Vísir - 19.07.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 19.07.1914, Blaðsíða 2
V í SIR V í S I R í Stœrsta blað á íslenska tungu. ! Arganpurinn (400—5Í'0 blöð) kostar j erlenöis V;. 9.00 eða 2‘/2 dollars. innan- j Iands I r.7 00 Ársfj.kr. 1,75, mán kr 0,60. j Skrifstofa og afgreiðslustofa í Austur- j s rneti 14 opin kl. 8 árd. til kl. 9. síðd. j Sími 400. Pósthólf A. 26. Ritstjóri Einar Gunnarsson vemu ega til viðtals kl. 5—7. Neðrs deild. Fundur í gær. 1. m a 1. Frv. til laga um beitutekju (104) ; 3- umr. Frv. sarnþ. meö 13 samhlj. atkv. og sent til efri deildar. 2. m á 1. Frv. til iaga um eignarnáms- heimild fyrir hreppsnefnd Hvann- eyrarhrepps á lóð og mannvirkj- um undir hafnarbryggju (27); 3. umr. Frv. samþ. með 15 samhlj. atkv. og sent til efri deildar. 3. mál. Frv. til iaga um lögreglusam- fyrir Hvanneyrarhrepp (102); 3. umr. Frv. samþ. meö 16 samhlj. atkv. og sent til efri deildar. 4. m á 1. Frv. til laga um breyting á lög- um nr. 66, 22. nóv. 1913, um girð- ingar (76, 124) ; 3. umr. Frv. með brtill. á þskj. 124 sþ. og sent til efri deildar. 5. m ál. Frv. til laga um breyting á lög- urn nr. 45, 16. nóv. 1907, um skip- un prestakalla (34); 2. umr. (Um aö Fróöárfríkirkjusöfnuöur veröi sjerstakur söfnuður innan þjóð- kirkjunnar.) Frv. visað til 3. umr. 6. m á 1. Frv. til laga um varadómara í hinum konunglega íslenska lands- yfirrjetti (48, nr. 90); 2. umr. Frv. vísað til 3. urnr. 7. m á 1. Frv. til laga um breyting á 1. gr. laga nr. 45 ,16. nóv. 1907, um skipun prestakalla (99); 1. umr. (Flutningsmaður Siguröur Gunn- arsson, unr breyting prestakalla i Mýra, Snæfellsness og Hnappá- dals sýslum.) P’rv. vísað til 2. umr. Frv. vísað til prestakallanefnd- arinnar. 8. m á 1. Frv. til laga um breyting á póst- lögum 16. nóv. 1907 (103); 1. umr. Frv. vísað til 2. umr. 9. m á 1. Tillaga til þingsályktunar um hlutafjelagalög og endurskoðun á 26. kafla hinna almennu hegning- arlaga (59); ein umr. Sveinn Björnsson: Þetta form fyrir atvinnurekstri, sem nefnt er hlutafjelög, er orðið algengt hjer á síðari árum. Allir vita, hvaö þessi fjelög eru. Þau eru samlagsfjelög, stofnuö i fjárafla- skyni, og þannig lagaðri ábyrgð. að hver samlagsmaður ábyrgist aö eins sinn .hluta í samlaginu Þessi fjelagsskapur er tekinn upp í Genova á ítalíu á 14. öld og breiddist skjótt út. Oft hefir kveð- ið að glæfrafyrirtækjum í slíkum fjelagsskap. Við jiessu hafa ýmsar þjóðir sett allströng lög um hluta- fjelög. Þannig voru í Englandi lögtekin þrenn lög á árunum 1862 —1877 um þetta efni; i Þýskalandi 1880 og í Frakklandi um iíkt leyti A Norðurlöndum var'ð Sviþjóð fvrst, þá Danmörk 1910, en í Nor- egi hefir gengið í stappi með lög'- in. Tilgangur þessara laga er sá yfir höfuð, að tryggja rjett annars vegar þeirra, sem skifti eiga við fjelögin, og hins vegar þeirra, sem liluti eiga í fjelögúnum. Til ])ess að ná þessum tilgangi er höfö sú aðferð, sem á illri íslensku mætti heita opinberleika-kerfið, þ. e. al- menningi er gerður greiður að gangur að því að vita um hagi íjelagsins. Hjer á landi mun Gránufjelag- ið vera elst, stofnað um 1870. Nú a síðari tímum hafa risið upp mörg hlutafjelög, sum með erlendu stofnfje, og hafa þau flest gengiö illa, svo að vjer íslendingar höfum fengið á o.ss óreiðuorð utanlands. Þó eiga þessi hlutafjelög ekki all- an þátt í því, enda er og víðar pottur brotinn í þessu efni. Tilgangur jiessarar tillögu minn- ar er þá, að farið veröi nú að hreyfa jiessu máli og ætlast jeg til, að hv. deild skori nú á stjórn- ina að leggja fyrir næsta þing frv. til hlutafjelagslaga. En jafnframt hefi jeg lagt til, að endurskoðuð verði ákvæði 26. kafla hegningar- laganna, urn svik. Bæði eru hegn- ingarlögin orðin gömul og eiga ekki við eftir framþróun viðskift- anna, og jafnframt, úr því að far- iö væri að setja hlutafjelagalög með ákvæðum þess efnis, jiá er rjett að ihuga einnig önnur ákvæði þess'a lcafla. Tillagan samþykt með 17 atkv. samhlj. og veröur afgreidd til landstjórnarinnar sem jiingsálykt- un frá neðri deild. 10. m á 1. Tillaga til þingsályktunar um ráðstafanir gegn útlendingum út af notum þeirra á íslenskri land- helgi og höfnum hjer á landi við ýmis verkunarstörf á fiskifangi (síld, 68, 134); ein umr. (FÍutn- ingsmaður Stefán Stefánsson, með viðaukatillögu frá Sveini Björns- syni um greiðslur útlendinga á inn- flutningsgjaldi og útflutnings- gjaldi.) Tillagan og viðaukatillagan sþ. og afgreidd til landstjórnarinnar sem þingsályktun frá neðri deild alþingis. Ðagskrá neðri deildar mánudag- inn 20. júlí, kl. 12. 1. Skipströnd; 3. umr. 2. Vjelagæsla; 3. umr. 3. Afnám fátækratíundar; 3.umr 4. Skipun prestakalla; 3. umr. 5. Dómtúlkar og skjalþýðendur; 3. umr. 6. Löggiltir endurskoðendur; 3. umr. 7. Bjargráðasjóður; 2. umr. 8. Skipalán eimskipafjelagsins ;i umr. 9. Kirkjugarðurinn í Reykjavík. 1. umr. 10. Tillaga til þingsályktunar uni fækkun sýslumannsembætta; frh. einnar umr. 11. Stofnun útibús á Austurlandi frá landsbankanum, þingsá- lyktunartillaga; hvernig ræöa skuli. Líkkistur og líkklæði. y Eyvindur Arnason fl J SlgtAr íggsrz tenr lil konunps. Kl. rúmlega 10 í gærkvöldi kom Sigurður Eggerz með eimlest frá Hamborg til Kaupmannahafnar Hann var þreyttur og slæptur eftir ferðina, cn ljet ]iaö ekki á sig bíta og hjelt rakleiðis til kóngshallar. Konungur var háttaður og hirð- in öll, er Sigurö bar að garði. Sá hann því ekki annað vænna en að vekja upp þótt leitt væri. Höllin er portbygð og há mjög, sefur konungur í afþiljuðu her- bergi frarn af baðstofn uppi yfir stofunni. Sigurður er hár maður og mikill vexti, en svo er hátt til gluggans, að eklci treystist hann að ná ]tangað af jafnsljettu. Sá hann þá beykibút mikinn í hlaöinu skamt frá dyrum. Tók hann kubb- inn og bar að stofuþili, —- var það , erviði ekki alllítið, en Sigurður er ramur aö afli og fylginn sjer. Stje hann nú upp á kubbinn, seildist til gluggans, drap hendi á rúðuna og hrópaöi hátt: „Hjer sje guð! —- Gott kvöld.“ Ivóngur var i þann veginn að blunda, — hafði hann áður lesiö bænirnar sínar að vanda, —7 hrökk hann upp, seildist úr sænginni til gluggans, opnaði hann, rak út höf- uðið og mælti: „Gott kvöld! Hver er úti?“ „Það er jeg, Yðar Hátign!‘ svaraði Sigurður. „Hver er maðurinn?“ mælti kóngur. „Sigurður Eggerz heiti jeg, — frá íslandi!“ „Nú! — það eruð þjer! Gerið þjer svo vel að hinkra við; jeg sk*l undir eins opna bæinn!“ Kóngur hnippti fyrst í drottn- inguna og mælti: „Heyrðu, góða mín! Hann Sig- urður Eggerz er kominn. Þú verð- ur líklegast að fara á fætur og ná í einhverja hressingu handa hon- unt. ITann er langt að kominn, sjálfsagt svangur og þyrstur." Drottning neri stýrurnar úr aug- unum. „Já, góði, — jeg skal koma, — rúmið handa hor.um hefur ver- ið uppbúið í norðurstofunni í niarga daga. Er ekki best að flóa handa honum mjólk?“ „Jú, það er líklega! Við skul- um nú sjá til!“ sagði kóngur og fór fram úr. Hann fór í brækur og sokka, brá yfir sig „slobrokkn- um“, fór í flókaskó, geklc til dyra og skaut lokum frá. ? Sigurður beið við dyrnar. „Komið þjer sælir, Yðar Há- tign 1“ sagöi Sigurður. „Korniö þjer nú sælir, Sigurö- ur minn, og veriö ])jer velkom- inn!“ sagði kóngur. „Gerið ]>jer svo vel að ganga i bæinn. Þjer verðið hjerna hjá okkur í nótt!“ „Þakka yður fyrir, Yðar Há- tign!“ sagði Sigurður. Þeir gengu inn í göngin og ; kóngur lokaði bænum. „Varið þjer yður, — það er j skuggsýnt hjerna í göngunum hjá mjer!“ sagði kóngur. „Svo er rík- isfjárhirslan þarna rjett hjá gang- veginum, — það er slæmt að reka sig á hana.“ „Uss, blessaöir veri þjer. Jeg er alvanur Jtessu, — ekki eru göngin , betri í Skaftafellssýslu sumstað- ar!“ sagði Sigurður. „Og ])ví trúi jeg nú \“ sagði konungur. Dimt var í stofunni — næturn- ar í Danmörku eru ólíkar því sem er á íslandi —. Konungur kveikti á kertisstúf, benti Sigurði á silfur- stól með silkiflosi og mælti: „Gerið svo vel aö tylla yður á stólinn þarna! Þjer eruð víst eft- ir yður eftir ferðina. Hvað má bjóöa yður? Eitt vínglas?“ „Nei, þakka yður fyrir! Jeg hef aldrei bragðað vín á æfi minni og er bindindismaður!“ „So-o-o?“ sagöi konungur. „En kaffisopa —- eða flóaða nýmjólk ?“ „Þakka yður fyrir, — kanske jeg þiggi mjólkurbolla!“ sagði Sigurður. Konungur brá sjer frarn, kom aftur aö vörmu spori og tók Sig- urð tali. „Hvernig gekk yður nú ferðin, Sigurður minn?“ „O-jæja, — svona slysalítið. Jeg var 5 sólarhringa frá Revkjavík til L i f r a r p ú 1 s með breskun: dalli.“ „Urðuð ])jer ekki sjóveikur ?“ „Ónei, ekki get jeg talið það, ósköp litið fyrsta daginn, en svo dreypti jeg í Kínalífselixír og var góður úr því.“ „Já, ])aö er fyrirtaks „metall", mælti kóngur. „En hvernig kom • ust þjer svo hingað ?“ „Ja, það er nú saga að segja frá því! Þeir voru alveg ærðir, þarna í Lifrarpúli, engan vagn- garm hægt upp að drífa, allir vit- lausir i önnum, — það dugðu hvorki góð orð nje „betalingur". en loksins gat jeg samt drifið upp einhverja bikkju, — þeir þorðu ekki annað en ljá mjer hana þeg- ar þeir vissu hver jeg var og hvern jeg ætlaði að finna. Jeg fjekk strák til að fylgja mjer til Ii a r a- v í k u r. Þar náði jeg í eimbát og hjelt til H e k k. Fjekk jeg áföll stór og varð að standa í austri, buíloð í fæturna, en hef ekki gefiö rnjer tíma til að hafa sokkaskiíti síðan, svo mjer er svona hálf hroll- kalt.“ „Hvaða ósköp eru að heyra þetta!“ hrópaði konungur. „Þjer verðiö að fara úr votu.“ Stóð kon- ungur upp og kallaði frant í eld- húsið: „Heyrðu góða mín. Iief- urðu ekki ])urra sokka af mjer til þess að ljá honum Sigurði. Hann stendur í votu og Jiarf aö hafa strax sokkaskifti.“ Drottning rak inn höfuðið. „Mjer meir en datt þaö í hug, að maðurinn væri votur, svo jeg tók hjerna ofan fneð mjer rauðu silkisokkana þína, — þú átt ekki aðra þurra sem stendur!“ Sigurður Eggerz stóð nú upp og heilsaði drotningu hæversklega- Hún tók kveðju hans vel og leist auðsjáanlcga vel á manninn, seni ekki er furða, ]>ví Sigurður er hverjum manni fríðari og prúö- ari í framgöngu allri. Hafði nú Siguröur sokkaskifti, en drottning tók í liann. Hjelt hann áfram á meðan ferðasögunni. „1 Hekk keypti jeg mjer kaffi og rrieð því, hjelt svo tafarlaust til Ii a m b o r g a r og dvaldist þar nokkuð. Ætlaði jeg aldrei aö geta náð ])ar í eimlest hingað, allit voru þar við minningarguðsþjón- ustu, um erkihertogann austur- ríska og enginn heima nema tóm- ar gamlar manneskjur, svo jeg varð að bíöa þangaö til fólkið kom úr kirkjunni.“ „Eitthvað hafa þeir nú getað gert yður gott?“ spuröi drottning. „Ó-já, — jeg borðaði svið og blóðmör hjá borgarstjóranum og skyrhræring á eftir.“ „Það var nú fyrirtak, — jeg verð fegin því, því jeg á svo bágt með að ná í mat í kvöld,“ m*lti drottning. Sótti hún nú mjólkina og setti stóreflis rauðrenda „spilkontu" hvíta fyrir Sigurð með sjóðheitri mjólk. Tók drottning sjálf börk- inn ofan af, en Sigurður sagöi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.