Guðr. Jónáss., Ág. Jós., Jón Ól. Byggingarnefnd (2 innan bæj- arstjórnar): Guðm. Ásb., Kj. ÓI. (2 utan bæjaxstjórnar): Kristinn Sv„ Þorl. Ófeigsson. Veganefnd (4): Guðm. Ásbj„ Ágúst Jós„ Jón Ásbj., Guðr. Jónass. Brunamála- nefnd (3): Þ. Sv„ Kjaran, Kjart. Ól. Hafnamefnd (2 innan bæjar- stjórnaá): Jón Ól„ Har. Guðm. (1 úr sjómannastétt): Geir Sig- urðssön. (1 úr kaupmannastétt): Ólafur Johnsen. Vatnsnefnd (4): Hallgr. Ben„ Guðr. Jónass., Ól. Fr„ Kjaran. Gasnefnd (4): St. J. St„ Hallgr. Ben„ P. Halld., Kjar- an. Rafmagnsstjóm (4): Sig. Jón- ass„ P. Halld., Þ. Sv„ Th. Lín- dal. Bœjdrlaganefnd (5); St. J. St„ Sig. Jónass., Borgarstj., Jón Ás„ Þ. Sv. Farsóttahássnefnd (3): Ágúst Jós„ Þ. Sv„ Borgarstj. Al- pýðubókasafnsnefnd (3): Borgstj., Guðm. Ásbj„ Ól. Friðr. Sóttvarn- arnefnd (1): Jón Ólafsson. Heil- brigðisnefnd (1): Þórður Sveins- son. Verðlagsskrámefnd (1): Ein- ar Helgason. Stjórn ftskimanna- sjóðs (1): Jón Ólafsson. Stjórn Aldamótagarða (1) ÞórÖur Sveins- son. Stjórn ípróttavallar (1): Magnús Kjaran. Skólabyggingar- nefnd (5): Ól. Fr„ Kj. Ól„ Borg- arstj., J. Ásb., P. Halld. Húsncáð- isnefnd: St. J. St„ Sig. Jónasson, Jón Ásbjörnsson, Jón Ól„ Pétur Halldórsson. Verkefni hennar er að athuga húsnæðismálið og koma með tillögur um það og kynna sér ástand leiguíbúða og húsaleigu í bænum. Þrautaráð „Morgunblaðsins44 Morguriblaðið segir í gær, að „mikils metinn lögfræðingur", sem fenginn var til að ranmsaka fyrirbomulag Skerjafjarðarfélags- ins hér, „hafi ekkert að félags- skapnum íundið". Þetta eru furðanlega ósvífin ó- sannindi. Lögfræðingurinn benti þvert á móti á atriði, sem eru alls ólög- leg, og fann ýmislegt að fyrir- komulagi félagsins og rekstri. Skýrsla hams til stjórnarinnar sannar þetta; verður hennar getið nánar síðar. Það er jafnan þrautaráð óhlut- vandra manna, að grípa til ósann-' inda og rógburðar um óviðkom- andi menn, þegar þeir gefa upp von;ir vegna bersýnilega ills málsstaðar. S®gssirHFkluniiB« Á bæjarstjórnarfundi í' fyrra dag bar Sigurður Jónasson fram fyrirspurn til borgarstjóra um, hvort bærinn hefði gert nokkrar ráðstafanir til að eignast eða fá umráð yfir vatnsréttindum í Sog- inu, er nægja myndu til virkj- unar 15—30 þús. hestafla raf- stöðvar eða stærri. Hafði borgar- stjóra áður verið falið að leita samninga við eigendur vatnsrétt- inda í Soginu, en ekkert komið fram opinberlega um árangurinn. Taldi Sigurður aiðalorsökina til þessarar fyrirspurnar vera þá, að óhjákvæmilegt væri nú orðið að bærinn afli sér mikið meiri raf- orku, þar sem Elliðaárstöðin sé nú þegar orðin alt of lítil, og lægi beinast við að bærinn reisti sjálfur rafveitu við Sogið. Við- kunnanlegast væri þvi og máske einnig hagkvæmast, að bærinn leiti kaupa á nauðsynlegum vatnsréttindum í Soginu, þótt telja yrði víst, að bærinn myndi fá tekin eignamámi næg vatns- réttindi til virkjunar í hvert skifti. Jafnframt væri æskilegt að vita með hvaða kjörum og skilyrðum myndu fást afnot vatnsréttinda ríkisins í Soginu, ef bærinn þyrfti á að halda. Borgarstjóri upplýstr, að litlar samningatilraunir hefðu verið gerðar við eigendur vatns- réttinda og engan árangur borið, enda dró borgarstjóri í efa pörf, virkjuimr og lét í Ijós pá skoðun sína, dð bærinn œtti ekki að virkja Sogið, en vildi heldur. treysta því, að norska fossafé- lagið Titan tdki hér til storfa og taldj, dð pá myndi bærinn fá rtíf- orku frá pvi. S. J. mótmælti því, að ekki væri þörf á að bærinn virkjaði; sagði hann, að þörf bæjarbúa fyrir meiri raforku væri orðin mjög knýjandi; allir vissu, að ekkertj myndi verða úr virkjun Titanfé- lagsins, enda ekkert betra að kaupa raforkuna af þessu útlenda félagi en að bærinn sjálfur fram- leiði hana — að líkindum engu dýrari. Titanvirkjuninni væri að eins hampað til að tefja fyrir því, að bærinn virkjaði. Bar S. J. síðan fram tillögu um, að bæj- arstjórniin fæli borgarstjóra að leita samninga um kaup á vatns- réttindum í Soginu fyrir bæinii og jafnframt að grenslast fyrir um, með hvaða kjörum afnof vatnsréttfnjda ríkisins myndu fást, ef bærinjn kynni að þurfa þeirra með til virkjunar. Borgarstjóril stakk upp á að vísa tillögunni' ftil rafmagnsstjómar, og var þaðS' samþykt. KoIa-'vei*kSöIliii í BandaríklimDm. --- NL' Um tildrögin til þessara verk- falla getur Mr. Manly þessa: Fyrir fjórum árum féllust at- vinnurekendur á þeim kolanámu- svæðum, þar sem koianámumenn /tafa með sér skipulagsbundinn félagsskap, á samning um að daglaun skyldu vera doll. 7,50.: Samninginn féllust þeir á fyrir tilstilli Hoover’s verzlunarráðherrai og átti samningurinn að gilda þangað til i aprílmánuði 1927. Samningur þessi um grundvallar- iaunastiga kolanámumanna er, kenidur við borgina Jacksonville í Florida. En eftir missini rauf „The Gon- soílidation Coal Company", sem verkfailsmenn segja að hlíti boðí og banni Rockefellers, þenna samning, og bar því við, að það- gæti eigi goldið þessi laun og jafnframt kept við kolanámurn- 3r í Kentucky og West Virginia, en þar hafa námumenn víðast ekki með sér skipulagsbundinn félagsskap og vinna fyrir lág laun. Lækkaði félagið daglaun inlður í Idoll. 5,00, Ári síðar ger'ðí stærsta kolanámufélag Bandaríkj- anna hið sama, „The Pittsburgh Coal Go.“ Verkamenn þess félags,. tuttugu þúsurid að töiu, hófu verkfall. Þ. 18. febrúar voru uia 29 mánuðir síðan þeir hófu verk- fallið. Sáttafundur var háldinn I Miami í FJorida og héldu at- -/

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.