Vísir - 09.09.1913, Blaðsíða 1

Vísir - 09.09.1913, Blaðsíða 1
\1 727 Qstar bestir ug ódýrastir í verslun Einars Árnasonar. Stimpla og Innsiglismerki útvegar afgr. Vísis. Sýnishorn liggja frammi. K «emur út alla daga. — Sími 400. 25 blöö (frá 24. ág.) kosta á afgr. 50 aura. Skrifstofa í Hafnarstræti 20. (uppi), Afgrá Hafnarstræti 20. kl. 11-3 og 4-6. Send út um land 60 au,—Einst blöð 3 au. opin kl. 12-3. Sími 400. Þriðjud. 9. sept. 1913. Háflóðkl. 12,6‘árd. og kl. 12,54“ síðd. Afmœli. Árni Einarsson, kaupmaður. Engilbert Einarsson, kaupmaður. öfsii J. Ólafsson, símastjóri. Guðm. Hannesson, prófessor. Ounnar Þorbjörnsson, kaupm. Sveinbjörn Björnsson, skáld. Frú Ellen Sveinsson. Fró Oeirþrúður Zoega. Frú Guðrún Benediktsdóttir. 9 A morgun: Pðstáœtlun. Álftanesspóstur kemur og fer. Keflavíkurpóstur kemur. Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer. að hvergi fást betr! nje ódýrari fyiir konur og karla en hjá Mikið úrval nýkomið, Bíój Biografteater Reykjavíkur Ú. 10. 11. og 12. sept.: Willy og hundur hans. Lifandi frjettablað. Ætíð nýungar frá útlöndum. Barn þjófsins: Aðalhlutverkið leikur Maurice Costello. Lðgreglunnl skjáflast. Leikið af Max Linder. Taumlaust gaman. | tftktstur fást venjulega tilbúnar B á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og II gæöi undir dómi almennings. — Imb Sfmi 93. — Helgi Helgason. h]á Fallegustu líkkisturnar fást mjer—altaf nægar birgð- ir fyrirliggjandi — ennfr. lik- klæði (einnig úr silki) og lík- kistuskraut. Eyvindur Árnason. UR BÆNUM. Eggert Óiafsson, botnvörpu skipið, er nýkominn að norðan úi síldarveiðinni. Hafði aflað 5 45C tunnxir. Ceres fór til útlanda í gærkveldi. Meöal farþega voru: Sig. Júl. Jó- hannesson læknir og Bjarni John- sen lögfræöingur til Vesturheims, Brilleuin ræðismaður, Ólafur G. Eyólfsson skólastjóri, M. Magnús læknir, Georg Ólafsson cand., Egg- ert Stefánsson söngmaður, ungfrú Guðrún Hafliðadóttir, Emilía Lárus- dóttir, Sigurlaug Lárusdóttir, Frú Trolle, Debell, Cleary, Spencer og margir aðrir útlendingar. Til Vest- manneya fóru Karl Einarsson sýslu- njaöur, Halldór Gunnlaugsson lækn- ir og sjera Friðrik Friðriksson snðggva ferð. Salarnahreinsunarmálin voru dæmd f yfirrjetti í gær. Undirdóm- arair rtaðfestir. [Málshefjendur greiði hreinsunargjaldið og 20 kr. í máls- kostnað hver.j Drekkið Egilsmjöð og Malt- extrakt frá innlendu ölgerðinni >AgIi Skallagrímssyni«. Ölið mælir með sjer sjálft. Sími 390. Hugrenningar. Á pöllunum: Jeg kom forðum alþing á, — er öldungurinn liföi mæti, — atkvæði greiddu þingmenn þá, með því að stknda upp úr sæti. / salnum: f þingsköpunum okkar er, ein sú greinin hinum fremri, »atkvæði greiða öllum ber, með endalypting hátíðlegri.« II. Kaupmannahöfn. Danastjórn telur fánamálið sameiginlegt mál. Akureyri í dag. Síldveiði hefur farið þverrandi síðustu daga þar til í gær og fyrra- dag að 4 skip hlóðu sig í moksíld austur af Langanesi og nú eru mörg skip farin þangað austur. Aflinn til þessa orðinn 183 þús. tunnur. Þurkur góður. Þorskveiði í rjenun. Fártinn felldur f Ed. f gær, um hádegi, bar það til á alþingi voru, að frumvarpið um ís- Ienskan fána var fellt í Ed. við 3. umr. með rökstuddri dagskrá, með 7 atkv. gegn 6. — Hafð' sr. Sig- urður úr Vigur gerst liðhlaupi á síðustu stundu. Lög frá Alþingi. 26. Lög um samþykt á lanásreikn- ingnum fyrir árin 1910 og 1911. [Tekjur hafa orðið samtals kr. 4 022 376,19 eða kr. 1 095 846,19 fram yfir áætlun, en útgjöld kr. 3 600 067,51 eða kr. 605 627,18 fram yfir áætlun.j 27. Fjáraukalög fyrir árín 1910 og 1911. [Þar eru veittar um fram fjárlög kr. 140 451,47. Eru þar fyrst tald- ar kr. 2 750,20 til skrifstofukostn- aðar f Stjórnarráðinu og síðast kr. 4 500,00 til miiliþinganefndar í fjármálum landsins.] 27. Lög um heimild til að veila einkarjett til þess að vinna salt o. fl. úr sjð. 1. gr Ráðherra íslands veitistheim- ild til að veita Páli Júlíusi Torfasyni f Reykjavík einkarjett um 30 ár til að vinna salt og fleiri efni úr sjó, hvort heldur með fossafli, gufu eða rafmagni, með þeim skilyrðum, er lög þessi setja. 28. Lög um lögreglusamþykt og byggingarsamþykt fyrir Vestmanna- eyjasýslu. 1. gr. Fyrir Vestmanneyjasýslu eða hluta hennar má gjöra Iög- reglusamþykt og byggingarsamþykt. Semur sýslunefnd frumvarp til hvorr- ar samþyktar fyrir sig, og sendir stjórnarráðinu, er staðfestir frum- varpið eða synjar því staðfestingar. Nú er frumvarpi synjað staðfest- ingar, og leggur stjórnarráðið þá málið af nýju fyrir sýslunefnd, með leiðbeining um, hverjar breyt- ingar þurfi að gera, til þess að frumvarpið verði staðfest. FRii ðTLÖNDUMB Prestur f þjónustu ástar- guðsins. Sjera Jóhann Gunn, sem er prestur í endurskírendakirkju í New- York, hefur látið. smíða við htið skrúðhússins í kirkju sinni úthýsi, þar sem ungir piltar og stúlkur geta kynnst og mælt sjer mót. Prestur lítur svo á, að þar sem fjöldi af ungu fólki hafi ekki tæki- færi nje stað til að kynnast og finnast í næði, sje það óskiljanlegt, að kirkjan, sem skírir oss, staðfest- ir og giftir, skuli ekki greiða hjört- unum leið til þess að hitta hvert annað. Maddama prestsins hjálpar fólki til þess að kynnast í þessari stefnumótastofu kirkjunnar og hefur þar kvikmyndasýningu með fögrum og áhrifamiklum rnyndum, til þess að undirbúa hin ungu hjörtu og gera þau móttækileg fyrir áhrif Langbesti augl.staður í bænum. Augh sje skilað fyrirkl. 6 daginn fyrir birtingu. \ ástarinnar. Sjáífsagt fær sjera Jó- hann trúrra þjóna verðlaun fyrir þetta kærleiksverk sitt! Síórbófafjelag. Þann 13. f. m. voru höndum teknir í Hamborg 3 stórbófar, Wo- chenfuss rúðufægjari og 2 geðveikra hjúkrunarmenn, er stolið hafa vör- um með innbrotsþjófnaði, er þeir hafa framið meira en 50 sinnum í Hamborg og Berlín, en auk þess stolið alloft í Wien. Þessar stolnu vörur eru um 100 þús. ríkismarka virði. Bófarnir höfðu leigt m6rg hús í Hamborg og Wannsee, þar sem þeir geymdu þýfið, og grun- ur er á að það sje falið víðar en ennþá er kunnugt. Wockenfuss þessi var nýskroppinn úr tukthúsinu eftir 7 ára vist þar fyrir þjófnað, og hefur hann síðan auk vöruþjófnað- ar þessa einn síns liðs stolið úr nokkrum póstkössum og notað brjefin til þess að komá fratn ýms- um svikurn og þrengja mönnum til fjárútláta. Voðalegt upphlaup í fangelsi. Sing-Sing fangelsið í New-York ríki í Vesturheimi er eitthvertalkunn- asta eða rjettara sagt alræmdasta tukthús heimsins. Þar eru 14DÖ fangar og hefur í heimsblöðunum orðið tíðrætt um, við hve íll kjör og aðbúnað þeir ættu að búa þar. Ástandið hefur lengi verið ískyggi- legt. Fangarnir hafa myndað með sjer mörg leynifjelög all stór og í raun og. veru ráðið öllu í fangels- inu. Af því ástandið var slíkt og fangelsið þar á ofan meir en fult, skipaði Sulzer ríkisstjóri svo fyrir, að flytja skyldi alla þá fanga, er uppvöðslumestir væru og mestu rjeðu, burt þaðan og setja þá í AuburnTangelsið. Þessum flutningi mótmæltu fang- arnir í einu hljóði. Þeir vildu ekki missa fjelaga sína og leiðtoga. Þeir gerðu þá alt sem í þeirra valdi stóð til þess að afstýra þessu og fengu hinn íllræmda Tammany-flokk í lið með sjer. Sá heitir Murphy, er mestu ræð- ur í Tammany-flokknum, enda er hann talinn einhver voldugasti mað- ur í heimi. Sem stjórnmálamaður svífst hann einskis og á kjördegi eru glæpamenn allir á hans bandi, enda Iætur hann ekkert ógert tii þess að fá fylgi þeirra. Tammany- glæpamaður er meira verður þá en hver óbreyttur borgari, því slíka bófa má altaf fá til þess að greiða atkvæði á 20—30 kjörstöðvum sama dag, en góður borgari greiðir að- eins 1 atkvæði. Murphy tók því að sjer mál fang- annaog fjekk fjármálaráðherrann, sem hann hefur alveg á valdi sínu, til þess að neita útborgun á fje til flutningsins. Ríkisstjórinn fjekk hon- um samt framgengt þannig, að hann

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.