Vísir - 26.07.1914, Blaðsíða 3

Vísir - 26.07.1914, Blaðsíða 3
V í S I R GEELA- EáE'KÓEtTA- STOFA Gísla Guðmundssonar Lækjargötu 14B (uppi á Iofti) er venjulega opin 11-3 virka daga. að jeg held, metið mig til muna minni mann eftir en áður. Jeg er, satt að segja, orðinn dauð- leiður á þessum gamla stóradóm,sem nú nær engri átt, að Reykvíkingar sjeu lökustu íslendingarnir — megi ekki einu sinni njóta jafnrjettis á við aðra landsmenn í þeim kosningum, sem mestu varðar alla landsbúa. Það misrjetti þoli jeg ekki lengur mótmælalaust, herra forseti; jeg þori að fullyrða að jeg þekki nú þjóð- ina í heild sinni á við hvern annan, og miklu betur en mjög margir fylgismenn þessa frumvarps. Og það er mín fulla sannfæring, að Reykvíkingar eru nú um stundir ekki lakasti hluti þjóðarinuar, heldur sá hlutinn sem fram úr skarar að sívaxandi dáð og dugnaði. Jeg trúi statt og stöðugt, eftir 20 ára reynslu, á framtíð þessa bæjar og~ sívaxandi framtakssemi Reyk- víkinga, djörfung og dugnað, til farsældar fyrir fósturjörð okkar. Ln jeg læt a 1 d r e i, herra for- seti, Ieiða mig til að trúa því, að, kjósendur hjer í bæ sjeu ó s k e i k- ulir, það eru þeir ekki freinur en aðrir kjósendur, og mjer dettur ekki- í hug að frúa á nein vanhugs- uð uppátæki þeirra. En þessi krafa Um borgarstjóra- kosninguna er nú eitt af þeirra vanhugsuðu uppátækjum, og þess vegna er jeg eins og í fyrra á móti þessu nýmæli, hvað sem þeir segja — hvað sem hver segir. Neðri deild. Fundur í gær. i. mál. Frv. til laga um breyting á lög- um um friðun fugla og eggja nr. 59, io. nóv. 1913 (50); 3. umr. Frv. samþ. meS 11 atkv. gegn 10 og afgreitt til efrideil'dar. 2»m á 1. Frv. til laga um heimild fyrir landstjórnina til þess að ábyrgj- ast fyrir hönd landsjóðs skipaveð- lán hf. Eimskipafjelag íslands (118); 3- umr. Frv. samþ. með 14 atkv. samhlj. og afgreitt til efri deildar.. Nýiendtivörur alskonar í stærstu og bestu úrvali hjá 3^5 Hsimsen V- Kómið, sjáið; sannfærist gerðar á Langá í Mýrasýslu fje af fjárveitingu til Stykkishólmsvega, sem er í núgildandi fjárlögum (192) ; hvernig ræöa skuli. Tillaga forseta um eina umræSu samþ. Dagskrá neðri deildar mánudag- inn 27. júlí, kl. 12. 1. Sparisjóöir; 3. umr. 2. Þingsköp alþingis; 2. umr. 3. RáSherraeftirlaun; 2. umr. 4. Foröagæsla; 2. umr. 5. Landsdómur; 1. umr. 6. Brúargerö á Langá; ein umr. Aths. S j e r a S i g. S t e f á n s s 0 n biöur þess getiö, aö þaö sje rang- herrnt aö hann hafi greitt atkv. á móti borgarstjórafrumvarpinu í fyrra dag. Viö 3. umr. hafi hann greitt atkv. m e ö því. — Smásaga úr fiskiveri. -— Eftir ICormák. ----- Frh. Þorsteinn þögli gekk út aö nípu. —- Vertíöin leið og mörg smá- atvik gerðust, sem mjer þótti ein- kennileg og juku á forvitni mína. Eri jeg gaf sjálfum mjer þá skýr- ingu, að alt þess konar væri ekki óvanalegt með mönnum í verinu. Afli var góöur, svo að saltið, sem var fyrirliggjandi í veiöistööinni, þraut og uröum viö því að fara inn til kaupstaðarins viö og viö til þess að sækja salt. Einu sinni sem oftar komum viö meö salthleöslu úr kaupstaðn- um. Það var seinni liluta laugar- dags og höfðum viö komið aö meö hleöslu fyrri hluta dagsins. Inn- anmaðurinn rauðbirkni var einnig á heimleiö meö salt, en hafði þó fiskað fremur illa um daginn. Son- ur hans var eftir heima að ann- ast fiskinn. Viö höföum strekk- ingsvind á móti okkur, en ljetum þó „böldangiö lierja þaö“, krtis- uöurii í staö þess að berja með ár- um. Hið sama gerði innanmaöur- inn og aðrir, sem voru á sams- konar ferðalagi. Jeg tók eftir því, aö formaöurinn okkar geröi leik aö því að verða innanmanninum í vegi, sigldi svo nálægt honum sem mátti á kulborða, svo aö vind dró úr seglum og geröi ganglaust hjá honum. Einn af hásetum okkar hjet Jón og var ávalt nefndur „Nonni frammímaður“. ITann mátti heita æfihjú hjá hreppstjóranum, eins og fleiri, reri altaf á skipi Þor- steins og var þar frammímaöur. Hann var okkur oft nauðsynlegur túlkur þegar Þorsteinn sparaöi máliö, því hann þekti orðiö á skarið. Nú var hann dálítiö hýr af víni, eins og ávalt þegar hann kom úr kaupstaönum, og eins og altaf þegar hann var kendur, kvað hann við raust visu þessa: Þótt jeg sökkvi í saltan mar , sú er eina vonin, >' elcki grætur ekkjan par eöa syrgja börnin. Hún gat víst átt við Nonna þessi vísa, því aö enginn vissi til aö hann lieföi nokkurntíma verið viö kvenmann kendur. Þegar hann varð fullur, var hann örmáll og sagöi þá margt sem hann heföi látiö ósagt ófullur; en um kvenna- mál heyröist aldrei neitt hjá hon- um. Nú var hann frammi í barka og hjelt í klýfis-klóna; það var jafnan hans hlutverk þegar siglt var beitivind og fanst honum til uni það; formaðurinn þurfti aldrei aö segja til um hvenær hann skyldi gefa eftir fyrir sjóum, hann hafði glögt auga fyrir þvi sjálfur. Innanmaðurinn, sem var skamt fyrir framan okkur á hlje- borða, ætlaðist auðsjáanlega til aö komast kulmegin við okkur svo aö við yrðum að gefa eftir á slagn- um. Formaðurinn gaf Nonna bend- ingu um aö herða á klýfirnum, ; 3. m á 1. Frv. til laga um breytingar á á- kvæðum siglingarlaganna 22. nóv. 1913, um skip, árekstur og björg- un (187, 206); 3. umr. Frv. samþ. méð 15 atkv. samhlj. og endursent til efri deildar. 4- m á 1. Þingsályktunartillaga um lög- skipaða skoðun á útfluttri ull (167); ein umræða. (Aðalflutn- ingsmaður Pjetur Jónsson.) Tillagan samjiykt með 17 atkv. Samhlj. og afgreidd til ráðherra Sem þingsályktun frá neðri deild ^lþingis. S- m á 1. Tillaga til þingsályktunar um heimilt sje að verja til brúar- Ljósmyndastofa 'JVijs juagtuxssova* er opm helgidaga kl. 11—3 virka daga kl. 9—7, Templarasund 8 og líkklæði. Eyvindur Árnason SKEIFSTOFA Umsjónarmanns áfenglskaupa Grundarstíg 7, opin kl. 11 — 1. S-'mi 287. íf Skíifstofa Elrrsskípafiefags íslands. j, Austurstræti 7. Opin kl. 5—7. Ta.'sínii 409. JIL 1 MAGDEBORGAR g| BRUNABÓTAFJELAG. | g Aðalumboðsmenn á íslandi: p O. Johnson & Kaaber. § hann sigldi svo þvert sem hann gat til þess að láta innanmannin- um ekki verða kápan úr því klæð- inu. Það tókst! Við vorum komnir a móts viö þá áður en þeim hafði tekist að venda. Þegar við erum rjett í vindstöö þeirra, vend- ir Þorsteinn; með hann við stýr- ið og Nonna viö klýfirinn er varla liægt aö það mistakist. En hjá inn- anmanninum lenti nú alt í handa- skolum; skipið rak en gekk ekki, þeir urðu loks aö setja út árar til þess aö fá þaö yfir. Nú var monnum skenrt á okk- ar skipi, því ávalt er rígur meö sunnanmönnum og innanmönnum. Nonni frammímaður varö aö minna þá á þessa sjómensku þejrra. Hann kallar: „Haldiö’i’ aö þiö hafið það nokkurntíma heim? Eigum við ekki að taka ykkur aftan í!“ ITvern fjandann ætlið þið að gera við salt? í fiskinn sem þið fáiö ekki úr sjónum? Ha-ha-ha! Eöa ætliö’i’ að hafa það í sjálfa ykkur til þess þið morknið ekki úr leti í landi ? Jeg held þiö ættuð að sitja heima og snúa upp á skeggið! Það lætur ykkur betur en að sigla!“ Þorsteinn þögli brosti. — „Hann hefur víst fengið neðan í því hjá kaupmanninum, formað- urinn okkar,“ hvíslaði einn há- setanna að mjer; „hefurðu sjeö hann brosa fyrri?“ Jeg taldi engan efa á því aö hann væri kendur. Nonni frammímaður kvaö nú vísuna sína með enn þá hærri raust en áður og hafði hana nú svona: Þótt jeg seinast sökkvi’ í mar sú er meina vörnin, 'ekki kveinar ekkjan par eða veina börnin. Frh. Fallegi hvíti púkinn Eftir Guy Boothy. ---- Frh. »Sko nú! Jeg sje, — við skul- uni segja tylft af kofum og liúsum þarna yfir frá, — fleiri eru þeir ekki. Þetta er þó víst ekki öll ný- lendan sem þjer sögðuð mjer frá?« »Nei, því fer fjærri! Þetta sem

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.