Vísir - 05.07.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 05.07.1914, Blaðsíða 1
X'5'íS ! Besta verslunin í bænum hefur síma eru og verða æfinlega drýgst og best í "Jt ^hojti Rjóminn óviðjafnanlegi fsest daglega í Templarasundi 3. Sími 477. "^W Sunnud. 5. Júlf 1914. Háflóðkl.3,31' árd. og kl. 3,57' síöd. Á m o r g u n: Afmæli: Gísli Guðmundsson. gerlafr. Magnús Arnbjarnarson, lögfr. Magnús Stephensen, verslunarm. Pjeiui Ingimundarson. Póstáætlun: Ingólfur kemur frá Borgarnesi. BIO Úrvals gamanmyndir Reykjavíkur Biograph Theater Lan dslagsmyn di r frá nokkrum af hinum fegurstu stjöðum á jörðinni. Dýramyndir. Óvenju fagrar og skemtilegar. það eru fallegar og fræðandi myndir jafnt fyrir börn sem fullorðna og allir munu hafa skemtun af að sjá þær. (Nánar á götuaugl). ÆFING í knattspyrnufjelaginu Knöttur kl. 3 e. m. stundvíslega. STJÓRNIN. Úr bænum. í k v ö 1 d kl. 9 eiga menn kost á að sjá í annað og síðasta sinn hin margumtöluðu fyrirbrigði. Hail- dór jónasson mun flytja stutt inn- gangserindi er ásamt sýningunni mun vara um kl. tíma. Þeir er ætla að trygg]'» sjer sæti ættu ekki aö koma of seint. »S k á I h o 11« kom í morgun. Farþegar Kristinn Björnsson læknir '"eð fru og Olavsen fórstjóri Duus- verslunar. »G u s t a v F a I kc kom í morgun austan um land. Meðal farþega Olafur G. Eyjólfsson stórkaupmað- ur. ídómkirkjunni verður engin messugerð í dag en kl. 5 síðdegi heldur sjera Bjarni Jónsson almenna samkomu f húsi K. F. U. M. Kirkjusálmabók- in notuð. AUir velkomnir. Samsæti stúdenta frá 1899 var haldiö í fyrrakveld á Hotel Reykjavík. Hafði verið dregið svo lengi til að bíða eftir þátttakendum sem ókomnir voru. Aftur hjeldu stúdentar frá 1904 samsæti í gær- kveldi. Gefin saman í gærkveldi, Einar Guðmundsson sjómaður og ym. Pálfha Pálsdóttir á Grettisg 47. Guðm. Eggerz alþingis- maður hefur getið þess við Vísi aö hann sje ekki í sjálfstæðisflokkn- um þó hann hafi kosningasamband Vlð flokkinn. %\m}r]e^Hr. Kaupmannahöfn i gær. í gær andaðist Josepli F. Chamberlain ltt. hon. fyrrum raðherra Breta. Joseph Chamberlain var fæddur 8. júií 1836 í Lundúnum. Arin 1874—'76 var hann borgarstjóri í Birmingham en síðan var hann þingmaður fyrir Birmingham til 1900 og fylti frjálsynda flokk- inn. Verzlunarráðherra var hann 1880—'85. Hann fór úlr Gladstone- flokknum út af, írska málinu og gerðist einn aðal rnaður frjálslyndra sambandsmanna (Unionista). Þegar Salisbury tók við yfirráðherra- embættinu í júni 1895 varð Chamberlain nýlenduritari og gerðist einn af aðal hvatamönnum til ófriðarins gegn Búum, en 1903 slepti hann ritarastörfunum og dró sig eftir það í hljé. Hann bjó síðari árin í Lundúnum. Hann hefir ritað allmikið og er þar á meðal „Speeches on the irish question" og „Foreign and colonial speeches". Bandaríkin og Mexíkó hafa samið ðfrið, er í friarskilmál- nmim ákveðið að Huerta forseti í Mexík sleppi pegðar völdum og gengið sje til kosninga. Seyðisfirði i gær Botnvörpuskipið Báldur fann botnvörpuskipið Jón Forseta ósjálf- bjarga úti í hafi fyrir Austurlandi og dró hann inn á Norðfjörð í morgun. Vjelin hafði bilað. Vestmannaeyjum i gaer. ¦ Skálholt kom hingað kl. 10 i morgun. Miklar vörur. Fer þó líklega í kveld. Akureyri í gær. Á Pollinum er alltaf góður síldar og þorskafli. Köld veðrátta þessa dagana og eru menn hræddir um illa gras- sprettu. Nú gróður hjer eins og oft er í 8. viku sumars. Dularfullu fyrirbrigðin verða sýnd í Iðnó í kveld kl. 9. Síðasta tækifæri tll að sjá þessar stórmerkilegu myndir sem eru að verða heimsfrægar eftir því sem síðustu útlend blöð herma. íslenska myndin sýnd einnig. Jóh. Jóhannesson bæjar- fulltrúi skrifaði Vísi frá Leith (dags. 23. 6.) Ferðin gengið ágætlega. Nú er haldið til Málmhauga og Kristjanfu að skoða sýningarnar þar. Þá fer hann um Þýskaland og svo til Partsarborgar. Vísir skilar bjer með kærri kveðju frá honum til kunningja og vina hjer. F1 ó r a kom í gærmorgun til Vestmannaeyja. Hafði farið hjeðan fyrst til Hafnarfjarðar og svo til Keflavíkur og dvaldist þar um 8 tíma. Tók þar 65 tn. af lýsi og 600 tn. af hrognum. Mesti sægur með skipinu af fólki. Einum farþega taldist til að verið hefði töluvert á 3. hundrað manns. Fyrirspurn. Jeg hefi orðið uppvís að fádæma fáfræði og trggirni, og menn benda á mig og hlæja að mjer sem hverju öðru fífli. Hvað á jeg að gera. Staðan getur verið í veði? (Kennar) i. JjÓsiðíiðir uppskafningar myndu l^aa að klína ósómanum á pann sem komið hefði upp fáíræðinni, en það skait þú ekki, því með því missirðu ef til vill þa^ sem enn er eftir af virðingu fy•¦¦[' þjer. Þú skal; heldur gangast drengi'ega við yfirsjón þinni (þaö heldur þig enginn alvitran hvort sem er), þakk- aðu þeim sem leiðrjelti þig og þú munt hækka í melum hjá öllum góðum mðnnum.____________H. Efrídeildarfundur í gær. 1. Póstlagabreyting. Nefnd kosin; Júlíus Havsteen (form.). Karl Finnbogason. Magnús Pjetursson (skrifari). 2. Seðlaaukning íslands- banka. Nefnd kosin: Eiríkur Briem. Björn Þorláksson. Júlíus Havsteen. Kristinn Daníelsson. Steingrímur Jónsson. 3. Bifreiðar. Nefnd kosin: Júlíus Haveteen (form.). Guðm. Björnsson (skrifari). Guðmundur Ólafsson. Karl Finnbogason. Magnús Pjetursson. Enginn fundur verður í efri deild á morgun. Neðri deild. 3. fundur 4. júlí. 1. mál. Frv. til laga um spari- s j ó ð i (stj.frv.). Nefnd kosin: Sveinn Björnsson. Stefán Stefánsson, Eyf. Sigurður Gunnarsson. Mattías Ólafssoti. Guðmundur Hannesson. Magnús Kristjánsson. Guðm. Eggerz. Frv. vísað til 2. umr. 2. mál. Frv. til laga um sand- g r æ ð s 1 u (stj.frv,). Nefnd kosin: Sigurður Eggerz. Sigurður Sigurðsson. Hjörtur Snorrason. Þorleifur Jónsson. Jón Jónsson frá Hvanná. Fry. vísað til 2. umr. 3. mál. Frv. til laga umatvinnu viö vjelagæslu (stj.frv.). Nefnd kosin: Sveinn Björnsson. Mattías Ólafsson. Benedikt Sveinsson. Björn Hallsson. Guðmundur Hannesson. Frv. vísað|til 2. umr. (Frh. á 4. bls.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.