Vísir - 09.07.1914, Síða 1

Vísir - 09.07.1914, Síða 1
 Fimtud. 9. júlí 1914. $\o| gfSffiKí |$\o! mammwm THEATER. SbbhbbiíiI Sími 475. Hinn mikli kvikmynda sjónleikur | Paladsleikhússins. Mikill þýskursjónleikurí3 þáttum. Framúrskarandi vel leikinn. Aðalhlutverkiö leikur frægasta kvikmyndaleikkona Þýskalands 50V^en j Mynd þessi um ást, brostnar voniri og hverfandi gæfu er svomeist-| aralega vel leikin, að almenning- ur mun, eftir að hafa sjeð »Evu« kannast við það, að hjer er ekki aðeins um kvikmyndasjónleik að ræða, heldur um sannverulegan sjónleik sem mikið gildi hefur. Sýningin stendur yfir á aðra klukkustund og aðgöngumiðar kosta: Betri sæti tölusett 0,50. Almenn sæti 0,30. Pantið aðgöngumiða í síma leikhússins nr. 475. I íkKlstur fást venjulega tilbúnar á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og gæði undir dómi almennings. Sími 93. — Helgi Helgason. það tilkynnist vinum og vandamönnum, að jarðar- för Jóns litla sonar míns, fer fram n. k. föstudag kl. 117. frá heimili mínu Norðurstíg 5. Guðfinna Thorlacius. Dúnhreinsun. Maður eða kona sem kann 0] vill hreinsa dún, óskast nú þegar Afgr. v. á. Olgeir Friðgeirsson samgöngumálaráðunautur Miðstræti 10. Talsími 465. Venjulega heima 9V2—10V2 f- m. 4—5 e. m. Nordenskjöld lifir! Þess var getið í ýmsum blöðum í sumar, að sænski landkönnuður- inn og vísindamaðurinn, b a r ó n Erland N o r d e n s k j ö I d , hefði verið myrtur af Indíánum í Bolivíu. Fregnin var tekin eftir austurrísku blaði, G r o s s e s V o 1 k s b I a 11, er hafði söguna eftir krislniboða þaðan að sunnan. Nú er fregnin borin til baka með fullum rökum. Nordenskjöld fór fyrir nokkru frá Bolivíu og er kominn inn í frumskógana í Guyana, er tilheyrir Brasilíu, — er hann þar að rannsaka myrkvið þann hinn mikla, er þar er. Kona hans er með honum á ferðalaginu, hefur hún legið þar hætt í köldu- sótt, en var í bata er síðast frjett- ist. Erl. Nordenskjöld er 37 ára gam- all. Hann er sonur norðurfarans heinisfræga, Ad. E. Nordenskjölds, (1832—1901), er styrði »Vega«-leið- angrinum fyrir norðurströndum Asíu 1868—79, og fór í Grænlandsför o. fl. norðurferðir. Fr rannsóknar- þrá ókunnra svæða arfgeng í þeirri ætt, Otto Nordenskjöld frændi hans fór að leita suðurskautsins 1901 til 1903, en er síðan prófessor í landa- fræði viö Gautaborgarháskóla. Nordenskjöld sá er hjer raeðir um fór af stað í apríl í fyrra frá Sví- þjóð, með honum var kona hans og Svíar 2: Johnson og Berg. Leiðangurinn var gerður út til þess að grennslast um vilta Indíánakyn- þáttu í Bolivíu í Suður-Ameríku. Áður hafði Nordenskjöld farið rann- sóknarferðir bæöi þangað og til Patagóníu. « í mars í vor kom fregnin af Nordenskjöld. Skýrði hann þá sjálf- ur frá, að förunautur sinn Berg heíði verið myrtur af Indíánum, ep hinn, Johnson, var áöur snúinn við heim á leið vegna lasleika. Nordenskjöld heldur nú áfram með konu sinni einni og láta þau sjer ekkert fyrir brjósti brenna, — er hann maður harðvígur, ötull og fullhugi mikill, og nokkurnveginn má gera sjer í hugarlund að konu hans sje ekki fisjaö saman, er hún skirrist ekki við að fylgja manni sínum í slíka svaðilför. <Jrá Enginn þingfundur hefur ver- ið í efri deild þessa viku. Raunar komu deildarmenn saman í gær, en aðeins til þess að taka á móti þingskjölum. Enginn fundur verður heldur í e. d. í dag. Tillaga til þingsályktunar um birtingu fyr- irhugaðra löggjafarmála. Flutningsmaður: Guðmundur Hannesson. Neðri deild Alþingis skorar á landstjórnina, að hún gefi sveita- k stjórnum kost á, að ræða og gefa tillögur um þau atriði í ábúðarlög- gjöf, atvinnumálum og skattmálum, sem hún hefur í hyggju að leggja fyrir Alþingi. Frumvarp til viðaukalaga við tolllög nr. 54, 11. júlí 1911. Flutningsmaður: Sigurður Stef- ánsson. Auk sekta þeirra, sem ákveðnar eru í 8. gr. tolllaganna frá ll.júlí 1911, skal hver sá kaupmaður, sem uppvís verður að því, að hafa sagt rangt til um gjaldskyldar vörur, sem hann hefur innilutt eða veitt móttöku, eða gefið ranga yfirlýs- ing þar að lútandi, eða eigi skeytt því, að skýra lögreglustjóra fiá toll- skyldum vörum, er hann hefur inn- flutt eða tekið við, hafa fyrirgert verslunarleyfi sínu. Tillaga til þingsályktunar um fækkun sýslu- mannaembætta, Flutningsmaður: Guðmundur Hannesson. Neðrl deild alþingis skorar á landstjói-nina að taka til athugunar, hvort ejgi megi fækka sýslumanna- embættum, og ef svo virðist, leggja frumvarp til laga í.þá átt fyrir næsta alþingi. Ertndi lögð fram á lesirar- sal alþingis. 1. Þingmálafundargerð úr Árnes- sýslu. 2. Þingmálafundargerö úr Noröur-L ísafjarðarsýslu. 3. Þingmálafundargerð úr Dala- sýslu. 4. Áskor. frá fríkirkjusöfnuði Fróö- árhrepps til þingm. Snæfellinga um það, að frv. verði borið upp þess efnis, að tjeður söfn- uður verði sjerstakur söfnuður innan þjóðkirkjunnar. 5. Átta þingmálafundargeröir úr Eyjafjarðarsýslu. 6. Sjö þingmálafundargeröir úr Gullbringu- og Kjósarsýslum. 7. Þingmálafundargerð úr Stranda- sýslu. 8. Umsókn um launahækkun frá Lárusi Rist, kennara við gagn- fræðaskólann á Akureyri. 9. Þingmálafundargerð úr R.vík. 10. Umsókn frá Nikulási Vigfússyni, bónda á Núpi í Öxarfiröi, um að fá keypta ábýlisjörð sína. 11. Áskorun frá nokkrum bændum í Önundarfirði um, að alþingi samþykki viðauka við lög um beitutekju frá 1905. 12. Þingmálafundargerð frá Akureyri. 13. Þingniálafundargerð úr Seyðis- firði. 14. Þingmálafundargerð úr fsafiröi. 15. Tvær þingmálafundargerðir úr Austur-Skaftafellssýslu. Pantanir um bifreiðar &Ö eins gildar á skrifstof- unni. 16. Áskorun frá sýslunefnd Árnes- sýslu um að alþingi breyti lög- unum um bjargráðasjóð frá síð- asta þingi. 17. Þingmálafundargerð úr Mýra- sýslu. 18. Þingmálafundargerð úr Vest- mannaeyjum. 18. Umsókn Jónatans vitavarðar Jóns- sonar í Vestmannaeyjum um launahækkun. 20. Fimm þingmálafundargerðir trr Húnavatnssýslu. 21. Tvær þingmálafundageröir úr Suður-Þingeyjarsýslu. 22. Brjef frá oddvita Breiðavíkur- hrepps til þingm. Snæf. vsx bjargráð við hallærum. 23. Brjef frá borgarstjóra Reykjavíkur með tilmælum um, að þingmenn Reykvíkinga flytji á alþingi frv. til laga um breyting á bæjar- stjórnarlögunum í Reykjavík. 24. Brjef frá sama með tilmælum til sömu þingmanna um, að þeir flytji á alþingi frv. til laga um | mæling og skrásetning lóða og landa ílögsagnarumdæmi Reykja- víkur. 25. Brjef frá sýslunefnd Árnessýslu um viðhald flutningabrautarinu- ar frá Ingólfsfjalli að Þjórsár- brú. 26. Þingmálafundargerð úr Stykki*. hólmi. 27. Tvær þingmálafundargerðir úr Snæfellsnessýslu. 28. Brjef frá sýslunefnd Norður-ísa- fjarðarsýslu, þar sem skoraö er á þingm. kjördæmisins að hlut- ast til um það. að Amarness- viti verði gerður að blossvita. 29. Erindi frá Sigfúsi organleikara Einarssyni um 800 kr. styrk til utanfarar til þess að kynna sjer söng og organslált í útlöndum. 30. Brjef frá borgarstjóra Reykjavík- ur með tilmælum um, að þing- menn kjördæmisins gerist flutn- ingsmenn að frv. til laga um matá lóöum og löndum í Reykja- vfk. 31. Fitnm þingmálafundargerðir úr Skagafirði. 32. Brjef frá sýslunefnd Árnessýslu með tilmælum um, að þing- menn kjördæmisins hlutist til um, að hert verði á ákvæðum 17. gr. forðagæslulag g na.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.