Vísir - 10.01.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 10.01.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR Afgreíðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 1-3. Sími 400.— P. O. Box 367. Ji^^^^^^^^^g^S^fl gufuhreinsað, lyktarlaust. Ú TilbúinnSængurfattiaður. % J4^^0m^hí^m Kol. í haust, er útséð var um það. að nokkuð yrði úr því að kol yrðu tekin upp úr kolanámunni í Stálvík, eða hún rannsökuð nánar að þessu sinni, var vikið að því hér í blaðinu, að Reykja- víkurbær yrði þá þegar að út- vega sér kol til vetrarins. — Á þessu var hin mesta nauðsyn af tveim ástæðum. — Fyrst gát- um vér ekkert um það vitað, hvort kol myndu verða fáanleg í Englandi í vetur, nema til skipa. f öðru lagi mátti gera ráð fyrir að kol mundu stíga jafnvel all- mikið í verði er á veturinn liði. Og viti menn, skömmn síðar auglýsti bœjarstjórnin eftir til- boði um sölu á éinum eða fleiri förmum af kolum. — En þar við situr. — Bæjarstjórnin hefir sjálfsagt ekki athugað það, að þessi aug- lýsing hennar hlaut, ef ekki átti meira að gera, að verða að eins til ils. — Ef bæjarstjórnin hefði ekkert gert, var ekki ósennilegt að bæjarbúar hefðu bundist sam- tökum, um að útvega sér kol. En þegar búið var að auglýsa, mun mönnum hafa þótt málinu vel borgið, f þeirri trú, að hug- ur fylgdi máli hjá bæjarstjórn- inni. Að vísu eru ekki miklar líkur til þess að bærinn verði kolalaus, en þó eru menn farnir að vakna við illan draum, er þeír heyra nú talað um að kol muni nú bráðlega hækka allmikið i verði. Menn minnast þess, að hafa heyrt þess getið, að verkamenn á Akureyri hafi birgt sig upp að kolum í haust og fengið þau fyr- ir 6—7 kr. skpd. Hér í Reykja- vík hafa menn orðið að greiða 8 kr. og þar yfir. Og nú mega menn jafnvel búast við að verða að borga enn meira. Sá sem þetta ritar minnist þess, að hafa heyrt það í haust, að aðalkolaversl. bœjarins mundi hafa nægar birgðir af kolum handa þænum, ef ekki yrði selt því meira til skipa. Hafi bæjarstjórn- in látið sér nœgja þetta og þess vegna hætt við kolakaupin, þá var það því að eins forsvaran- legt, að hún, að minsta kosti, trygði sér að kolaverðið hækkaði ekki frá því sem það þá var. — En auðvitað hefir það ekki verið gert. Og hafi verslun þessi nú þegar selt þær birgðir, þá má vœnta þess, að hún sjái sig til neydda að setja upp verðið. Pað eru nú að vísu til þau fífl sem jafnvel láta sjá nafn sitt á prenti undir þeirri vitleysu, að engin dýrtíð sé nú í bænum, en væntanlega dylst það engum skynbærum manni, að almenn- ingur má ekki við því, að kaupa kolaskpd. fyrir mikið meira verð en 8 kr. Og það liggur í aug- um uppi, að einhver ráð verður að finna til þess að koma í veg fyrir þá hækkun. Og eitt ráð er áreiðanlega tll. Landsjóður á fyrirliggjandi all- miklar kolabirgðir. Og þau kol mnnu vera miklu ódýrari en önn- ur kol sem nú eru fáanleg. — Pessi landsjóðskol munu að vísu hafa verið keypt sérstaklega með það fyrir augum, að tryggja land- ið gegn algerðu kolaleysi. En bæði er nú það, að þau myndu sjálfsagt hrökkva skamt undir þeim kringumstæðum, og annað hitt, að ef kolaverð hækkar mik- ið frá því sem nú er, þá má svo segja, að all-margir menn séu kolalausir, þeir geta ekki keypí kolin. — Auk þess má telja það víst, að útgerðarmenn geti áltaf fengið kol í Englandi. Englend- ingar munu áreiðanlega undir öll- um kringumstæðum vilja vinna þaö til að fá fiskinn af botn- vörpungunum. Enn er svo liðið á veturinn, að gera má ráð fyrir að kol landsjóðs endist til vors, að minsta kosti ef farið er spart með þau, en ýmsir efnaðir menn sem mest kol þurfa, hafa þegar birgt sig upp til vetrarins. Pað er því alger óþarfi að láta kolaverðið hækka frá því sem nú er. Jafnvel fullvel ástæða til að fara að selja landsjóðskolin nú þegar, til þess að menn eigi kost á ódýrari kolum en nú eru fáanleg í bænum. Borgari. Batnar hægt. Nei, nú nenni eg ekki lengur að elta ólar viö skrif B. H. B. um gangverðsverölagið, sem hann kall- ar svo. Hve gersamlega skilningslaus hann er á rnáli þessu, sést best á samanburði hans á pósthúsi og bönkum. Það er eðlilegt að verð- lag pósthússins fari eftir danska verðlaginu. Fyrst og fremst ganga öll þess viðskifti vio England í gegn um Danmðrku og hlýtur verðlag þess því að fara eftir dönsku verölagi. En auk þess kaupir það aldrei víxla eða ávísanir á England eins og bankarnir og þarf þvíekki að taka tillit til innkaupanna eins og þeir við sölu ávísana á Eng- land. — Að verðlag bankanna, þrátt fyrir það, nær ávalt er lægra en pósthúsverðlagið kemur þessu máli ekki við og heldur ekki það, að pósthúsið einstakasinnum er lægra. FuIIyröing B. H. B. um þaö, að bankarnir eigi að velja ttmann til kaupa á erl. mynt er í svo áber- andi mótsögn við kröfu hans um, að bankarnir taki tillit til þarfa við- skiftamamianna, að mig furðar á TIL M I N N IS: Baðhúsið opið v. d. 8-8. ld.kv. til 11 Borgarst.skrif.st. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk.sunnd.81/., siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opÍð.lVs^Vj síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud, kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstnd. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud, kl. 2—3. Aúgnlækningar í Lækjargötu 2 á rr.ið- vikud. kl. 2—3. Cigarettur mest úrval í Landstjðrnnnni þvf að hún skyldi ekki standa í honum. Það er auðvitað, að þar sem bankarnir hér háfa keypt ensk pund í í sumar fyrir meira en 18 kr. og selt þau í haust fyrir miklu lægra verð, þá getur hér alls ekki verið um gróða eða álagningu að tala. Stagl herra B. H. B. um þetta er því bersýnilega út í hött og alls ekki svara vert. — Enda mun eg láta hér staöar numið. Merc. S kr í 11 u r. Maðurinn (hjá lækninum): Stattu nú bein Qudda, svo læknirinn geti séð hvað þú ert skökk. Frænkan (tekin að eldast): Dæma- laust er að vita þetta krakki, ntí hefir þú verið látin sitja yfir í skólanum einu sinni énn. Inga litla: Heyrðu frænka, ætli það sé nokkuð verra en að sitja i yfir á böllunum — ha? í Litli drengurinn (við mömmu sína á bryggjunni): Mamma, mér finst eg vera farinn að sökkva upp á móti. Hans litli (heyrir lætin í þrumu veðrinu): Hvaða læti eru þetta mamma? Móðirin: Guðinn Þór er að aka úti Hans minn. Hans litli: Finst þér ekki mamma, hann ætti að láta setja gummíhjól á vagninn sinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.