Vísir - 10.01.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 10.01.1916, Blaðsíða 4
VÍSIR • i Herbergi þau, sem A n d r é s klœðskeri Andrésson hefir haft fyrir verslun og vinnustofu, eru til lelgu. Upplýsingar í verslun Jóns Þórðarsonar. Stúdentafélag Háskólans. f gærkvöldi var haldinn aöalfund- ur félagsins. í stjórn votu kosnir: Ounnar Sigurösson (frá Selalæk) for- maður, Sveinn Sigurösson ritari og J. Nisbet gjaldkeri. f ráöi er að félagiö gefi út tímarit á komandi ári. Myndirnar, sem um var getið í blaðinu í gær, eru sýndar í Vísisglugga í dag. Kostakjör. Meðan kaldast er í veðri og at- vinna minst í bænum, fá krakkar, sem selja Vísi á götunnm sérstök kostakjör. Komið og spyrjist fyrir. Skipafregnir. O u 11 f o s s fer ekki héðan fyr en á morgun kl. 4. F I o r a fer í kvöld kl. 8, á leið til útlanda, fyrir sunnan land. Hæstaréttardómur. Sjálfsögð viðurkenning á yfirburð- um Vísis er það, að meta umsögn hans sem hæstaréttardóm, eins og Mbl. gerir í dag. Hadda Padda. Hitt fólkið. Þótt Hrafnhildar gæti Iangmest, þá verður þó að geta hins fólks- ins að nokkru. Hlutverkin eru þó mörg svo smá, að ekki tekur að vera margorðari um þau en svo, að geta þess að þau fóru ðll vel úr hendi. Foreldrar Hrafnhildar (Herbert Sigmundsson og Majta Indriða- dóttir) fara vel með sín hlutverk, og blærinn yfir viðtali þeirra um ferð dóttur sinnar var einmitt sá rétti. Ingólf lék Jens Waage og lék ptýðilega að vanda. Eg er viss um að hann hefir gert skáld- inu mikinn greiða með leik sín- um, því að hann veitti mannin- um það líf, sem höf. vildi ekki veita honum. Og leikur hans við festina í síðasta þætti greip miklu nieira en eg hefði trúað um Ing- ólf. — Kona Jens, frú Evfemia, lék grasakonuna mjög vel, blátt áfram og trúverðulega. — Emilia lndriðadóttir iék Kristrúnu. Það var erfitt og vanþakklátt verk. Erfið- ið liggur í því, að skáldið hefír gert svo háar kröfur til fegurðar og æskufjörs, að erfitt verður \xU$o fer á, morgun kl, 4. 2. íyrirlestrafundur "Kvenréttindafélags íslands Fyrirleslur um réttarstöðu íslenskra kvenna flytur yfird.lögm. Ólafur Lárusson settur HásMakennari, í Iðnó mánudaginn 10. janúar, í kveld, kl. 8V2- Aðgangur ókeypis fyrir félagskonur en fyrir utanfélagskonur 15 au. Piltur flesturh konum að fullnægja þeim, og verður eigi sagt að leikand- inn hafi haft yfirburði yfir syst- ur sína í þessu sem þó er nauð- synlegt. Hún hafði og eigi valið sér góðan búning, og hefði bleik- ur silkikjóll gert allar hreyfingar mýkri. En hún lék vel að öllu því, sem henni var sjálfrátt. Nokkrir nýir leikkraftar komu fram í þessum leik. Þar á meðal var Halldóra Vigfúsdóttir, er lék fóstru Hrafnhildar. Leikfélagið hefir verið heppið að ná í hana, ef dœma má eftir meðferð henn- ar á þessu hlutverki. Pví að hún var mjög góð, enda var auð- fundið á áhorföndunum að þeim gatst vel að. Eg læt þess getið, þótt það kunni að þykja fátæklegt, að eg hefi eigi nema eina mælistiku á alla, og læt eg því eitt yfir alla ganga, landa mína og aðra. Eg hefi séð góða leikara í fjórum þjóðríkjum öðrum en íslandi, og sé þó eigi betur en hættu- laust sé að bera saman. Mínir dómar á íslenzkum leik byggjast allir á nákvæmum samanburði við það, sem eg hefi séð er- lendis, En auðvitað mál er það, að leiksviðið sjálft er að ýmsu ónógt. Þ6 er eg viss um að leiktjöldin í 3. og 4. þættl væri talin falleg hvar sem væri í heiminum. B. ]. f. V. Der Wall von Eisen und Feuer eftir Georg Wegener. Lpz 1915. 8 blbr. 180 bls. Verð 1 mark. Útgefandi: Brockhaus Leipzig. Eitt at einkennum þessa mikla heimsófriðar, sem nú stendur yfir, er það, hve voldugt vopn penninn er og blekið. Deilurita ber siður að geta bjá hlutlausri þjóð, en öll- um hlytur að vera það kærkomið, að lesa vel ritaðar lýsingar á ófrið- arþjóðunum, þar sem sagt er um hagi einnar eða fleiri, án þess hinar sé hrakyrtar eöa lastaðar. Eina slíka bók ritaði Sven Hedin um Þjóðverja sem kunnugt er orðiö. Nú hefir annar kunnur maður ritað aðra bók, þar sem lýst er her og herstöðvum Þjóðverja. Þessi hðf. er Georg Wegener, prófessor. Hann er ágætur landfræðingur og þekkir allra manna best lönd og þjóöir um allan heim. Hann var leiðtogi og ráöunautur ríkiserfingjans þýska í Indlandsferð hans. Hann hefir dvalið í höfuðstöðvunum að vestan, síðan ófriðurinn hófst. Ntí segir hann frá þvf,sem fyrir augun hefir borið, og segir ágætlega frá því, svo sem vænta má af gagnmentuðum manni, fyndnum og ritvönum. Bók þessi kostar ekki nema 1 mark og ættu menn því að fá sér hana. B. J. f. V. ungur og reglusamur óskar eftir atvinnu við búðar eða pakkhús störf, sem fyrst. Tilboð merkt 23, skilist á afgr. Vísisfyrir 12.þ. m. ML — VINNA — II S t ú 1 k a óskast í vist nú þegar. A. v. á. Eldhússtúlku vantar mig. B. Jónsson, Frakkastíg 14. T v æ r stúlkur geta fengið að læra fatasaum. Uppl. á Hverfis- götu 67. Á sama stað er seldur fatnaður nýr og gamall á börn og fulloröna. Líka tekið á móti fatn- aði til útsölu. S t ú I k a, vön húsverkum, óskast. Uppl. á Laugavegi 42. Morgunstúlka eða kona óskast frá kl. 9—-11 í formiðdaga. Uppl. á Vesturgötu 23. KAUPSKAPUR Morgunkjólar smekkleg astir, vænstir og ódýrastir, sömul. langsjöl ogþríhyrnureru ávalt til sölu í Garðastræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti 4). Morgunkjólar frá 5,50— 7,00 fást hvergi ódýrari né betri en f Doktorshúsinu við Vesturgötu. Hnottrésborð (Salonborö) til sölu með tækifærisverði Lindar- götu 34 (uppi). L í t i ð snofurt hús óskast til kaups, tiltekið verð óg borgunar- skilmálar, merkt »H ú s«, sélagt inn á afgreiðsluna fyrir 13. þ. m. O 1 í u o f n til sölu. Til sýnis á afgreiðslunni. L í t i ð hús á góðum stað ósk- ast til kaups. Afgreiðslan vfsar á, V ö n d u ð smokingföt á meðal- mann, ennfremur tvenn jakkaföt til sölu með tækifærisverði. Afgreiðsl- an vísar á. F i ð 1 a til sölu með tækifæris* verði. Afgr. v. á. TAPAfl —FUNDIfl T a p a s t hefir næla 6. þ. rn« Skilist á afgreiðsluna gegn fundar- launum. V í r a v i r k i s-brjóstnál tapaðist í Nýja Bíó 7. þ. m. Skilist gegn fundarlaunum. A. v. á. KENSLA D ö n s k u kennir Jakobína Jakobsdóttir Laugavegi 20 B. — Heima kl. 10—12. — Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.