Vísir - 13.07.1914, Blaðsíða 3

Vísir - 13.07.1914, Blaðsíða 3
V f S I R KAUPIÐ GEFJUNAR-DÚKA. — STYÐJIÐ ÍSLENSKAN IÐNAÐ. • »>*. ,-v .. •*•... * '* • *i* ' * • 'V4' .C “ Ít.f‘ Klæð:~ verksmiðjan ... , . ■ , r. / - W « ***< ’.í'* V; 'W*G '•••• lí?v*$5 -'ÍV ‘ ? •; '.nnBÉiy ðSn 5ií.",’!r't rrrf ._4..iw, á<4M. m?jí:. jt . -■ '”■: . ;■. '" '7'"'í,n ' Akureyri hefur mjög Hölbreyttt úrval af allskonar fataefnum karla og kvenna allt nýjar og fallegar tegundir. Gefjunardúkar eru fallegastir haldbestir 4-S, rljót og góö afgreiðsla. Umboðsmaður í Reykjavík sem tekur á móti ull og tuskum til að vinna úr ofannefnda dúka er €$&{{ y* &\sla$ot\, 0ð8T GEFJUN ARDÚKAR FÁST í KAUPANGI. Bandaríkjaforseta, ríkisstj. Kan- ada og Kóreu o. s. frv. Um ])etta I. kveld farast svo orS merkum rithöfundi bréskúm: „Jeg hef sótt margar samkomur í Jjessari stóru og veglegu höll, svo sem stjórnmálasamkomur, sam- söngva og fyrirlestra, en aldrei hef jeg komið á samkomu svo skemtilega og margbreytilega. Mjer var J)aö vel kunnugt, að hjálpræðisherinn var listfengur og utsjónarsamur, en aldrei hefði mig dreymt að hann gæti sýnt svo mikla snild i hátíðahöldum, sem við þetta tækifæri. Alexandra drotning bauð sem gestum sínum íslendinggm þeim og Dönum, er mót þetta .sóttu, en mæití fögrum orðum til géstanna og ljet þá syngja fyrir sig tvö uppáhaldslög sin. . íslendingum tók hún sjerstaklega vel, vildi heyra frá landi og lýð. Skrúðgöngu hjelt herinn þann 13. um nokkrar helstu götur borg- arinnar, og voru í henni 10 þúsund hjálpræðishermenn, en hvervetna -þar sem skrúðgangan fór fram hjá var henni fagnað með því að veifað var út um glugga víðs- vegar enskum flöggum og flögg- um „hersins“, og húrrahróp lcváðu við. En ríðandi lögregluliö ruddi fylkingunni braut um fólktroönar göturnar og sögðu blöðin aö á- liorfendur hafi skift miljónum. Skrúögangan endaöi í Hyde Park, eftir 3 stunda göngu, og voru þar haldnar 20 samkomur undir berum hinmi í einu.' I skrúögöngunni miklu bar hver þjóð sinn fána, og þar á meðal báru íslehdihgár íslenzka flaggið, og voru margir hrifnir af, hve fagurt það var og meðal annars þótti Dönurn það ljómandi fagurt og lýstu þeir ánægju sinni yfir því að við gengjum undir okkar eigin fána. (Meira síðar.) Víðstaddur I s 1. ó$m\öu\ Frá 20. þ. m. sel jeg VaicUviu Nr. I. á 3,20 pr. Kfló (1,60 pr. pd.). Avalt nægar birgðfr af alfskonar leðri. Opx&u augfun. Eftir Valdemar Erlendsson — frá Hólum. — Niðurl. Bara jeg gæti sofnað. Jeg lá lengi jjegjandi og var að reýna að soína, en gat það ekki. Alt í einu heyri jeg að „bíl“-stjórinn segir við Englendingana að nú sjeum við rjett komnir alla leið. Þetta gladdi mig mjög. „Góði maöur, nú verðið þjer að rísa upp, því viö erum að koma á áfangastaðinn, og „billinn" á að fara um hæl til Reykjavjkur." „Lokið þjer augunum.” „Jeg get það ekki, þaö vitið þjer.“ „Leyfiö mjer þá að loka þeim.“ I þessum svifum fann jeg að „bíllinii“ nam staðar. Jeg heyri að Englendingarnir standa upp og fara út, og segja mjer að koma með töskur sínar. Jeg svara þeim og bið þá að bjarga mjcr frá manninum, sem liggi ofan á rnjer, en þeir hlægja bara og segja mjer að koma með töskurnar. Jeg ætla að verða vitlaus og æpi á „bil“- stjóranu, en liann ansar mjer ekki. | Jeg finn að „bíllinn' er að snúa við. „Má jeg nú ekki loka á þjer augunum, góðurinn minn,“ hvíslar þessi djöfull einkar góölátlega. „Já, blessaður lokaðu þeim og vertu fljótur, „bíllinn“ er farinn.“ Tveir stórir fingur kornu sinn að hvoru augnaloki og struku niö- ur hvarma mína. Jeg stóö sem í örskot upp úr sæti mínu, og ætl- aði að grípa töskuna, en ])á var myrkur umhverfis mig svo jeg sá ekkert. „Bíllinn“ er kominn á fleygiferö. Jeg æpi og kalla og fálma með höndum og fótum eftir töskUnum. Finn þær og get ein- hvernvéginn opnaö vagninn og • stekk svo út á götuna með þess- ar stóru töskur sína í hvorri hendi. Jeg dett endilangur út af vegin- um, meiði mig ekki neitt, og rís í snatri á fætur aftur og stend þá á gólfinu í herberginu mínu með koddann minn og yfirsængina sitt í hvorri hendinni. (Júní 1914.) | MAGDEBORGAR | BRUNABÓTAFJELAG. | Aðalumboðsmenn á íslandi: || p O. Johnson & Kaaber. 1 BrennÍYÍns- flaskan. eftir Starfley Guðmundsson. —— Frh. Jeg gekk fram þilfarið og pauf- aðist niður stigann er lá ofan í lestina. Jeg hratt hurðinni upp, og . . . ætlaði inn, en varð að staðnæmast í dyrunum, því á móti mjer lagði niegna svælu af 'baneitruðu lofti; það var dimt þar inni af ljósreyk. í miðri dimmunni grilti jeg í lampann sem rauk; og skamt þaðan lá maður upp í loft, og bærði ekki á sjer frekar en dauð- ur væri. Jeg hentist inn, dró niður í lampanum, og reif opna þá glugga r jeg náði til; því næst snjeri jeg mjer að manninum. Við hlið hans lá flaska. og var lítið meir en dreggjarnar ei'tir í henni, jeg tók tappann úr og þefaði, það var brennivín. Jeg dreypti því á mannsins, og reyndi með öllu móti að vekja hann, því jegfann að hann var lifandi; jeg druslaði honum fram í ganginn, þar sem hreinna var andrúmsloftið, og gerði þar mína ítrustu tilraun, til að vekja hann, sem á endan- um tókst með tilstyrk vínsins. En hann virtist ætla að hníga niður aftur, og jeg varð að halda honum uppi. Loks er jeg hafði komið ofan í hann, því sem eft- ir var í flöskunni, virðist mjer hann nokkurn veginn sjáltbjarga, og stauluðumst við þá upp á þil- farið. Hann var á að giska um þrí- tugt, meðalmaður á vöxt, og lag- legur upp á andlit að sjá; syip- urinn var nokkuð blandinn, og þó nokkuð meinleysislegur. Jeg sá óðara, að hann var einn af þeim mönnum, sem hala komist í náin kynni við lesti heimsins, var kominn eins og sumir mundu segja út á spillingarbrautina; hann bar það með sjer. „þjer hafiið bjargað lífi mínu“, sagði hann þegar hann þegar upp kom, og greip um báðar hendur mínar, „jeg get líklega aldrei launað yður það, en jeg vil biðja guð þess!“ Hann var sýnilega mjög hrærður, og þróttur hans var veikur ennþá; hann hal'aði sjer út á borðstokkinn. Mjer varð nú svona hálfvegis að efast um, að hann væri í þeim verðleikum hjá guði, að hann gæti vænst þessa af honum, en iann strax að þetta væri hvorki rjett nje kristilega hugsað. „það elska flestir lífið“, sagði jeg, og ekki hvað síst við þessir ungu sem stöndum í blóma þess.“ „Og jeg er engin undantekn- ing, sagði hann, „hef ef til vill notið munaðarbikars lífsins helst til ógætilega, enda varð mjer og full hált á því núna“ . . . Hann þagði stundarkorn, og mjer virt- ist eins og að það færi hrylling- ur um hann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.