Vísir - 09.07.1914, Blaðsíða 4

Vísir - 09.07.1914, Blaðsíða 4
V í S I R fyrir frekari framgang málsins að því sinni. „Er Ragna hafði lokið máli sínu hóf Hugi frásögn sína. Hlustuðu þau Ragna og sjera Arnaldur hugfanginn á frásögn hans. Ekkert minntist hann á Murg og lítið á hólmgöngu þeirra Akkúrs, því hann vildi ekki vekja geðshræðingu hjá Rögnu að óþörfu. Sagðist hann hyggja að Akkúr væri í Avignon, hefði málfærslumaður nokkur Basil að nafni, sagt sje að Akkúr hefði tekist að fá páfann til að dæma sjer í vil í málum þeirra. „það er ósannindi!“ sagðj sjera Arnaldur, „hinn heilagi fað- ir lofaði mjer því hátíðlega að enginn dómur skyldi falla í þessu máli fyrr en málið væri rannsak- að frá rótum vel og gaumgæfi- lega. í sama bili og sjera Arnaldur sagði þetta heyrðist hávaði úr framherbergi þar sem Grái Rikki stóð á verði. „Burtu með þig“, heyrðu þau að Rikki hrópaði og var ekki mjúkur málrómurinn, „vogar þú þjer að reyna að komast inn í herbergi ungfrú Rögnu frá Kleif- um. Burtu með þig! eða jeg kasta þjer út um gluggann"! Frh. Sildarvinnaog heyskapnr útl Olíupils útheimtir góð hlífðarföt. og ýmis annar olíufatnaður er nýkominn i veiðarfæraverslunina YEEÐAHDI. Fyrsta ágúst eða fyrsta október eru 2—3 skrifstofuh«r- bergl, á góðum stað í bænum* nálsegt höfninni. Afgr. þessa blaðs vísar á. h|f Eimskipafjelag V Islands, Með því að margir hlutafjársafnendur hafa snúið sjer til stjórnarinnar með tilmælum um, að lengdur verði hlutáskriftarfresturinn, meðal annars með tilliti til harð- indanna á þessu vori, og þar af leiðandi örðugleika al- mennings um fjárframlög nú, þá hefur stjórnin ákveðið að framlengja frestinn til 1. nóvember þ. á., þannig að þeir sem hafa skrifað sig fyrir hlutum í fjelaginu og greitt þá, öðlist að öllu leyti sömu rjettindi sem stofnhluthaf- ar. Jafnframt eru allir hlutafjársafnendur vinsamlega beðn- ir að halda áfram söfnuninni. Síjórnin. Húsnæði. 3—4 herbergja íbúð óskast frá 1. október. Tilboð sendist fyrir 14. þ. m. Leiga greiðist fyrirfram ef vill. Afgr. v. á. 3^\n twva. Verslun hjer í bænum vantar duglegan, áreiðanlegan og ungan reglu- mann helst 25—30 ára til þess að ferðast kringum landið. Lysthafandi verður að hafa verið við verslun áður, helst í Iíkri stööu, jafnframt verð- ur lögð áhersla á þýsku eða enskukunnnáttu. Umsóknir merktar 500 sendist afgreiðslu þessa blaðs sem fyrst. Nýjasta ölgeröargloria, með sínu lagi. Gamli Nói :,: gæöakarl var hann; gladdi sig við dropann. gefinn fyrir sopann. :,: Nói karlinn :,: Norðurstíginn fann. :,: H v í t ö 1 þótti :,: honum gott og svalt, Og af ámum tíu ekki fekk hann klígju, :,: gríðarlega :,: gráðugur í m a 11. :,: Óspart drakk hann :,: íslendingabjór. Einatt kampakátur karlinn rak upp hlátur :,: þegar svalg hann :,: þennan fræga bjór. :,: Eftir flóðið :,: út á Norðurstíg sig hann niður setti, sopa’ að grönum rjetti, sífellt drakk hann, seinast sprakk hann, svei mjer ef jeg Iýg! :,: Allir kaupa :,: ölið góða þar, — líf og sál það seður, svalar, hressir, gleður, :,: heilsubrunnur :,: hreinnar blessunar! | i KAUPSKAPUR Lítið brú'kaður kvensöð- ull er til sölu með tækifærisverði. Afgr. v. á. R ó s i r í pottum með ýmsum litum, kransar úr lifandi blómum seljast á Laugaveg 22 (steinh.) H ú s m u n i r, svosem kommóð- t ur, borð, rúmstæði, skápar, servant- ar o. m. fl. er tekiö til útsölu á Laugaveg 22 (steinh.). Þar er eftir- spurnin. R e i ð f ö t og söðull mjög ódýrt j til sölu. Afgr. v. á. Grammophon nieð 24 plöt- ; um, mest íslenskum lögum, er til j sölu í Þingholtsstræti 7 niöri. Karimannsföt góð, mjög j ódýr, (tæplega á meöalmann) til sölu í Þingholtsstræti 7 niðri. L E I G A Nokkrir hestar verða leigð- ir í ferðalög, en aðeins þeim mönn- um sem eru þekktir að því að fara vel með hesta. Uppl. á Skólavörðu- stfg 9. Drengur um fermingu óskar eftir atvinnu helst við snúninga. Afgr. v. á. S t ú 1 k a óskast í vist nú þegar. Uppl. á Óðinsgötu 8 B niðri. S t ú 1 k a óskast á kaffihús. Afgr. v. á. S t ú I k u r óskast í síldarvinnu norður að Hjalteyri. Uppl. á Lauga- veg 68. Kaupamaður óskast til heyskapar í Borgar- firði, nokkrar vikur. Afgr. v. á. TAPAЗFUNDIÐ Budda töpuð. Afgr. v. á. P o k i hefur tapast á veginum milli Hafnarfjarðar og Reykjavík- ur. Finnandi beðinn að skila honum á Bræðraborgarstíg 14. K v e n ú r hefur tapast merkt S. J. Skilist gegn fundarl. á Laugaveg 50 B. jfj) HÚSNÆÐI (jSf 2 herbergi til leigu um þingtímann. Afgr. v. á. 2—4 herbergi og eldhús ósk- ast til leigu nú þegar eða frá 1. okt. Afgr. v. á. L í t i 1 í b ú ð (sjerstök) á góð- um stað í bænum mjög hentug fyrir fámenna fjölskyldu fæst ól leigu nú þegar. Leigan 9 kr. á mánuði. 1 herbergi ásamt fæðiFsest í Tjarnargötu 5. 2 s t o f u r og eldhús til leigu nú þegar. Uppl. á Grettisg. 26. Helmingur íbúðarinnar uppi í húsinu Lækj' argötu 2 er til leigu. G. Eirfks.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.