Vísir - 08.01.1916, Blaðsíða 1

Vísir - 08.01.1916, Blaðsíða 1
Útgefandi HLUTAFÉLAG Ritstj. JAKOB MÖLLER SÍMI 400. Skrifstofa og afgreiðsla í Hótel Island SÍMI 400. 6. árg. S31 Laugardaginn 8. janúar 1916. ms>~z 7. tbl. •_Gamla bíó • Parísarför Corbillons. Afbragðs gamanleikur — í 3 þáttum — \ Aöalhlutverkið leikur Prince hinn frægi franski skopleikari. Uíkfélag Reykjavíkur. Hadda Padda. Sjónleikur í 4 þáttum eftir Guðmund Kamban. Verður leikín í kvöld og annaö kvöld. Pantaðra aðgöngumiöa sé vitjað fyrir kl. 3 þann dag sem leikið er, annars verða þeir þegar seltíir öörum. Islenskt söngvasafn — I. bindi — fæst hjá öllum bóksölum bæjarins Kostar 4 krdnur. Bókaversl. Sigf. Eymundssönar. I. O. G. T. St. «FjöInir Nr. 170 heldur auka- fund sunnud. 8. þ. m. kl. 4. á vana- legum stað. Aríðandi aö félagar meeti. SKRIFSTÖRF. Karlmaður eða kvenmaður, er hefir þekkingu á tvöfaldri bók- færslu, er vel að sér í reikningi og ritar fallega hönd, óskast á skrifstofu hér í bænum. Umsóknum merktum SKRIFSTÖRF veitir blað þetta móttöku í 2 daga. SÍMSKEYTI frá íréttaritara Vísis. I- HÉRMEÐ tilkynnist vinum og vandamönnum að okkar ástkæri bróðir, Oddur Guðmundsson, andaðist á heimili okkar, Grettis- götu 20, aðfaranótt 7. þ. m. Jarðarförin verður augl. síðar. Systkyni hins látna. VINUM og vandamönnum gefst til vitundar að jarðarför okkar ástkæru móður, Petrínu Regínu Rist, fer fram þriðjudag- 'nn 11. þ. m. og hefst með hús- kveðju frá heimili hennar, Bjarna- borg, kl. 12 á hád. Börn og barnabörn hinnar látnu. Nýja Bfó e® Kaupmannahöfn 7. janúar 1916. Framsókn Rússa í Galiciu er nú orðin að trölls- legri orustu og berjast þar 800000 hermenn af þeirra hálfu. Frá Leith. Islendingur sektaður um 25 pd. Sterling fyrir að flytja blöð út í skip. Þá er Island kom til Leith á Ieið til Kaupmannahafnar í desember, voru á því nokkrir farþegar frá Norðurlandi og þar á meðal Stein- grímur Matthíasson læknir. Hitti Steingrímur þar frænda sinn, Þórð Flygenring, son Augusts kaupmanns í Hafnarfirði. Færði Þórður Stein- grími eitthvað ar þarlendum blöð- um, en vissi ekki að þar er öllum stranglega bannað að flytja blöð úr landi, öðrum en útgefendum og liggja við sektir og fangelsi. Þegar að því leið, að skipið átti að leggja úr höfn, spurði líðsfor- ingi sá, sem eftirlit hafði, skipstjóra að því hvort hann hefði nokkur blöð meðferöis. Neitaði skipstjóri því. En þá gall við danskur mað- ur, sem heima á í Leith, Godtfred- sen aö nafni og sontfr Godtfred- sens, sem var skipstjóri á Vestu,og kvað farþega einn hafa ensk blöð í fórum sínum. Hóf þá liðsforing- inn leit og fann þegar blöðin hjá Sleingrími lækni. Krafði hann Stein- grím sagna um það, hvaðan hann hefði blöðin og hann sagði frá því hið rétta. Var Þórður þá kallaður fyrir og yfirheyrður og gekkst hann j þegar við þessu, en sagði sem saft var, að sér hefði verið ókunnugt i um bannið. Var hann síðan dæmd- ' ur til að greiða 25 Sterlingspund í sekt eða 60 daga fangelsi. En farþegar á íslandi greiddu sektina. Frétt þessa hefir Vfsir eftir bréfi frá Kristjáni kaupm. Gíslasyni frá Sauðárkróki, sem var meðal farþeg- anna á íslandi. Með því að eg hefi selt eign mína í Félagsprenlsmiðjunni herra Pétri Þ. J. Gunnarssyni, og í sam- bandi við það hætt forstöðu prent- smiðjunnar, finn eg ástæðu til að . þakka hinum mörgu fjær og nær, sem skift hafa viö prentsmiðjuna á undanförnum árum, og vona eg að viðskiftamennirnir láh" hana njóta sama trausts framvegis. Reykjavík 6. jan. 1916. Halldór Þórðarson. Cleopatra. Myndin verður sýnd í heilulagi í kveld. ^BÆJAEFKÉTTIEÍ Afmæli f dag: Sigrföur Jóhannsdóttir, ungfrú. Erl. mynt. Kaupm.höfn 7. jan. Sterlingspund kr. 17,20 100 frankar — 62,25 100 mörk — 65,75 Villa hafði slæðst í ræðu Lloyd's George sem birtist í Vísi í gær. Þar stóð að Englendingar hefðu smíðað 13 flísakúlur á dag í maf- mánuði, en átti að vera 13,000. Stjórn Elmskipafélagsins. Bjarni M. Magnússon hefirgefið út spjald með myndum af sljórn Eimskipafélagsins og skipum þess. Á spjaldinu eru auk þess myndir af fossunum, sem skipin eru heitin eftir. Bréfspjald með sömu gerð hefir hanh einnig gefið út. Er hvorttveggja mikið vel úr garði gert. Apríl seldi afla sinn í Fleetwoud í fyrradag fyrir um 2970 sterl. pund. »Geir«, björgunarskipið, fór til Vest- mannaeyja í fyrrakvöld. Ætlaði að Ieita að vélbáti sem vantaði þaðan með 4 mönnum. Úr leitinni kom Geir aftur í gærkvöld til Eyja og haföi ekki fundið bátinn. Visir er nú eina blaðið í bænum sem flytur daglega og óbrigðult sím- skeyti frá útlöndum. Sjálfstæðisfundur verður ekki haldinn f kvöld. Reglulegur fundardagur var á ný- ársdag og næst á laugardaginn 15. þ. m. Messað á morgun í Frfkirkj. í Rvík kl. 12 á hád., sr. 01. Ólafsson. Dánarfregn. 6. þ. m. dó Oddur Halldórsson, gamall maður á Efri-Brekku við Brekkustíg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.