Alþýðublaðið - 02.04.1928, Síða 2

Alþýðublaðið - 02.04.1928, Síða 2
jftiEÞ, VÐUB13AÐIÐ !ALÞÝÐUBLAÐIÐ ; kemur út á hverjum virkum degi. , ---- . . = -----------.... = I Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við ^ Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. < Skrifstofa á sama stað opin kl. 9»/*—10»/» árd. og ki. 8—9 síðd. • Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ; (skrifstofan). < Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á : mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 ^ hver mm. eindálka. : Prentsmiðja: Alpýðupre'ntsmi5jan J (i sama húsi, sömu simar). Harðæri hjá Mogga. Góðæri er nú til lands og sjáv- ar, en samt sem áður er ærið hart í.búi hjá veslings „Mgbl.f Hefir blaðið sér eigi annað til næringar en ósaitnindi, er það tönnlast á dag eftir dag. Þarf meira rúm en Alþbl. hefir yfir að ráða til þess að tína til og reka ofan í „Mgbl.“-ritstjórana öll þeirra ósannindi og allar þeirra blekkingar, þvf að þeirra tala er legíó. Nýlega hélt „Mgbl.“ fram þeirri lygi, að kolatollurinn kæmi harð- ast niður á verkamönnum og að Jón Ólafsson hefði af einskærri umhyggju fyrir þeim borið fram lækkunartillögur sínar. Þegar svo Alþbl. hefir gert „Mgbl.“ hlægi- legt fyrir ósvífni þess og ein- feldni, gripur það til þess óynd- isúrræðrs að bera fram fyrir al- menning þá bamalegu blekkingu, að skattahækkunin, sem Héðinn flutti, komi hart niður á almenn- ingi. Þó að „Mgbl.“-ritstjóramir séu ekki færari í reikningi en sýnt skal hér á eftir, þá skal ekki að óreyndu efast um, að þeir geti talið þá verkamenn hér í borg- inni, sem hafa 4000 kr. árslaun eða meira, en á öðrum kemur ekki skatthækkunin niður. Þá reynír „Moggi“ að verja blékkingar sínar um eyðslu stjórnarinnar, og má segja, að það takist ekki betur en vænta mátti. Komast ritstjórarnir að þeirri niðurstöðu, að Stefán Jóh. Stefánsson og aðstoðarmaður hans hafi fengíð 50 kr. á dag í Patreksfjarðarför sinni og „alt frítt". Nú er það svo ómenguð lygi, sem það getur verið, að þeir hafi fengið ferðakostnað greiddan um fram 700 krönurnar: Athugum svo, hversu blaðið sreiknar. Þeir St. Jóh. St. voru 9 Idaga í ferðinni og fengu samtals 700 kr. Verða það tæpar 39 kr. á dag — og af þeim 39 kr. þurfa þeir að kosta sig að öllu leytá.* Virðast „Mgbl.“-ritstjórarnir hafa lært reikning hjá Jóni Þor- lákssyni, er fann það út, að 5 ainnum 19 sé 85. Væri nauð- Bynlegt fyrir ritstjórana að Iáta einhvem af söludrengjum sínum aðstoða sig, þá er þeir þurfa að (deila eða margfalda með tveimur itölum. Alþingi Efri deild. á laugardaginn. Samþ. var við síðari umræðu tillagan um skipun milliþinga- nefndar í tolla- og skatta-löggjöf landsins, en til 3. umr. var vis- að frv. um breytiugar á hegning- arlögunum og frv. um að heim- ila Landsbankanum að gefa út nýja flokfca bankavaxtabréfa. Þá komu fjárlögin til annarar um- ræðu, og var um þau þjarkað það, sem eftir var af deginum og fram á kvöld, að undanteknum þeim tíma, sem fór til þess að samþykkja hvildartimalögin, osem urðu að lögum á laugar- daginn; voru þau samþykt gegn atkv. viðstaddra íhaldsraanna. Þó frv. sé nú orðið að lögum, þykir rétt að minnast hér lítiö eitt á hina hneykslanlegu fram<- komu íhaLdsins í málinu, og er hér þvi birtur útdráttur úr nefnd- aráliti því, er þeir Jóhann Jósefs- son og Ólafur Thors skiluðu, er málið var fyrir n. d. „Það er alkunna, að útgerðin stendur nú svo höllum fæti, að mjög varhugavert verður að telj- ast að leggja á hana nýja hagga.i Mínni hlutinn telur líklegt, -’að hvíld sú, er sjómenn nú hafa, sé það mikil, að ekki sé þesis að vænta, að af aukinni hvíld Leiði meiri vinnu á sama tíma. Það yrði því óhjákvæmileg afleiðing af iögfestingu 8 stunda minstrar hvíldar, að sjómenn yrðu sjálfir að greiða hina auknu hviid með lækkun kaupsinis, en það telur minni hlutinn óvíst og jafnvel ólíklegt, að sjómenn vilji. Það er ekki upplýst í málinu, að sjómenn þarfnist þess hvílidiar- auka, sem nú er farið fram á. Atvinnurekstri þeim, er hér ræðir um, er venjulega þainnig hagað,- að stundaðar eru saltfisksveiðax um 3 mánuði ársinis, en ísfisks- veiðar 6—7 mánuði, og eru salt- fisksveiðarnar aðaiiannirnaT og hvild sjómannanna venjiulega. minst þá mániuðina. En þó er það svo, að jafnvel þennan anma- tíma njóta sjómeinin mikliu lengri hvíldar en 6 tíma á sólarhring að meðaltali, því auk þeirrar hvíl dar í hverri veiðiför, er þeir fá meðan skipin sigla úr og í höfn — en til þess fara 20 tím- ar til 3 sólarhringar — eiga sjó- menn ailgert frí meðan skipin eru affermd og fermd. Og loks er þess að geta, sem mestu varðar, að undantekningarlítið njóta sjó- merm mikiillar hvíldar á annatím- anum fyrir það, að veiði verður eigi stunduð sakir óveðurs. Þessu til sönnunar skal á það bent, að verði veiði stunduð samfieytt á vertíð, varir veiðiförin að eins 5 —6 daga, en svo miMar eru frá- tafir, að venjan er sú, að sjalldn- ast koma skipin tiðar í höfn en á 10—16 daga fresti. Um, þann tíma ársiifns, isem ís- Sisksveiðar eru stundaðar, er ó- þarft að fjölyrða. Veiðiförin, að meðtaldri siglingu milli landa, vahir venjnlega 4 vikur. Aflist vel, er hægt ;að fylla skiipin á 4 dög- um, þótt hitt sé tíðast, að saikir gæftaleysis og aflatregðu gangi ta þess 10—14 dagar, en nokkru lengni tími til siglinga og dvalar í höfnum. Menn geta því fyillílega treyst því, að sjómönnunum verðí ekká ofboðið með vinnu þennan tíma ársins, enda mun tæplega nokkur manna þeirra, er hlut eiga að máli, halda því fram. Tál frekari skýringar skal þess getið, að það er venja, að með- an sklipin sigla milli landa, fái nokkur hluti háseta landvistar- ieyfii, en halda þó fullu kaupi.i. Miinni hlutinn viðurkennir fylli- lega óvenjulegt atgervi íslenzkra sjómanna, en hver og einn, sem séð hefiir þann hóp, getur gengið úr skugga um, að mönnum þess- um hefir til þes'sa ekki verið of- bodid með vinnunni, enda þótt enginn gangi þess dulinin, að oft er vinna þeirra óvenjulega löng og ströng. Síðan í fyrra hafa hvorki kom- ið fram nýjar upplýsingar I mál- inw né aðstaðan til þess breyzt, og getur því minni hlutinn gert framanskráð rök að sínum, en vill hæta þessu við: Á botnvörpungunum vinna nú alt að 32 menn, er lög þessi ná tiil. Verði daglegur vinnutími styttur um 2 tíma, nemur það alt að 64 vinnutímum á dag, er jafngilda myndi 4 manna vininu. Ef nú hægt væri að fjölga mönn- um á skiipunum, svo að jafn- margir gengju að verki, þegar afli herst að og nú er, myndi kostn- aður sá, er af hvíldaraukanum leiðir á vertíö, nema um 1200 kr. á mánuði á hvert hinna stærri skipa. Eru gjöld þau aliþungbær, en hitt þó verra, að sakir rúm- leysiis er ómögulegt að fjölga mönnum á skipunum frá því, sem nú er, en af því leiðir aflatjón, 'er œtla má að nemi tvöföldu til preföldu mannakaupinu. Því vita- skuld eru ýmsir meginútgjaldalið- ir útgerðarinnar óháðir aflabrögð- um. Hér er því um að ræða talsvert hagsmunamál útgerðarinnar, og er þess að vænta, að bændur hindi henni ekki bagga að nauð- syn'jalausu. En það skal fullyrt, að uní nauðsyn hvíldaraukan's er að minsta kosti alt ósannað. Minni hl. og enda sumir af meiri hl. hafa fengið þrenskonar svör hjá þeim, er við lögin hafa búið: a. Hvíldaraukinn er hvorki nauðsynlegur né æskilegur. Við viljum ekki missa nokkurn hluta aukaþóknunarinnar vegna skifta í fleiri staði að nauðsynjailauisu. h. Hvíldaraukinn er að vísu ekki nauðsynlegur, en æskilegur. c. Hann er nauðsynlegur. Slík ummæli sanna ekki nauð- synina. Frekar hið gagnstæða. Eða mundi ekki innan allra stétta fjölmennur hópur, sem teldi stytl- ing vinnutímans ýmist æskilegan eöa nauðsynlegan ? Sé leitað umsagnar þess aðilja, sem best ætti að vera dómbær og minsta freistingu að hafa til hlut- drægni — skipstjóra —, er svarið altaf eitt: Lögboðinn hvíldaraukl er óþarfur. Hitt er ekki nema eðlilegt, aði þeir, sem bæði hafa áhuga fyrin og framfæri af því að halda á lofti kröfum sjómanna, þurfi1 að sýna uppskeru og vilji því gjam- an láta lögfesta ýmislegt, sem meiri hluti skjólstæðinganna telur ýmist æskilegt eða nauðsynlegt. En löggjafanum er sízt ofraun að skilja, að valt er að treysta stað-* hæfingum þeirra, sem hvorki vinna verkið né greiða fyrir þaðs en eiga þó sérstakra sérhagsmuna að gæta. Áður en 6 tíma hvíldin var lög- fest, var hún upp tekin og þótti vel gefast. Þá létu hyggnir skip- stjórar dóm reynslunnar markat stefnuna, og svo mun enn verða. Ef 8 tíma hvíldin er nauðsynleg, verður hún tekin upp án löghoðs. Þótt undarlegt megi virðast, verður vart þess misskilnings, að lögfesting 6 tíma minstu hvíldar lögbjóði um leið 18 stuntía vinnu.: Þetta er auðvitað alrangt, enda eru það að eins fáir dagar ársins, sem vinnan er 18 tímar. Um hití væri óhugsandi, að deilt væri, hvort sá, er til þessa hefði dag- lega unnið 18 tíma, skyldi nú lög- verndaður gegn mleir en 16 tíma vinnu, og mundi enginin sá, el5 teldi slíkan vinnutíma við al- menningshæfi. Alþingi, 21. febr. 1928. Ólafur Thors, fxsmt Jóhann Þ. Jósefsison. \ Pundur stóð á laugardagskvöld’ til kl. 1; var þá lokið atkvæða- greiðslu við aðra umræðu fjár- laganna. Hafði gjaldaliður þeirra þá hæfckáð um 48 þúsund krón- ur. Voru sett inn á fjárlögin 15 þús. kr. til Stykkishólmsvegar og 12 þús. kr. til Laugadalsvegar og, fjöldi af námsstyrkjum. Aftur var feld út af fjárlögunum hækkunin til Kjalarnessvegar (10 þús.), sauðnautin (20), styrkur til Slát- urfélags Suðurlands, styrkurinn tíl Kamhans, til Stefáns frá Hvíta- dal og Guðm. Bárðarsonar. a. Neðri deild. Þar gerðist á laugardaginn það, er nú skal greina:'j Frv. um söfnun atvdnnuleysis- skýrsla í kaupistöðum, fjórum isinnum á ári, var afgreitt til e. dl og fxv. um bæjarstjórn '5 Nes- kaupstað í Norðfirði endursent e. d. Frv. um íriðun Þingvalla og um Menningarsjóð var báðum. vísað til 3. umr. Þvi var bætt í Menningarsjóðsfrv., að tillögun mentamálanefndar, að aí þeim’

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.