Vísir - 17.07.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 17.07.1914, Blaðsíða 2
 V í S I R Aldrei hafa önnur eins kjarakaup boðist fyr nje síðar. V í S I R. Stœrsta blað á íslenska tungu. Arsangurinn (400—500 blöð) kostar erlendis kf. 9;00 eða 21/, dollars, innan- landsl.r.7 00. Ársfj.kr. 1,75, mán kr-0,60. Skrirstofa og afgreiðsiustofa í Austur- stræti 14 opin kl, 8 árd. íil kl. 9 síðd. Sími 400. Pósthólf A. 26. Ritstjóri Einar Gunnarsson venjuiega til viðtals kl. 5—7. S@lireiðaF. Norskt blaö segir frá samtali viö gamlan selveiöara, Kristiansen, sem fyrir skömmu er kominn frá veiöum úr ishafinu. Segir K. svo frá: „Viö fórum aö heiman i. mars; hjeldum viö yfir til Jan Mayen fyrir vindi og vjelkrafti. Eftir 6 daga ferö hittum við ísinn nokk- uö fyrir austan Jan Mayen. Fag- urt veður var allan marsmánuö, en nístandi kuldi. Fyrir noröan okkur var sjórinn ísi lagður. Enga veiði aö hafa. Fórum nú norðaust- ur meö ísspaunginni og tók þá að snjóa og kuldi aö aukast. Aö visu var ekki kuldastigiö meira á mæli, en kuldinn afarbitur. Ekki sást neitt selveiöaskip. Stundum frusum viö fastir í ísnum og vor- um nokkrum sinnum fastir í þrjá daga í röð. — i. apríl fórum við aö sigla vestur á bóginn. Þá fór líka aö milda veðrið. Á föstudag- inn langa hittum við flokk af kóp- um , en slæmt veöur var þá og snjódrífa. Þá hittum viö fyrir veiðimenn frá Sandefjord og Ála- sundi. Nokkrir þeirra höfðu veitt sjer fullan farm. ísinn var ófær og rak okkur með veiðina um vikutíma á 73. gr. noröurbr. — Suma dagana var gott veður, en aðra miöur. Fyrir rúmri viku lögðum við af stað heim og höfð- um þá veitt yfir 1600 kópa, er þykir góður fengur. Hin skipin veiddu líka yfirleitt vel, nema stóru skipin, þeim hefir gengið miöur. Smá skip reynast best. En hvernig líður nú ykkur á þessu feröalagi? Ágætlega, heilsan er ágæt, eng- um verður misdægurt, því að sótt- kveikjur eru ekki til. Allir eru í besta skapi. Viö gæðum okkur á selasteik og lauk og ritnum dag frá degi. Lendið þið aldrei i nein æfin- týri? Ekki sem teljartdi er. Oft fórum við samt langar leiöir á ísnum til þess að veiöa. ísinn er snævi þakinn. Það kom fyrir að einhver datt niður um hulda sprungu og fjekk sjer bað í ísvatninu. En það fengumst við ekkert um. Við gengum oft holdvotir og frusu ut- an á okkur fötin. Skiftum við þá ekki klæðum fyr en við lcomum aftur að skútunni, og gjörði það okkur aldrei neitt, enginn fjekk nokkru sinni snert af kvefi. Gát- um gengið allan daginn, bara ef við höfðum dálítið af brauði í vasanum. Selskinnin voru lögð í hauga og flaggstangir reistar á þeim. Voru þau síðan sótt á skip- inu er ísinn losnaði. Yanur skrifstofumaður eða kona getur fengið góða stöðu á verslunarskrifstofu nú þegar. Eiginhandar umsókn með launakröfu og eftirrit af helstu meðmælum sendist skrifstofu Vísis, merkt H. 20. YA8ABIBLIÁK er nú komin og tæst hiá bóksöltinum í Reykjavík. Bókaverslun Sigfúsar Eynreundssonae. kæfa og norðlensk tólg fæst altaf hjá Jórei frá Vaénesi. Eruö ])jer kunnugur á Ishafinu? Jeg hefi verið þar á hverju ári í 32 ár síðan jeg var 19 ára. Jeg er búinn að vera með fleiri þús- und veiðimönnum og hefi aldrei orðiö var við neinn kvilla og al- drei orðið fyrir slysi. Hafið þjer skotiö nokkra ís- birni? Já, marga. Einu sinni var jeg einn á veiðum og settist þá.fyrir til þess að vita hvort bangsi ekki reyndi til að ráðast á mig, ef jeg gjörði ekki neitt. Jú, hann stefndi á mig rakleiðis, en ekki áræddi jeg að láta hann koma nær mjer en svo sem 20 skref, þá skaut jeg hann. Eru annars nokkur fleiri dýr þar nyrðra? Á ísunum er nú heldur fáskrúð- ugt dýralíf. Tófa sjest þar þó við og við og rjúpur sömuleiðis. Hafiö þjer nokkurn tíma hitt heimskautafara þar nyrðra? Já, árið 1880 þegar Nansen fór til Grænlands með ,,Jason“ þá var jeg staddur á skútu i Danmerkur- sundi. Hann ætlaði: þá yfir Græn- land. Jeg kom út í ,,Jason“. Hjeldu menn að honum mundi heppnast förin? Og ekki man jeg nú eftir því, en það man jeg, að menn álitu Nan- sen duglegan mann og ótrauðan. Farið þjer nú bráðum aftur norður á bóginn? Já, innan skamms leggjum við af stað aftur.------- Ferðaplslar Eftir S. Á. Gíslason, ---- Frh. Nokkru síðar, 19. þ. rn. var jeg á stúkufundi í Árósum. Templarar eiga þar allstórt fmidarhús, þrílyft minnir mig. Á fundi voru nálega 60 manns, og var mjer þar tekið með viðhöfn og alúð. Bæði í það skifti og í morgun var jeg um hríð með aðalmönn- um I. O. G. T. í Árósum ognefni þá sjerstaklega Ludv. Ernst stór- ritara, Larsen-Ledet ritstjóra og stór- gæslumanns kosninga, og Kastrup (Forretningsförer) æðsta templar í stúkunni Fradegod nr. 294. Bæði þar og annarstaðar sem jeg hef hitl templara hafa þeir tekið mjer, sem alúðarvini sínum, og það engu síður þótt sumir þeirra líti öðrum augum en jeg á íslenska »pólitik«. Einum þeirra sárnaði það eitt við mig, að jeg skyldi hafa verið 3 daga í borg hans án þess að heimsækja hann. Það var for- maður umdæmislúkunnar á Fjóni, barnakennari í Nyborg; hann náði samt fundi mínum þegar jeg var að fara þaðan og mæltist til lengri samfunda í Kristjaníu, þar sem hann mætir sem fulltrúi á alþjóðaþing- inu. Það mun ekki hlýða að skýra hjer greinilega frá í hverju fundar- venjur danskra templara eru frá- brugðnar íslenskum venjum. En geta skal jeg þó þess, að mjer virtist söngurinn á fundum meiri og almennari en ortast er í R.vík. Fögur þótti mjer og sú venja, að þegar búið er að slíta fundi, standa allir kyrrir og syngja versið: »Klokken slaar, Tiden gaar, Enig- heden os forestaar* og á meðan safna dróttsetar einkennum saman. Hitt getur fremur orkað tvímæl- is að þeir hafa þá reglu að setjast við kaffi í fundarsalnum, eða f kaffisalnum þegar hann er á öðr- um stað í húsinu, undir eins og fundur er úti. Fundi er jafnan lok- ið kl. I0y2 síðd, en kaffidrykkjan tekur hálfan eða heilan tíma á eftir. Jeg hef verið heiðursgestur æðsta templars eða umboðsmanns við slík tækifæri. Og þótti mjer sjer- staklega í Árósum hálfóþægilegt að koma svo að segja beina leið úr járnbrautarvagni íferðafötum mínum í slíkt samsæti, því að embættis- mennirnir sátu í sparifötum sínum með hvíta hanska á templarafund- inum. Annnars er I. O. G. T. engan veginn svo öflugt fjelag hjer í Dan- mörku sem víða annarsstaðar. Önn- ur bindindisfjelög eru miklu lið- sterkari í fiestum dönskum borgum. Blái-krossinn, sem leggur mikla áherslu á kristindómsvakningu og lætur sjer ekki nægja að brýna fyrir niönnum vínbindindi eitt, hefur vaxið meira en öll önnur dönsk bindindisfjelög síðustu árin. Fylla þann flokk einkum prestar og heima- trúboðsmenn. En í flestum borgum er allgóð samvinna milli allra fje- laganna og sameiginleg stjórnar- nefnd fyrir starfinu út á við. I. O. G. T. í Danmörku telur um 10 þús. meðlimi. »Danmarks Afholdsforening* um 63 þús,, Blái- krossinn og N. I. O. G. T. hver J. P. T. Bndesverslun

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.