Vísir - 14.07.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 14.07.1914, Blaðsíða 2
V í S í R V I S I R. Stœrsta blað á íslenska tungu. Argangurinn (400—500 blöð) kostar erlendis kr. 9,00 eða 25/, dollars, innan* lands Lr.7 00. ÁrsfJ.kr. 1,75, mán kr. 0,60. Skrifstofa og afgreiðslustofa í Austur- s'ræti 14 opin kl, 8 árd. til kl. 9 síðd. Sími 400. Pósthólf A. 26. Ritstjóri Einar Gunnarsson venjulega til viðtals kl. 5—7. GrEELA- EAOTSÖOA- STOFA Gísla Guðmundssonar Lækjargötu 14B (uppi) lofti, er venjulega opin 11-3 vjrka daga. 2>oWex\x\Vw Tilgangur lifsins. Fyrirl. eftir Rich. Eriksen. þýtt hefur Sig. Kristófer Pjeturs- son. Rv. 1914. þetta er rit guðspekilegs efnis og lýsir tilgangi lífsins í stuttu máli eins og guðspekingar líta á. — Hin svo kallaða guðspeki (Theosófí) er nokkurskonar trú- arheimsspeki, en ekki nein sjer- stök trú (Religion). Hún tekur sjer fyrir hendur að skýra kjarn- ann í öllum trúarbrögðum frá þekkingarlegu sjónarmiði, að fræða menn um hina æðri til- veru mannssálarinnar og draga út af því nytsamlega lærdóma fyrir lífið. — þessi stefna hefur þróast frá alda öðli meðal dulspekinga í Austurlöndum, en er nú óðum að breiðast út um Norðurálfu og Vesturálfu og er nú fyrir skömmu komin hingað til íslands. Er hjer í Rvík ein fjelagsdeild og á Akur- eyri önntir. — þessi litli bækl- ingur gefur að sönnu litla hug- mynd um hið geysistóra kerfi guðspekinnar, heldur er hann frekar nokkurskonar inngangur siðfræðislegs efnis. Eru kenning- arnar í ritinu mjög líkar kenn- ingum kristindómsins, en guð- spekin gengur það lengra en biblían, að hún fræðlr menn um tilveruna á sinn hátt, þannig að maður eigi sjálfur að geta sjeð nauðsyn rjettrar breytni. — Marg- ir spekingar á ýmsum tímum hafa haldið fram líkum kenning- um og í guðspekinni felast, til þess að ná samræmi í margt í lífiriu sem annars væri óviðfeld- ið og óskiljanlegt. Eftir hugsana- lífi hjer á landi er mjög líklegt að þessi stefna eigi fyrir sjer talsverða útbreiðslu, og líklegt er að þetta kver fái góðar við- tökur. , Strengleikar. 3 lög eftir Jónas Tómasson. þessi lög eru samin við Streng- leika Guðm. Guðm., tvö fyrir einsöng með undirspili, en eitt fyrir harmoníum. Sýna þau gott skynbragð á söngfræði og radd- setningu, eru viðkunnanleg og tilgerðarlaus, máske nokkuð einhljóma, og sýna því ekki vel skýrt, hvers frumleiks mætti von- ast af höfundinum, ef hann Iegði fyrir sig tónsmíðar. Er oft ervitt * a VASABIBLIAK er nú komin og fæst hjá bóksölunum í Reykjavík. Bókaversiun Sigfúsar Eymundssonar. ^ats\m\ YLZ Frá 20. þ. m. sel Jeg Valdiviu Nr. I. á 3,20 pr. Kfló (1,60 pr. pd.). Ávalt nægar birgðir af allskonar leðri. ‘Jv. JtUtsetv. og líkklæði. ) 1 Eyvindur Arnason Undirritaður hefur fengið með síðustu skipum mikið af öllu tilheyrandi skósmlði sem allt selst með innkaupsverði. Komið og athugið verðið. Reykjavík 10. júlí 1914. Fr. Nielseti. Llkkistur að segja um það fyrst í stað, hvort beinn framleiðsluhæfileiki er fyrir hendi í söngmennt og skáldskap, og venjul. rjettast að ráða mönnum fráþvi strax í byrjun að ganga skáldabrautina. Við þurfum ekki mörg skáld heldur fá og góð og þau leyna sjer ekki til lengdar, ef þau eru framúrskar- andi. — Jónas kvað vera áhuga- maður mikill um söngmennt og hinn duglegasti söngkennari. H. J. Ferðapistlar Eftir S. Á. Gíslason. ---- Frh. Meðal danskra Templara. Fyrsta daginn sem jeg var í Höfn, fór jeg að leita mjer upplýsinga um hvar templarar hjeldu fundi sína, og sá jeg eftir nokkra leit í blöð- unum að nokkrar I. O. O. T. stúk- ur höfðu fundi sína í Nörregade 26 uppi á 3. lofti. — Jeglabbaði þang- að og sá þá á auglýsingu í and- dyrinu að »spiritista mission* hjelt fundi sína á sama stað einu sinni í viku. — »Þarna sjer maður það að spiri- tistar eru þá líka orðnir »missjónsk- ir«, hugsaði jeg með sjálfum mjer. — Sumum löndum mínum þætti það líklega hálfskrítið, ef einhver segði að »spiritista missiónin* í Höfn ætti útibú eða bræðrafjelag í Reykjavík og þar væru ýmsir áhuga- miklir spiritista »missiónerar«, en eftir danskri málvenju væri það ekki svo mjög fjarri lagi. — Og þar eð dönsk málvenja er alltöm sumum löndum, verður vissast að geta þess, þegar einhvern langar til að hnýta í »missiónina«, — hvaða missión það er sem um er að ræða. — Jæja, jeg húgsaði mjer að forvitnast um hvort meira væri sameiginlegt með templurum og spiritistum en fundarsalurinn og stikaði upp stigana. Á 3. lofti hitti jeg kaffisölukonu, sem tók mjer með mestu virtum, þegar hún heyröi jeg væri templar úr fram- andi landi. Hún sýndi mjer fund- arsalinn, sem naumast rúmar 100 manns í sætum, og hún tjáði mjer að þar eð stúkan, sem hjeldi fund þarna þá um kveldið, væri mjög fámenn, þá væri ráðlegast fyrir mig að heimsækja aðra stúku, sem hjeldi fund þá um kveldið í sömu götu nr. 7. Sú stúka heitir »Rednings- ankeret* og er nr. 16. Hún telur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.