Vísir - 07.01.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 07.01.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl, 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Vallarstræti. Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 1-3. Sími 400.— P. O. Box 367. gufuhreinsað, Iyktarlaust. Tilbúinn Sængupfatnaður. Nokkra næstu daga, fást í Njálsbúð ágœtar kartöflur, hafrar og knúsaður mafs á sérlega lágu tækifærisverði, í heilum pokum. Glæfraförin. Saga frá Slesíu. ------ NI. L; neytti nú alirar orku til þess aö setjast upp. Þögnin sjálf varð honum óbærileg. Og sifelt gall við í eyrum hans neyðarópið um uóttina. Hann reyndi að brölta að stofunni, þar sem þau mæðginin voru. Þau sváfu þar nú bæði. Þög- ull virli hinn ógæfusami maður þau fyrir sér stundarkorn og tárin runnu niður kinnar hans. Fyrir afglöp hans áttu þau nú einnig í vænd- um dapurt líf og erfið kjör. Með mestu herkjum staulaðist hann ofan stigann og nam staðar sem snöggvast við dyrnar; haust- golan hresti hann við. Án þess að gera sér glöggva grein fyrir ferðalagr sínu, reikaði hann að eim- reiðabirginu. Hann vildi skoða vélina sína, því að öllum eimreið- arsijórúm þykir eins vænt um hana og ef hún hefði haft skynjan og til- finning, rétt eins og sjómaðurinn hefir tekið ástfóstri skipið sitt, er svo oft hefir strítt í ströngu og fært hann heilan í höfn. L. var nú kominn í byrgið og þar var reyndar eimreiðin, er aörir starfsmenn höfðu komið þar fyrir. Hann leit vingjatnlega til hennar og eins og honum var títt, skoð- aði hann hana í krók og kring, því að hann bjóst við að hún hefði orðið illa úti í þessari glæfraför. Þá heyrir hann að baki sér skelli- hlátur og var þar kominn einn starfsmannanna, er mælti á þessa leið: Þér eruð víst hingað kominn tll þess að skoða steikina yðar; eg bar hana í burt og getið þér fengið hana aflur. Eimreiðarstjórinn skildi ekkert hvað hann var að fara. Hvað eruð þér að tala um steik mína, því látið þér svona? Hinn fór þá aftur að hlæja, en sagði: Þér hljótið annars að hafa gefið honum Iaglegt högg. Vélin var öll blóði drifin og beinin voru öll undarlega brotin. Satt aðsegja var þetla skaöi, því að hann hefir veriö ansi félegur. Með þessum orðum tók hann fram bein og horn af fallegum hirti og bætti svo við: Áreksturinn hefir riðið honum að fullu. Hann hefir ekki verið vanur að sjá eimreið á ferð um þetta leyti nætur. Hann hefir sjálfsagt verið að stikla yfir brautina, þegar hann sá Ijósin, en orðið steinhissa og hvergi hrært sig. Hirtir haga sér í þessum efnum jafn fávíslega og kýr eða kindur, sem ómögulegt er að mjaka af veginum. L. hiýddi á manninn alveg agn- dofa og reyndi að gera sér grein fyrir því, sem gerst hafði. Það hafði þá vériö skepna, en ekki maður, sem hann hafði grandað. Hjörtur- inn var það þá. sem rak upp öskrið. En þó hlaut að hafa oröið brautar- slys, úr því að læknisins var vitjað til særðra manna. Starfsmaðurinn virtist skilja hugs- auir L. og mælti: En það hefir nú ekki farið alveg eins vel fyrir honum félaga yðar, sem stýrði fyrstu lestinni í morgun. Þar hefir legið við stórslysi, enda þótt honum verði ekkert gefið að sök. Rétt við stöðina- hefir hann rekist á vagn fullan af fólki, sem var að fara til torgsins. Bóndinn, sem fyrir var, hefir oröið óþolin- móður og ekki búist við lestinni svo nálægt og hefir svo Iyft upp slánni og farið leiðar sinnar. En á brautinni hefir vagninn kollvelst af árekstrinum. Vagninn fór í mola, en annars fór alt skapíega. Ein kona fótbrotnaði, önnur handleggs- brotnaði, en bóndinn og sonur hans féllu í öngvit-, en meiddust ekki. En hvað er að yður hr. L.? Starfsmaðurinn gat meir en orðið forviða, því að L. híjóp upp um hálsinn á honum og raðmaði hann að sér, en grét eins og barn . . . Eímreiðarstjórinn hafði brotið ský- laus fyrirmæli og hlaut að sæta refs- ingu. En sakir góðrar hegðunar varð hún væg. Um mánaðamótin var honum vikið frá stöðu sinni. Schlutow lækni varð auðvitað ekk- ert gefið að sök, heldur hafði fórn- fýsi hans og greiðvikni aflað honum enn meira álits og fjölgaði skifta- vinum hans. Þetta ævinrýri varð hljóðbært í grendinni og enn minnast þeir, sem þektu L. eimreiðarstjóra, þessarar glæfrafarar. M jólkurkaupmen nirnir. Vegna greinar, sem birtist í Vísi á Gamlársdag f. á., eftir Helga Gísla- son á Brekku, skrifa eg þessar fáu línur. Eg ætla mé ekki að dæma um það, hvort mjólkin er seld of dýrt á 22 a. pt., í samanburði við aðra fæðu, en eitt er víst, að mjólk- in er of dýr í samanburði við mjólk- urverð annarsstaðar át landinu og í öðrum löndum, t. d, í Kaupmanna- höfn koátaði pt. af pasteuriseraðri mjólk 16 a., og það er einnig vfst að ekki fá mjólkurkaupmenn meira fyrir mjólkina með því að búa til úr henni smjör. T, d. mætti minn- ast á það að einn bóndi hér aust- anfjalls seldi brúarsmiðum landssjóðs ca. 100 pt. á dag af nýmjólk á 12 a. pt, og kvaðst hann aldrei hafa haft jafnmikið upp úr mjólk sinni, langtum betra að selja mjólkina á 12 a. heldur en að búa til úr henni smjör. Mér er einnig kunnugt um það, að meðan foreldrar mínir höfðu kiíabú, þá seldu þau mjólkina aldrei fyrir meira en 12 a. pt. (óskiiin mjólk) og þótti eKki neitt tap á því. Eg kem nú að aðalefni þessara lína og það er að athuga reikning H. G. Eg ætla ekki að breyta í neinu frá þeim tölum eða dæmi, sem H. G. hefir sjálfúr sett í grein sinni í Vísi 31. des. f, á., en eg geri ráð fyrir að dæmið hafi ekki átt að vera mjólkurkaupm. f óhag. H. G. gerir ráð fyrir aö kýrin mjólki 2200 pt. um árið á 22 a. pt. gerir kr. 484,00. Þurfi 14 pd. af töðu í mál á 4*/» e. í 240 daga gjörir kr. 302,40, hagatollur í 4 mánuði kr. 16,00. Samtalskr. 318,40. Mis- munur kr. 165,60 í ágóða af hverri kú eftir útreikningi H, G. eða ca. 33%. En nú ber að athuga það, hvað framleiðslan á heyinu koster hjá bóndanum. Ætli bóndinn græði ekki á heyinu allt að 50%efhann fær 4Va e- fvrir nvert Pd. af þvf? I Ætli heyið kosti bóndann mikið meira en 2 a. pundiö? Að öllum líkindum hefir það ekki kostað meira síðastl. sumar (bein útgjöld). Eftir þvf ætti ágóöinn af heyinu að verða I 100% °g virðist það vera vel við- unandi til að Iifa af. Sein dæmi mætti nefna það, að margir gera sér það að atvinnu að heyja á sumr- um og selja heyið á 3 til 3VZ e. pd. hér á bryggjunni og verða þó að kaupa dýru verði slægjurnar hjá jarðeigendum og kosta miklu til flutnings á heyinu. Nú munu bænd- ur segja, að hér sé um úvhey að ræða en ekki töðu, en mér er spurn, verð- ur bóndanum tilfinnanlega dýrari taðan en lausamanninum útheyið, Tl L M I N N IS: Baðhúsið opið v. á. 8-8, ld.kv. ti) 11 Borgarst.skrifit. í brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk.sunnd.87,, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasamið opið ÍVi-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartúni 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans ¦ Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. þegar hann verður að kaupa dýrar slægjur og dýran fluming? Eg vil þá minna H. G. á að hann hefir gleymt að færa til reiknings áburð- inn frá kúnum og mun verðmæti hans jafnast á við verðmismun töðu og útheys. Sem frekara dæmi fyrir framleiðslukostnaði á heyi get eg af eigin reynslu skýrt frá, að í hitt- eðfyrrasumar var eg við heyvinnu í eina viku uppi á Kjalarnesi og heyjaði með einum kvennmanni 36 kapla, varð að gjalda 75 a. fyrir hvern kapal í slægjulaun og kaupa mótor ásamt uppskipunarbát til að sækja heyið og ennfremur að kaupa hesta til að reiða heyið til sjávar. Seldi eg heyið á 3 til 3V2 ec pd. og varð þó ágóðinn ca. 50 kr. — fimtíu krónur — um vikuna. Hvað ætli bændur græði þá á heyinu sínu ef þeir fá 4*/2 a. fyrir pd. í því árferði sem var síðastl. sumar? Ýms- ar glósur, sem H. G. sendi Morg- unbl. og Hafnfirðinginum í grein sinni, læt eg afskiftalausar, býst við að hlutaðeigendur svari fyrir sig, ef þeim þykir það þess vert. Að end- ingu vil eg minnast lítilsháttar á hinn göfuga!!! hugsunarhátt sem virðist hafa komið fram hjá sumum mjólkurkaupm., að reyna að okra á fátækum gamalmennum, börnum og sjúklingum. Þeir viðast vera komn- ir til meðvitundar um það að þessir menn, gamalmenni, börn og sjúkl- ingar, verði að kaupa sér mjólkina, hvað sem hún kostar, vegna þess að þeir geta ekki án hennar verið. En ekki eru öll sund Iokuð fyrir þessu fólki, sem mjólkurframleið- endur viröast vera hróðugir yfir. Til er ein aðferð, eins og blaðið Dags- brún hefir bent á, og það er að bærinn (Reykjavík) taki að sér mjólk- urframleiðsluna fyrir bæinn. Það myndi verða mikill hagnaður fyrir bæjarsjóð og bæjarfélagið í heild sinni, þótt bærinn ekki seldi mjólk- ina nema 18—20 a. pt. eins og hún var seld fyrir nokkru og það þó að framleiðsla hennar hafi verið dýrari en nú sökum ótíðar. En mikið vill altaí meira og engir setja sig nú meira á móti landslögum og réíti, né hrópa hærra en mjólkurfram-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.