Vísir


Vísir - 19.07.1914, Qupperneq 1

Vísir - 19.07.1914, Qupperneq 1
 3Q Ferðalög | og sumardvalir í sveit takast best et menn nesta sig í Nýhöfn. Sunnud. 89. júlí Í9I4. ■ •££-Æ£2K5 3BSSB v';Sr#« BBBBDB Reykjavíkur BIOGRAPH THEATER. Sími 475. IHin ágæta mynd Paladí-leikh. ' LOLOTTA LITLA I | Mjög fagur og skemtilegur sjón-! I*- leikur, leikinn af hinum orðlögðu | leikurum Oaumonts, Sj Aðalhlutverkið, Lolottu, leikur | lítil stúlka, 7 ára að aldri, Suzanna Privat. p Allir, börn jafnt og fullorðnir, |munu hafa gaman af að sjaj |Lolottu litlu, sem fargar spari-: jlskildingum sínuni til þess að j- ö ferðast til París og sækja föður| Lsinn þangað og fara með hannj |heint tit sorgmæddrar móður Ssinnar. Lototta litla fjell svo mjög í geð |Parísarbúd, að þessi leikurj |var sýndur þar samtímis á 4f 1 stærstu Bíó-’eikhúsunum. jj§ Ikkfsíur fást venjulega tilltúnar á Hverfisg. ó. Fegurö, verð og jj| gæði undir dómi almennings. — L'.^assa Simi 93- — Helð' Helgason. það tilkynnist hjer með vinum og vandamönnum, að minn kæri eiginmaður, Árni Halldórsson, andað- ist þann 16. þ. m. Jarðar- för hans er ákveðin laug- ardaginn 25.þ.m.og byrjar með húskveðju kl. 11 f.h. á heimili hins látna, Lauf- ásveg 5. þorbjörg Brandscióítir. Skiinaðar- samkomu heldur Hjálpræðisherinn í kvöld fyrir stabsk. og Edelbo kl. 87,. Ingó lfur Arnarson fór í gær- kveldi norður til Akureyrar til að slunda þar síldveiði í sumar. Farþegar voru: Ágúst Johnsson banknritari og Oddur Björnsson prentsmiðjustjóri. I C res fór frá Leith 16. þ. m. , Er því væntanl. til Vestmannaeyja í ! kvö'd. í Pollux korn (il Akureyrar f morgun. Samsöngur 17. júní er í dag kl.|4 í Gamla Bíó. Alþingismönnum er boðið á sönginn. Árni Einarsson kaupmaður og heiibrigðisfulllrúi hefur flutt versl- un sína »Frön« í hið nýja hús^sitt ; á Langaveg 23 A og byrjaði þar verslun í gærkveldi. Pað er einkar nett búð með allskonar nýlendu- vörum og giervöru. Húsið er sjálft einkar vandað ^og ineð nýtísku j þægindum. | *j* Jón Jónsson formaður úr Bolungarvík er tiýdáinn á Heilsu- hælinu, 36 ára að aldri. Lætur eftir sig konu og 5 börn. jj| ....J Akureyri í gær. Maður horfinn. í morgun hvarf hjeríbænum Þorvaldur Guðna- s o n verslunarmaður hjá Havsteen etazráði, 58 ára að aldri. Hann hafði skilið eftir á borðinu heima hjá sjer peningabuddu sína og alla lykla er hann hafði með höndum (fyrir verslunina). Porvaidur hefur verið æfaiengi við verslun hjá Hav steen og mjög vel látinn bæði af yfirboðnum og öðrum. Kvæntur, átti engin börn sjáltur en tók 4 börn til uppfósturs. Síldarafli er bjer lítill, koma skipin inn með þetta 80—90 tunn- ur. Síðustu 6 árin hefur verið kom- inn aðalaflinn um þetta leyti. Gróður hefur aukist mjög síð- ustu viku og því góð spretta orðin. Irtgolf var á Siglufirði í dag. Með honum var Jón Stefánsson ritstjóri. Ræða ráðherra á föstudaginn í strandferðamálinu í N. D. Samkvæmt heimild í lögum s'rð- asta alþingis, er staðfest voru af j konunginum þ. io. nóv. 1913, gerði í landstjórnin 4. febr. þ. á. bráða- j birgðasamning við stjórn eim- í skipafjelags íslands. Voru þá, 5 samkvæmt nefndri heimild keypt- ir fyrir hönd landsjóðs 400 þús. kr. hlutir i fjelaginu, með því skil- orði, að eimskipafjelagið taki frá aprílmánuði 1916 að sjer strand- ferðir með tveim skipuni eða fleiri, og sjeu ferðirnar ekki lakari að skipakosti nje óhentugri en strand- feröir þær, er veriö hafa að und- anförnu, síöan 1911. En um stærð j skipanna, fyrirkomulag férðanna, j ferðaáætlanir og taxta, og jafn- framt um styrkinn úr landsjóði 4 hverjum tíma sem er, fer eftir síö- ari samningum milli landsjóðs og fjelagsins. Þessir samningar veröa að vera gerðir fyrir 1. febr. 1915. Af hlutafjárupphæðinni hefir landsjóður þegar greitt 100 ]>ús kr. Hinn liluti upphæðarinnar, 300 þús. kr., á að greiðast 1. febr. 1915 og um leið verður þá saniið um, hvernig skipin eigi að vera o. s. frv. lil þess að slíkir samningar verði gerðir, þarf landstjórnin að vita, hvað þingið vill greiöa fyr- ir strandferðirnar; það gjald fer auðvitað eftir því, hve miklar kröfur veröa gerðar til strandferð- ferðanna. Stjórnin hefur reynt að undirbúa málið. Hinn nýskipaði samgöngumálaráðanautur liefur ferðast um landið og kynt sjer viðkomustaði og annað, sem nauðsynlegt er að fá að vita íþessu sambandi. Hann hefur nú sent stjórninni 3 áætlanir með ná- kvænium lýsingum. En þessu starfi hans var ekki lokið fyr en í gær, svo að stjórnarráðið hefur ekki getaö tekið endanlega afstöðu til tillagna hans. Samgöngum.ráðunauturinn lýs- ir þrenskonar fyrirkomulagi á strandferðunum. 1 fyrsta lagi, að höfð verði til strandferðanna tvö ný skip, annað aðallega til farþegaflutnings er sje um 350 smálestir, hitt 450 smálest- ir, aöallega til farmflutnings. Hinu síðara sje ætlað að fara á smáhafnir, en hinu fyrnefnda að- allega á stærri hafnir landsins. Hann ætlast til, að farþegaskipið geti haft 50 manns á 1. plássi, 50 á 2. og 100 á 3. En stærra skipið ætlast hann til að geti rúmað 20 á 1. plássi, 40 á 2. og 140 á 3. Önnur till. frá samgöngumála- ráðunautinum er sú, að tvö ný skip verði höfð til strandferðanna, er sjeu jafnstór, um 400 smálestir að stærð, líkt og Hólar og Slcál- holt og Austri og Vestri, og sje ferðum þeirra hagað líkt og ferð- um þessara skipa, en feröir þeirra þó tíðari. Þriðja tillagan fer fram á það, að höfð verði þrjú skip til strand- ferða, þ. e. tvö ný, eins og gert er ráð fyrir í tillögunni og með sams konar feröuin. en eitt skip að auki, sem ekki þarf að vera nýtt, og sje mirina, 225—250 smálestir. Þessu skipi er ætlað að vera í ferð- um árið í kring, einkum milli út- landa og Austfjaröa og Vestfjarða og fara 2—3 hringferðir á ári á liina stærri viðkomustaði. Jeg þarf ekki að orðlengja um þessa tillögu. Jeg vona að sjö manna nefnd verði valin til að athuga málið. Sams konar tillögu bar jeg upp í efri deild í gær, og var þar sett fimm manna nefnd í málið. Þaö er tilætlun mín, aö þessar nefndir báðar vinni saman, líkt og strandferðanefndir beggja deilda í fyrra. Það er þá hlutverk nefndanna ekki að eins að komast að niðurstöðu um það, hvert fyrir- komplag skuli hafa á strandferð- unum, heldur og hvað greiöa skuli fyrir strandferðirnar, svo að um þetta verði gerðir samningar fyr- ir 1. febr. 1915. Stjórn eimskipa- fjelagsins hefir ekki hingað til getað komið með nein ákveðin til- boð um þetta, vegna þess að for- stjóri fjelagsins Nielsen skipstjóri á Sterling, hefir ekki veriö hjer. En nú er hann kominn hingað, og ætti þá ekkert að vera að vanbún- aði til þess, að samninga væri far- iö aö leita. Ræða Einars Arnórssonar (við 2. umr. frv. um afnám fá- tækratíundar). Jeg kann ekki alls kostar viö, að hv. þm. Mýr. (Jóh. Eyj.) haldi einn uppi vörnum fyrir frv. sínu, því að jeg hygg, að hann hafi rjettara mál að verja en hinir, sejn á móti mæla. Jeg býst við, að bændur segi nú, sem stundum fyr, að lítið mark sje á því takandi, sem Reykvíkingar segja um sveitamálefni; en það ætla jeg ekki að setja fyrir mig. Við 1. umr. var það tekið fram, aö fátækratíundin væri merkileg helst vegna þess, hve gömul hún væri. Aðalmótbáran var sú, að fá- tækratíundin væri sá forngripur, að sæmd væri að henni í lögum. Jeg er nú að mörgu leyti mikill forngripavinur, en þó ekki svo, að jeg vilji láta þá sitja í fyrir- rúmi fyrir nokkru þvi, sem rjett er og gott. Jeg dýrka ekki forn- gripina eins og pápiskir menn dýr- linga sína, myndir og bein, er þeir hneigðu sig fyrir og kystu. Tíundin var sjálfsagt gott og rjettmætt skattafyrirkomulag á sínum tima, eftir því sem þá var um að gera. En þá var líka alt annað snið á lienni en nú er. Hún var leidd í lög 1096 og var þá í 4 pörtum, biskupstíund, prestatí- und, kirkjutiund og fátækratíund. Um siðaskiftin hvarf biskupstí- undin og varð að konungstíund, sem aftekin var 1877. Prests og kirkju tíund er nú einnig afnumin. Fátækratíundin stendur ein eftir eins og klettur úr hafinu, og er því sannkallaður forngripur. Við það, að hinar tíundirnar hafa fall- ið burtu, hefir ljett á liinum auð- ugri mönnum. Þeir, sem eru á skiftitíund, greiða að eins einn þriðja til fátækra — hafa losnað við tvo þriðju — en þeir, sem eru í öreigatíund, gjalda alla tíund- ina óskerta til fátækra Öreigarnir verða því verr úti. Jeg veit ekki, hvernig þetta hefir orðið í fram- kvæmdinni, en eftir lagastafnum (1. 12. júlí 1878, 12. gr.) er auð- sætt, að hjer er skapað niisrjetti á milli manna og þyngra gjald að tiltölu lagt á fátæka en rika. Fá- tækratíundin verður því ekki tal- in rjettlátt gjald. Og þegar því er nú er slegið föstu, að hún er ekki rjettlátt gjald, þá verður einhver nýtileg ástæða að vera til þess, að henni skuli haldiö. Ein aðal- mótbára hv. framsögum. meirihl. (Jóns á Hvanná) var sú, að hæpið væri að taka fátækratíundina með sveitarútsvörum, vegna þess að þau væru svo óvinsæl. Jeg játa, að sveitarútsvörin eru óvinsæl. En ]iegar athugað er betur, hve mikið fátækratíundin gefur í aðra hönd, þá er þessi mótbára veigalítil og raunar alveg einskis virði. Frh.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.