Vísir - 03.07.1914, Síða 1

Vísir - 03.07.1914, Síða 1
 Besta verslunin í bænum hefur síma Fosiud. 3. júSí 1914. Háfi. kl. 1,8’ árd.ogkl. 1,44’síðd. ——m ■ — Sameinað þing heldur fund í dag kl. 11. Rannsökuð kjörbrjef þingrnannanna fjögurra, sem síðast komu. Dagskrá E.d. Alþingis í dag (kl. 1 síðd.). 1. Frv. t. I. um breyting á lögum um skrásetning skipa frá 13. des. 1895 (stj.frv.); 1. umr. 2. Frv. t. I. um breytingar á ákvæð- urn siglingalaganna 22. nóv. 1913 um árekslur skipa (stj.frv.); 1 umr. 3. Frv. 1.1. um sjóvátrygging(stj.frv.); 1. umr. 4. Frv. t. 1. um varnarþing í einka- málum (stj.frv.); 1. umr. Tiifaga til þingsályktunar um íslenska fán- ann. Flutningsmenn; Skúli Tliorodd- sen, Bjarni Jónsson frá Vogi, Bene- dikt Sveinsson, Jón Jónsson, Björn Kristjánsson, Sigurður Eggerz. Neðri deild ályktar, að skipa sjö rnanna nefnd til að íhuga fánamáiið og koma fram með tillögur, er að ag því lúta. Ol $ Ö R BÆHUM Óhæfilegí atferli. í gær bar svo við, við jarðar- í'ör Finsens verslunarmanns er lík- fylgdin fór um Vonarstræti fram hjá bifreiðarskúrnum sem þar er, að bifreið ein kom frá skúrnum afturábak á líkfylgdina og stefndi á líkvagninn, varð hún ekki stöðvuð fyr en eftir hróp og köll, og munaði ekki nema um tveim álnum að ekki rækist bif- reiðin á líkvagninn. Hinir nánustu hins látna sem mest urðu fyrir bifreiðinni urðu felmtraðir og hrukku til hliðar og vakti þetta hneyksli og gremju hjá öllum sem við voru. Er æskilegt bæði almennings vegna og jafnvel vegna sjálfra þeirra sem bifreiðarnar eiga að hart sje tekið á athæfi sem þessu. Númer ætti sem allra fyrst að setja á bifreiðar svo síður sje hætt við að bifreiðarstjórar skáki í því skjóli að þeir þekkist ekki. ---------Viðstaddur. „Flóra“ kom í gærmorgun norð- an og vestan urn land. Meðal farþega: Alþingismennirnir Jósep Björnsson, Magnús Pjetursson, Hákon Kristófersson og þorleif- Reykjavíkur byrjar í dag, föstudag 3. júlí, reglubundnar ferðir miili Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, þannig að bifreiðin fer fyrst um sinn að forfallalausu annanhvorn klukkutíma: frá Reykjavík kl. 8, 10, 12, 2, 4, 6 og 8, en frá Hafnarfirði kl. 9, 11, 1, 3, 5, 7 og 9. Farseðlar til Hafnarfjarðar eru seldir á skrifstofu fje- lagsins í Vonarstræti, en farseðlar til Reykjavíkur hjá Theodóru Sveinsdóttur í Hafnarfirði. Reykjavík 3. júlí. 1914. Stjórnin. ur Jónsson. Ennfremur D. Thom- sen konsúll, Bertelsen tóvinnu- vjelastjóri, Kr. Skagfjörð agent, Vilh. Knudsen, þ. Thorlacíus, sr. Jón í Stafafelli, Magnús Blöndal frá Stykkishólmi, Ólafur Jóhann- esson kaupm. á Patreksfirði, Sig. Sigurðsson læknir frá Búðardal, jgfr. Elín Hallgrímsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir og Lovísa Mark- úsdóttir, frá ísaf., sr. Halldór Bjarnason Presthólum, jgfr. Lára Lárusdóttir. o. fl. o. fl. Flóra fór í morgun. Meðal farþega voru : Mattías Einarsson læknir og frú, Mattías þórðarson fornmenjavörður og frú, Páll Ein- arsson borgarstjóri,Sigurður Hjör- leifsson læknir, frú Ásta Her- mannsson, ungfrú Ingibj. Brands, ungfrú Soffia Jónatansdóttir, Chr> Nielsen agent og Sig. Magnús- son læknir á Patreksfirði. Pálí Einarsyni frv. borgarstjóra hjer var gefið í gær af bæarbúum. gullúr ágætt og færði honum það nefnd mauna. Fylgdi ávarpsskjal með þökkum fyrir vel uunið starf. isS' m ’IFRÍ UTLÖNDUM |§§ Merkur lögmaður myriur í Kristjaníu. Morölnginn er stórkaupmaður. það bar til tíðinda í Kristjaníu 17. júní kl. 2 '|2, að einn hinna merkustu málfærslumanna þar í borg, Oskar Ström lögmað- ur, var skotinn þar þrem skamm- byssuskotum til bana. Sá er morðið framdi var A x e 1 Wi- b o r g stórkaupmaður og ísút- flutningastjóri. Frá atburði þessurn, er slegið hefur óhug miklum á alla Krist- janíubúa, er svo sagt, að menn sáu Wiborg stórkaupmann standa við húshorn eitt á Karl Jóhanns- götunni eins og ',hann væri að bíða einhvers. Rjett á eftir kom Ström út úr húsi þar hjá, sneri á leið til járnbrautartorgsins og hefur sennilega ætlað að fara eitt- hvað með fjarðarbátunum. þá hóf Wiborg marghleypu á loft og hleypti af á Ström 3 skotum. Tvö | hæfðu og hnje Ström niður. Menn þyrptust að, tóku hann og fluttu í sjúkrahúsið, en þar dó hann þegar. | Ungur lögregluþjónn rjeð á móti morðingjanum, — miðaði Wiborg fyrst á hann byssunni, en hætti við, rjetti b.onum vopn- ið og gafst upp. Var hann þeg- ar fluttur á lögreglustöðvarnar. Um orsakir til þessa háttalags Wiborgs vita menn það eitt, að þegar Wiborg skildi við konu í sína fyrir nokkru, tókst Ström að fá hann til að greiða henni 1500 kr. skaðabætur. Hófst út af því fjandskapur milli Wiborgs og Ström, er aldrei greri um heilt, eru og veröa æfinlega drýgst og best — átti Wiborg í höggi við ýmsa aðra málsmetandi menn, skrifaði um þá níðrit og var all óvæginn. Er jafnvel grunur á, að hann sje ekki með öllum mjalla, af ýmsu framferði hans að dæma. Wiborg er hátt á fimtugsaldri, —- var áð- ur glæsimenni kið mesta og stór- auðugur, en farlð að ganga af honum í seinni tíð. Oskar Ström, sá er myrtur var, erfæddur 1873, rúml. fertugur.— Haíði ágætis lögfræðispróf og afar- mikið orð á sjer sem einn hinna snjöllustu lögmanna Norðmanna. Kvæntur var hann og átti 4 börn hið elsta 12 ára. Vinsæll var hann og vel metinn í hvívetna, — þykir því mikill harmur að frá- falli hans. Slys. Eftir brjefi frá Húsavík 24. f. m. það slys vildi til á Laxamýri þann 16. þ. m. að Gunnar Jóns- son Sæmundssonar, vinnumaður þar druknaði í Laxá. þann dag var verið að setja niður laxa- kistur í fossana og voru menn að fara heim um kvöldið, og voru menn ferjaðir á prömmum úr fosshólmunum ofan við fossana. í seinasta prammanum voru 4 menn. Gunnar heitinn sat undir árum, en rjett um leið og þeir leggja frá landi, hrekkur ár- in upp úr ræðinu en við þá töf að koma árinni aftur í raeðið, hafði straumurinn drifið þá svo að ekki var hugsanlegt að ná austuryfir, en til sama lands hefði verið hægt að komast þó út í kast-streng væri komið, því dá- lítið lygnusvif kemur neðan við hólmann, sem þeir fóru úr, ofan við sjálfa fossbrúnina. En þegar Gunnar heitinn sá að þeir voru komnir í hættu, stökk hann út- úr prammanum með aðra árina, og sagði: „Við erum frá„ þá stökk Karl Sigurðsson út með hina ár- ina og gat einhvernveginn klórað sig upp í hólmann, þá var eftir Árni í Skógum við annan mann í prammanum og rennir harin sjer þá út, en sleppir ekki af prammanum og buslar fótun- um og annari hendi og náði með naumindum að landi í hólmann, sem er við sjálfa fossbrúnina, og bjargaði sjer og manninum, sem innanstokks var, en Gunnar heitinn sást þrisvar koma upp, seinast á fossbrúninni um leið og hann fór framaf, og síðan ekki, og er þó verið að leita, en allt árangurslaust.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.