Vísir - 11.01.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 11.01.1916, Blaðsíða 2
VfSIR VISIR A f gre i ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. Inngangu r frá Vallarstræti. Skrífstofa á sama stað, inng frá Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá M. 1-3. Sími 400. — P. O. Box 367. ^Xék o$ JDutvtv, gufuhreinsað, lyktarlaust. Tilbúinn Sængurfatnaður. Samverjinn. —o— Oss, sem veitt höfum Samverj- anum forstöðu,' er bæði Ijúft og skylt aö þakka fyrir »gamla áriö« áður én Samverjinn tekur til starfa í þriðja sinn. Eins og margur kann að muna hófust matgjafir Samverjans 15. janúar og hættu í marsmánaðarlok í fyrravetur. Aðsóknin var nokkuð svipuð og veturinn 1914, gestirnir að sönnu töluvert fleiri, en heim- sendar máltíðir miklu færri en þá. Alls var úthlutað rúmum 16 þú> und máltíðum þennan hálfan þriðja mánuð, og störfuðu að því til skiftis 38 konur, allar kauplaust nema 4, er fengu dálitla þókrtun. Ein vann kauplaust 39 daga og íimm aðrar um og yfir 20 daga. Þegar byrjað var, áttum við 140 kr. í sparisjóðsbók frá fyrrá ári og töluvert af áhöldum, en þrátt fyrir alla dýrtíð, bárust gjafirnar svo ört, aö ekki þurfti að grípa til sjóðsins, og þegar Samverjinn hætti í fyrra, var »sparisjóðurinn« orðinn 242 kr. 69 aurar, vöruleifar auk þess virtar á 191 kr. 62 aura og áhöid talin fuílra 95 kr. virði. Þó var flest öll matvara mikið dýrari en 1914 og kostnaöur pví tiltölulega svo miklu meiri, að þar sem hver máltíð tald- ist oss kosta úm 10 aura veturinn 1914, var máltfðin í fyrra um 16 aura. En bæjarbúar reyndust Sam- verjanum ágætlega og gáfu til hans 1559 kr. og 90 aura í-peningum og 1297 kr. og 92 aura í vörum. Mér er því Ijúft að segja nú fyrir hönd allra starfsmanna Samverjans — og gesta hans: Gleðilegt nýár og hjartans þakkir fyrir liðna árið. Börnin, sem heimsóttu oss í fyrra, eru farin að spyrja: »Hvenær byrj- ar Samverjinn?* og nú tekur hann til starfa á miðvikudaginn kemurog verður opinn alla virka daga fyrst um sinn frá kl. 11 til 2. Vér efumst ekkert um aðstoð bæjarbúa, sem gjöfum geta miðlað. Rétt fyrir jólin i/ar oss send ket- tunna og nokkurt feitmeti og því bætt við, að »það væri óþarfi að vera nokkuð að »kvittera« fyrir það í blöðunum*, — Fátæklingarnir mundu margir taka hlýlega í hönd gefandans, ef þeir fengju færi á því. i Það er búist við að gestirnir verði aðallega fátæk börn og gamalmenni eins og í fyrra. Eftirlitið verður eins gott og framast eru föng á. Komi börn eða aðrir til Samverjans frá þeim heimil- um, sem oss, stjórnendum hans, eru ókunn, verða þau að hafa með sér skrifleg meðmœli borgarstjóra, fá- tækrafulllrúa, prests eða einhvers annars valinkunns manns, sem kunnugur er viökomandi heimili. Máltíðir verða ekki sendar út í bæ nema til sjúklinga, og þá því að eins, að læknir, yfirsetukona eða hjúkr- unarkona óski þess skriflega, — því að munnleg skilaboð fara stund- um í vanskiium. — Séu einhver bágstödd heimili eða fátæk gamal- menni svo einurðarlítil að þau vitji ekki Samverjans að fyrrabragði, vænt- um vér þess, eins og að undan- förnu, að einhver kunnugur segi oss til þeirra, og verða þau þá heimsótt. Þrátt fyrir óvenjumikla, atvinnu í vetur, er margur bágstaddur, eins og allir kunnugir vita, enda er mat- varan æði dýr fátæklingum um þess- ar mund.r. í fyrra keypti Samverjinn mjólk fyrir nærri 500 kr. og brauð fyrir 200 kr., — auk þess sem gefið var, og meira en lítið af haframgrjón- um og hrísgrjónum. Þær vörur eru dýrar um þessar mundir, en vonandi rætist vel úr, og fegnir vildum vér komast að föstum og góðum samningum við einhvern mjólkursala og brauðsala í vetur. — Munið eftir kolunum —, það þarf töluvert af þeim. Frú María Pétursdóttir veröur ráðskona Samverjans, eins og að undanförnu, og eru stúlkur og kon- ur, sem vilja hjálpa til að bera fram matinn, beðnar sð snúa sér til henn- ar. Vér þurfum 5 eða 6 slíka sjálf- boðaliða daglega. — Ráösmenn Samverjans eru þeir Flosi Sigurðs- son trésm., Þingholtsstræti 15, og Guðjón Jónsson Laugavegi 72, taka þeir á móti matgjöfum og annast flutning þeirra, ef óskað er. Bókari Samverjans er Páll Jónsson versl- unarmaður eins og áður og Júl. Árna- son verslunarstj. gjaldkeri, og veitum vér peningagjöfum viðtöku, og sömu- leiðis treystum vér því að ritstjórar dagblaðanna taki við slíkum gjöf- um til Samverjans eins og fyrri árin. Að svo mæltu þakka eg fyrirfram öllum styrktermönnum Samverjans, 1916. Þeim verður jafnan heimilt að skoða gestabók Samverjans, þeg- ar starfið er byrjað. Eftirlit þeirra í því efni er oss kærkomið. Reykjavík, 7. jan. 1916. Fyrír hönd Samverjans. Sigurbjörn Á. Gíslason. $end\3 au^sltvgar ttmantega. Herstjórn Bandamanna* Yfirhershöfðingjar bandamanna á vesturvígstöðvunum, Joffre og French hafa báðir Iátið af herstjórn. — Hverjar orsakir liggja til þess, verður ekkert vitað um. Þeir sem við taka af þeim eru ekki nýir menn á vígvellinum, heldur hafa þeir hvor um sig haft á hendi yfir- stjórn herdeilda frá byrjun ófriðar- ins og er mikið látið af þeim báð- um sem herforingjum. Castelnau heftr haft á hendi stjórn þess hluta Frakkahers sem barist hefir í Elsass og þykir hann hafa stjórnað honum afburða vel og hef- ir hann nú tekið við af Joffre. En sá sem við hefir tekið af French heitir sir Douglas Haig. —: Hann hefir stjórnað fyrstu herdeild Breta frá byrjun ófriðarins og hlot- iö mikið lof í skýrslum French. — Eftir orustuna viö Aisne sagði French t. d. í skýrslu sinni: »Framgöngu fyrstu herdeildar stýrðj sir D. Haig af svo mikilli greind, hugrekki og festu, að hann náði þeim stöðvum sem eg á það algerlega að þakka, að eg gat haldið velli í meira en þriggja vikna ákafri orustu á norð- urbakka fljótsins«. Um Ieið og French lét af her- stjórninni gaf hann út ávarp til her- sveitanna og lýsti í því sorg sinni yfir því, að verða að skiljast við þær áður en sigur væri unninn. Kveðst hann þess fullviss, að þess verði ekki langt að bíða. Raddir hinna sanngjörnu. Verðlagsnefndin og mjólkin. Síðan ákvæðið um hámark mjólk- urverðs var sett, hefir mikið verið um það talað hér í borginni og hafa borgarbúar verið mjög ánægðir yfir að svo skuli vera komið, sem komið er, og hlakka nú yfir þeim ímyndaða sigri, sem þeir þykjast hafa unnið á mjólkurframleiðendum, sem sé þeim: að nú geti þeir ekki lengur notað sér neyð borgarbúa (eins og þeir komast að orði). En mér dettur í hug hið gamla spakmæli: »Sá hlær best sem síðast hlær«. Eölilegasfa afleiðingin af gjörræði þessu, sem framið hefir verið gagn- vart mjólkurframleiðendunum; er sú, að þeir myndi samtök og hætti allir í einu að selja mjólk í borginni. Verið getur að hin háa verðlags- nefnd hafi gert ráð fyrir að svo myndi fara, jafnframt og hún ákvað hámark mjólkurverðs, og samstund- TIL M I N N IS: Baðhúsið opið v. d. 8-8. ld.kv. lil 11 Borgarstskrifit. í brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3og5-7v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk.sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið IVj-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-ö. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opiö sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis Iækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud, kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á rr.ið- vikud. kl. 2—3. Skyr fæst daglega í bakaríi Kr. B. Símonarson, Vallarstræti 4. is gert ráðstafanir í þá átt að sporna við þeim óþægindum, sem mjólkur- leysi gæti haft í för með sér, þó enn sé það hulið almenningi. En övenjumikla fyrirhyggju sýndu þá vorir mikilsvirtu yfirboðarar, ef svo væri. Þó aldrei nema nefndin heföi nú gert þetta, þá er athæfi þessu engin bót mælt með því. Þaö hljóta allir að sjá að slíkt eru hrein neyðar- úrræði að lækka verðmæti þeirrar vöru, sem framleidd er í landinu meö því að ákveða hámark verðs- ins. Það liggur í augum uppi af hvaða ástæðu vara kemst í hærra verð heldur en hún þarf vegna fram- Ieiðslukostnaðarins (þegar ekki ér um öfluga verslunarhringa að ræða) Það er vegna þess að framleiðslan er of lítil samanborið við eftirspurn- ina. Þess vegna er nauðsynlegt þegar slíkt kemur fyrir að greiða svo fyrir framleiðslunni að hún verði glæsilegur atvinnuvegur. Með þvf er hjálpað til að auka vöruna, og við aukninguna hlýtur verðið að lækka. Til þess ættu einhverjir af þeim mörgu mönnum, sem kostaðir eru af fé landsins til að gæta hags- muna þjóðarinnar að verja kröftum sýnum, en ekki til þess að beita kúgun við þær stéttir þjóðfélagsins, sem sýna viðleitni til að bjarga sér á sjálfstæðan og heiðarlegan hátt. Ouðmundur Jónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.