Vísir - 15.07.1914, Blaðsíða 3

Vísir - 15.07.1914, Blaðsíða 3
Jfoxtvtö V í S I R uteovutitu xua J. P, T. BRYDE. Aldrei hafa önnur eins kjarakaup boðist fyr nje síðar. Rottur. Rikis- \ Mýs viðurkennt Oskaölogl mötmum og húsdýrum Söluskrifstofa: Ny Östergade 2 Köbentiavn KAUPIÐ GEFJUNAR-DÚKA. — STYÐJIÐ ÍSLENSKAN IÐNAÐ. að skríða fram úr mjölsekkja- hrúgu, með pytluna í hendinni; og sýndist hann mjer ánægjulegur á svipinn. Jeg ljet hann auðvitað í friði. Nú gátum við hinir ekki var- ist hlátri, og var okkur meir en skemmt. „Og jeg er hárviss um þaða, endaði Jón ræðu sína, „að nafni minn gefur ekki fjandanum aftur kost á sjer, fyrir eina brenni- vínstlösku.____________________ Fallegi, livíti púkinn Eftir Guy Boothy, Frh. •Trúið þjer því, Normanville læknir, að mig langar til þess aö falla yöur í geö? Mig langar til aö koma yður til þess að gleyma, ef unnt er, sögum þeim, sem þjer hatið heyrt um mig — meðan þjer dveljið hjá okkur að minnsta kosti. Einhverntíma mun jeg ef til vill reyna að færa yður heim sanninn um það, að þegar öllu er á botn- inn hvolft er jeg ekki jafn vond kona og fólk hefur sagt mig.« Jeg var snöggvast svo höggdofa af þessari játningu, sem hún sagði svo bamslega blátt áfram, að jeg vissi varla hvaö jeg átti að segja. »Það veit heilög hamingjan, að jeg held alls ekki heldur að þjer sjeuð það!« fleipraði jeg fram úr mjer eins og skóladrengur. »Þakka yður íyrirþað, að minnsta kosti!« sagði hún og brosti að al- vörugefni minni. Svo kinkaði hún til mín kolli, sneri sjer við og hvarf mjer um dyr þær er hún fyrst kom inn um í salinn. Jeg stakk verkfæraöskjunni í vasa minn, Iitaðist enn einu sinni um i herberginu, sneri svo upp á þiljur og vissi ekki, hvaft jeg átti að hugsa. Ekki virtist ðnnur fjarstæða meiri en að halda, að þessi hrein- skilna, fallega kona, góðlátieg og fastleg í augnaráöi, hreimþýð og ii ^ J'jV;^l^..->«,'M'.^.^l|'(>,»;y^y.v'7HT-lV~í;VAy.VWt'-i^tSi^l'-'i'w '*•' -TWi !*.¦¦: Vi-i- Klæða- yerksmiðjaii Gefjim Akureyri hefur mjög fjölbreytt úrval af allskonar fataefnum karla og kvenna allt nýjar og fallegar tegundir. Gefjuardúkar eru fallegastir, haldbestir og ódýrastir. Fljót og góð afgreiðsla. Umboðsmaður í Reykjavík sem tekur á móti ull og tuskum til að vinna úr ofannefnda dúka er GEFJUNARDÚKAR FÁST í KAUPANGI hugljúf í máli, gæti verið glæpa- kvendið mikla, sem var á allra vör- um í Austurheimi. Og þó ljekekki minnsli skuggi af vafa á því, að þetta var einmitt sú hin sama kona. Og þegar nú allt var krufið til mergjar, hvað var jeg, hinn trú- verðugi, heiðarlegi læknir, George de Normanville að gera, annað en einmitt að aöstoða hana og hjálpa henni á óbótaleið hennar? Að vísu gat jeg friðað samvisku mína með því, að jeg var dreginn óafvitandi út í þetta og vissi ekki annað en jeg væri aö gegna skyldu minni: að sefa þjáningar sjúkra vesalinga, en satt var það samt og óhrekj- andi þótt jeg hefði viljað bera á mdti því, að jeg var launaður þjdnn »Fallega, hvíta púkans*. Klukkan sló 2 á fyrstu »hunda- vakU þegar jeg kom upp á þiljur og nærri komið sólsetur. Sólhvelið mikla, er hafði veriö vel að verki allan daginn, hvfldi nú á beði glit- skýja, varla þverhandarbreidd að sjá ofar ysta sjónbaug. Goluna hafði lægt síðdegis og nú örlaði varla á öldu á sjónum, en ljómi ljek um hann, glitblettir og gljáspeglar í öll- um litbrigðum er unnt var að hugsa sjer. Næst okkur sló á hann blæ sem af blöndu silfurgljáa og gull- eplalitar, lítið eitt fjær var á hon- um fjólu- og purpurablær, enn fjær var hann með veikum heið-fjólu- bláma, er í var ýrt gliti sem af laxhreistri og fornu gulli, en í sól- ina sjálfa að sjá var dumbrauttský, ægilegt sem stór blóðblettur ígull- inni umgerð, er skýrendurnar Iog- uðu í sólbliki og stöfuðu ljóma á litmerlað loftið, sem fyr var lýst. Það var dásamlegt sólarlag og hæfði slíkt dagssetur vel slíkum furðudegi sem þessi var mjer. Frh. Skrlfstofa Elossklpaflelags fslands, Austurstræti 7. Offti kl. 5—7. Talsími 409.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.