Vísir - 29.07.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 29.07.1914, Blaðsíða 2
VISIR VISIR Stœrsta blað á íslcnska tungu. Argangurinn (400—500 blöð) kostar erlenciis kr. 9,00 eða 2'/2 dollars, innan- lands kr.7 00. Ársfj.kr. 1,75, mán kr. 0,60. Skriístofa og afgreiðslustofa í Austur- s'ræti 14 opin kl. 8 árd. til kl. 9 síðd. Sími 400. Pósthólf A. 26. Ritstjóri Einar Gunnarsson veniuleea ril viötals kl. 5—7. ur á landsbókasafninu um þetta efni og er í þær vitnaö í nefndar- álitinu. Vjer sendum og fyrirspurn til skógræktarstjórans, því aö helst þóttu líkur til, aö hjerar mundu veröa skógum skaövænlegir. Nefnd-' in græddi lítið á svari hans. Hann telur, aö giröa þurfi kálgarða með vírnetjum til að verjast hjerunum. Þetta hyggur nefndin þó of langt farið. Meðan ekki er hundalaust í landinu og hundur á hverjum bæ, er hver kálgarður varinn. Að öðru leyti eru upplýsingar skógræktarstj. líkar því, sem nefndin hafði aílað sjer úr bókunum. Þótt nú nefndin sje í vafa um þetta atriði, getur hún samt sem áður ekki veriö mót- fallin því að hjerar sjeu friðaöir hjer. Einar Arnórsson: Jeg held að skrifari nefndarinnar hafi verið í einhverju sjerstöku með- vitundar-ástandi, þegar hann samdi þetta nefndarálit. Fflir aO hafa tal- ið upp miklar tilvitnanir um, hvílík skaðadýr hjerar sjeu, segist nefndin ekki vera mótfallin hjerafriöun. Þetta kemur eins og deus ex machina, skollinnúr sauðarleggnum; eftir und- antaldriskaðsemi þessara dýra mundi þafa mátt búast við gagngerðri ályktun. En svo hefur nefndin leit- að til skógræktarstjórans, og er þar eins og skollinn hafi hitt ömmu sína því að hann kemur meða allan sama innganginn sem nefndin og sömu ályktun. Einu hafa þó þessir herrar gleymt, sem horfir til nytsemdar fyrir menn af dýrinu, en það er aö kjöt af því má hafa til matar. Guðmundur Hannesson: Jeg þakka hv. 2. þtn. Árnesinga Ein. Arn.) fyrir þá visku í lok ver- tíðar að eta megi hjera. En hins vegar skal jeg geta þess, að nefndar- álijiö er þannig orðað, vegna þess að nefndin vill enga ábyrgð taka á frv. Frv.gr. samþ. með nafnakalli með 16 atkv. gegn 7. Frv. vísað til 3. umr. með 12 atkv. gegn 5. 3. mál. Frv. til laga um notkun bifreiða (211); 1. umr. Fimm maíina nefnd kosin. Sveinn Björnsson. Siguröur Sigurösson. Benedikt Sveinsson. Eggért Pálsson. GuSm. Hannesson. Frv. vísað til 2. umr. með 18 atkv. samhlj. 4. m á 1. Frv. til laga um breyting á toll- lögum nr. 54, 11. júlí 1911 (212). Fimm manna nefnd kosin. Skúli Thoroddsen. Sigurður Sigurðsson. Einar Arnórsson. Hannes Hafstein. Jóhann Eyjólfsson. Frv. vísaö til 2. umr. CACAO næringarmikið og bragðgott, fæst í NÝHÖFN frá Grund f Eyjafirði fæst aðeins í vetst. ss og er selt með sanngjörnu verði. Aldrei hefur það verið sent til útlanda og sent hingað heim aftur, óseljanlegt óæti og þessvegna ekki hægt að selja það fyrir 50 aura kilogr. -j eða ennþá minna. — Forðist að kaupa skemt og Ijelegt kjöt þó ódýrt kaupið heldur Grundarkjötið ágæta. sem sje, Niðursoðin matvæli eru «Id með 50°|o afslætti hjá J. P. T. Bryde Skipstjöri og vjelstjóri óskast nú þegar á mótorbát, er flytja á vörur hjer innanflóa um mánaðartíma. Upplýsingar gefur Jes Zimsen. 5. mál. Frv. til laga um löggilding versl- unarstaðar að Stóra-Fjarðarhorni við Kollafjörð í Strandasýslu (214); 1. umr. Frv. vísað til 2. umr. með 17 atkv. samhlj. 6. m á 1. Frv. til laga umað stofna hluta- fjelagsbanka á íslandi, nr. 66,10. nóv. 1904 (215); 1. umr. 7 manna nefnd kosin. Einar Arnórsson. Þorleifur Jónsson. Hjörtur Snorrason. Hannes Hafstein. Björn Kristjánsson. Pjetur Jónsson. SigurSur Gunnarsson. 7. mál. Frv. til laga um að landsrjórn- inni sje héimilt að veita stjórn heilsuhælisins á Vífilstöðum nauð- synlegan styrk úr landsjóði til reksturs hælisins (190); 1. umr. Frv. tekið úfaf dagskrá og önnur frv., sem eftir voru, er öll hnígaað fjárveitingarheimildum. Ágrip af umræðum síðar. Dagskrá neðri deildar í dag. 1. Þingsköp. 3. umr. 2. Spwisjóðir. 3. umr. 3. Afnám ráðherraeftirlauna. 3. umr. 4. Sandgræösla. 2. umr. 5. Sjóvátrygging. 1. umr. Erindi lögð fram á lestrarsal Alþingis. Frh. 62. Erindi til aukafjárlaganefndar- innar frá Skúla Thoroddsen alþingism., þar sem hann vekur athygli nefndarinnar á eftirfar- andi málale'tunum: a. Að veitt verði fje tilþessað breyta Arnarnessvitanum í blossvita. b. Að Þorvaldi lækni Jónssyni verði veitt svo rífleg eftirlaun sem unnt sje. 63. Erindi frá þingmönnum Gull- bringu- og Kjósar-sýslu um eftirlit með fiskiveiðum í land- helgi. 64. Erindi frá fiskifjelagsdeild nni »Neptúnus« í Norðfirði, þar sem farið er fram á, að veitt verði fje til vitagerðar á Norð- fjarðarhorni. 65. Brjef GuömundarHannessonar alþm., ásamt erindi frá íbúum Vindhælishrepps, um lagning síma frá Blönduósi til Kálfs- hamarsvíkur. 66. Brjef stjórnarráösins, ásamt erindi frá Magnúsi skipasmið Guðmundssyni. þar sem hann fer fram á að fá úr landssjóði 1500 kr. styrk til þess að kynn- ast erlendis þilskipa- og mótor- báta-smíðum. 67. Brjef stjórnarráðsins, ásamt er- indi frá þm. Snæf., þar sem farið er fram á fjárveiting til þess að mæla upp skipaleið inn á Skógarnesshöfn i Hnappa- dalssýslu. 68. Brjef stjórnarráðsins, ásamt er- indi frá Bjarna Jenssyni fyrv. hjeraðslækni, þar sem harin fer fram á, að eftirlaun sín verði hækkuð frá 925 kr. uppf 1000 kr. 69. Eftirrit af símskeyti til stjórnar- ráðsins frá sýslumanninum í Dalasýslu, þar sem skorað er á Alþingi að breyta vegalög- unum, svo aö þjóðvegurinn, sem liggur nú um Hjarðar- holt, verði framvegis ákveðinn inn frá Breiðamel að Fáskrúð um Laxárbrú. 70. Erindi frá 19 mönnum í Mýra- sýslu, þar sem skorað eráAI- þingi að veita fje til viðgerðar á Langárbrú eða til nýrrar stein- steypubrúar. 71. Símskeyti frá kjósendum á Sljettu, þar sem skorað er á Alþingi að gera símann til Raufarhafnar að 1. flokks síma. 72. Erindi frá 90 sjómönnum í Ólafsvík, þar sem skorað er á Alþingi að breyta lögum frá 30. júlí 1909, um vátrygging sjómanna. 73. Brjef frá borgarstjóra Reykja- víkur til þingmanna kjördæm- isins, þar sem hann mælist til að þeir ljái því meðmæli sín, að hafnargerð Reykjavíkur verði undanþegin vörutolli afefni'og áhöldum. 74. Útdráttur úrgerðabók fsafjar0' arkaupstaðar, þar sem bæjar" stjórnin skorar á þingn,ann kjðrdæmisins að útvega bs"nrn 60 þús. kr. lán úr viölagasjóði til raflýsingar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.