Vísir - 31.07.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 31.07.1914, Blaðsíða 2
V [ S I R VÍSIR Stœjsta blað á íslenska tungu. Mrgangurinn (400—500 blöö) kostar erlénöis kr. 9.00 eða 21/, dollars, innan- lands i.r.7 00. Ársfj.kr. 1,75, mán kr. 0,60. Skriistofa og afgreiöslustofa í Austur- s'rarti 14 opin kl. 8 árd. til kl. 9 síðd. Sími 400. Pósthólf A. 26. Ritstjóri Einar Gunnarsson veniuiega til viðtals kl. 5—7. megn að stríða við strauminn, lagð- ist hann til sunds á eftir honum* Fn er hann var skammt kominn frá landi sáu menn á bakkannm baróninn sökkva, sótti Mitchell sund- ið fast, en straumurinn greip hanri líka og drukknaði hann sömuleiðis. Þriðji maðurinn var lagður út í að reyna að bjarga, en þeim manni tókst sjómanni, er kom að, við illan leik að bjarga. Sir Denis Anson var kvæntur maður og vinsæll mjög var þarna mannval hið mesta er á horfði, m. a. sonur Asquiths stj.for- manns, Raymond að nafni, hertog- ar og hertogafrúr, lávarðar og fleiri stórmenni. Hafa allir er horfðu á sorgaratburð þennan verið kallaðir fyrir rannsóknarrjett út af slysinu. ÖU vitnin bera það, að baróninn hafi verið ódrukkinn, en óstjórnleg fífldirfska hafi jafnan verið eitt lund- areinkenni hans og því hafi hann öllum að óvörum hent sjer út í þessa ógeðslegu á út í opinn dauð- ann. Slægur bragðarefur. Á eynni H o n o 1 u 1 u tókst gas- notanda nokkrum lengi vel að blekkja 1 gassjórnina og ná sjer í gas ókeypis. í húsi hans var venjuleg gasveitu- vjel, er í var skotið peningum hvert* skifti, er gasið þraut (»autoniat«). Vjelin sýndi, að maðurinn eyddi miklu gasi, en fje fannst aldrei í henni. Stjórnin athugaði þetta og herti á efiirlitinu, en það kom fyrir ekki. Vjelin sýndi hvað eftir annað að hún var í góðu lagi og veitti gas fyrirstöðulaust. Umsjónarmenn var skift um, en allt fór á sömu leið. Hjer var um mjög dularfullt fyrir- brigði að ræða. Umsjónarmaöur sagöi manninum, er vjelina hafði að hjer væri víst ekki allt með feldu, en hann svaraöi því, að hann skyldi borga jafnskjótt sem vjelin hætti að veita sjer gas. En meðan hann fengi nóg gas án þess aö leggja aura í vjelina, sæi hann enga ástæðn til þess að eyða í hana peningum. Stjórnin skifti nú um vjel, en allt fór á sömu leið: maðurinn fjekk ókeypis gas eftir sem áöur. Nú ' hafði gasstjórnin í hótunum og sendi | til hans fulltrúa sína, en það kom i. fyrir ekki, Loks leiddist stjórninni | þóf þetta og bauðst til að borga t, manninum stórfje, ef hann vildi | segja frá því, hvaða brögðum hann beitti til þess að fá allt af ókeypis ? gas, og skyldi hann sýkn saka. Maðurinn fjellst á þetta og sendi stjórnin fulltrúa sinn á fund hans. Maðurinn sýndi honum dál'tla »æther«-ísvjel, steypti á nokkrum sekúndum ísplötu nákvæmlega eins og pening í lögun og skaut inn í gasveituvjelina. Vjelin veitti þegar gasi til hans, en þessi eftirgerði íspeningur bráðnaði von bráðar og gufaði vatnið úr honum upp, svo ekkert sá eftir. YASABIBLIAN er nú komin og tæst hjá hóksölunum í Reykjavík. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonai. HEYBINDINGAVJEL af bestu gerð er til sölu hjá G. Gíslason & Hay. MT avextir > dósum, fjölbreyttast og best úrval JAKÐARBEBIN FRÆ&U, perur, ananas, o. s. tn. i NÝHÖFN Mótorvagnar Og Motorhjo'lhestar sem verða til sýnis og söL« hjor koma með Sterling næst. Allt er þaðfaf nýjustu, fullkomnustu og bestu gerð. Tveir sjerfræðingar í mótorsmíði koma með sömu ferö; dvelja þeir hjer um tíma til leiðbeiningar fyrir þá, er óska kynnu viðskifta, og til upplýsinga um meðferö og brúkun vjelanna. Málningarvara ágæt er seld með 5O°|0 afslætti hjá J. P. T. Bryde. Jb\5*eUiat, hvort sem vill frá Englandi eða Ameríku útvega jeg (sem fyr), hverjum sem er, á verksmiðjuverði — án framfærslu — að viðbættum flutnings- kostnaði. — (Þar með »Ford«.) Þær kosta hjer komnar um 1000 kr. og þar yfir, hafa 6—50 hesta afl og sæti fyrir 2—7 menn. Setiur f tukthúsið f misgripum. Danskur sjómaður, A1 b e r t Johansen að nafni, var látinn laus 19. f. m. úr San Quentin- tukthúsinu í C a 1 i f o r n í u, en þar var hann dæmdur í 3 ára tukthúsvist fyrir glæp er hann hafði aldrei drýgt, hafði hann ver- ið 2 daga af þeim tíma er hann var laus látinn. Johansen var tekinn fastur í J a p a n, sendur í fjötrum yfir Kyrrahaf og er hann kom til San Francisco, var hann settur íþetta tukthús undir nafninu J a m e s R o g e r s. Af því hann auðheyri- Iega gat ekki boríð fram þetta nafn sitt og yfirleitt gat ekki tal- að ensku, fjekk fangelsisstjórinn grun um, að eitthvað væri bogifc við þetta, hóf rannsókn og eftir 2 daga var maðurinn látinn laus. Saga þessa manns er býsna ein- einkennileg og hefur vakið at- hygli mikla og umtal þar vestra. Sá reglulegi James Rogers, er líka nefndur Peter Grimes, hafði setið heilt ár í tukthúsinu fyrir svik. Eftir að hann slapp þaðan, kom hann sjer í mjúkinn hjá nafnkendum kaupmanni í San Francisco, Robert Dollor að nafni, sem hefur verslunar- sambönd mikil við Kína og Jap- an. Gerði kaupmaður hann að ritara á skrifstofu sinni einni í Austurheimi. Rogers þóttist í Kina vera sonur Doliars og gaf út fjölda af fölsuðum ávísunum. Hann var handtekinn og við alþjóðadóm- stólinn kínverska dæmdur í 3ja ára tukthúsvist, sem hann átti að búa við í fyrrnefndu tukthúsi í Californíu. Lögregluþjónn flutti hann til N a g a s a k i í Japan og átti hann að fara þaðan með am- eríska herskipinu „Sheridan“. Og í hafnarbæ þessum í Japan sýndi Rogers snarræöi það er nú verð- ur sagt. Hann fyllti lögregluþjóninn í veitingarkrá einni þar niðri við höfnina og stal frá konum afhend- ingarskjölum þeim, er honum átti að fýlgja. Fór hann svo í aðra drykkjukrá. hitti þar Albert Jo- hansen, sem var ölvaður, fór að drekka með honum og laumaði svefnlyfi í vínglas hans. Rogers fjekk svo tvo menn til að bera Johansen með sjer í bát og fluttu þeir hann sofandi út í „Sheri- dan“. þar afhenti Rogers hann undirforingja einum ásamt skjöl- unum og fjekk Rogers svo kvitt- un fyrir því, að tukthúslimurinn James Rogers væri kominn og hentur með skilum. Jafnskjótt sem misgrípin urðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.