Vísir - 16.01.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 16.01.1916, Blaðsíða 3
VfSI R JðveMtfö S&YÚtas ^újjenga sxtvow o$ úampao\v\ S\m\ Blómlaukar, úti og inni, eru nú seldir með hálfvirði á Laugavegi 10. yta3avev$L SuBm, S'aut^otiav- Jón Björnsson & Co, Bankastræti 8. Nýkomið: Alklæði. Kjólatau. Léreft. Sængurdúkur. RekkJuvoBir. Sirz. Sjöl. Tvinni. Lakáléreft. Flónel. Tvisttau \ og margt fleira. Skemtifélap: Templara, í kveld hefir félagið skemtikveld í Templó. Pétur Halldórsson bóksali, syngur. Har. Níelsson prófessor og Einar Hjörleifsson skáldtaia. Aðgöngumiðar fást í Tempió á sunnudaginn síðd. kl. 2—4 og eftir 5. Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz. Kökur og Kex, margar tegundir, f á s t á v a 11 í Nýhöfn. Cigarettur mest úrval í Landstjörnanni Matvörur! Kaffi og Sykur, ó d ý r a s t í versl. VON. Stóra búðin í húsi hr. Gunnars Þorbjarnar- sonar í Hafnarstrætr fæst á leigu nú þegar. Semja ber viö Pétur Þ, J. Gurrarsson í&est aS aut^sa \ ^D\s\. sögmean Oddur Gíslason yfirréttarmálaflutningsmaOur, Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og4-5. Sími 21 Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aðalstræti 6 (uppi.) Skrifstofutími frá kl. 12-1 og 4-6 e. h. Talsími 250. Pétur Magnússon yflrdómslögmaður,] Grundarstíg 4. Sími 538 Heima kl. 5—6. Váfrygglngar. J Vátryggið tafalaust gegn eldl vörur og húsmuni hjá The Brit* ish Dominion General Insu ance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason Sæ- og stríðsvátrygglng Det kgl. oktr. Söassurance Komp. Miðstræti 6, Tals. 254. A. V. TULINIUS. Aðalumboðsmaður fyrir Island a\x$^suv$at ttmatile$a. Trygð og slægð Eftir Guy Boothby. 29 ____ Frh. Eg hélt að yður væri það ekki ama, að lofa mér að tala við nokkrar mínútur. Ef það er yður ógeðfelt, þá skal eg hafa mig Sefn fljótast á burtu. Eg hugsa Þessa dagana ekki um neitt annað en Það, hvernig eg geti gert yöur Setn hamingjusamasta. betta var í fyrsta sinn sem hann Ja'aði svona ijóst. Hún fölnaði dá- Utið. ~~ Eg haföi enga hugmynd um, að yður langaði til að sjá mig, annars skyldi eg hafa verið heima, sagði hún. Meðan þau töluðust við höfðu au altaf staðið í sömu sporum á gótunni, þar sem þau höfðu mæst. ~~ Yður væri ef til vill sama þótt eg gengi með yður stundar- korn? spurði Browne, hálf hræddur um að hún myndi ekki leyfa það. — Mér væri mikii ánægja að því, sagði hún. Svo héldu þau af stað í áttina til vinnustofu hennar. Þau stönsuðu við hliðið. Hún snérist á hæli og snéri sér að hon- um og rétti honum hendina um leið. Það var auðsætt, að nú hafði hún ráðið við sig hvað hún ætlaði að gera. « — Veriö þér sælir, herra Browne, sagði hún. Browne tók eftir því, að röddin skalf og augun fyltust tárum. Hann gat ekki haidið þetta út lengur. — Ungfrú Petrowitch, byrjaði hann, þér verðið að fyrirgefa rudda- skap minn, en mér finst eg vera alveg viss um, að það er eitthvað sem amar að yður. Viljið þér ekki treysta mér, og lofa mér að hjálpa yður? Þér vitið hve glaður eg yrði ef þér vilduð gera það. — Þér getið ekki hjálpað mér á neinn hátt, svaraði hún og kvaddi hann. Browne fanst hann heyra hana andvarpa um leið og hún hvarf inn í húsiö. Hann stóð grafkyr nokkur augna- blik. Hann var eins og steini lost- inn af því, hve skyndilega hún hafði farið frá honum. Hann von- aði að hún kæmi þá og þegar út úr húsinu aftur. Þegar haun sá, að hún ætlaði ekki að gera það, þá snéri hann við og gekk niður götuna. Hann var altkvöidið þreyju- iaus. Hann gat ekki annað en sí- felt hugsað um andlit stúlkunnar. Hann fann það greinilega að það var eitthvað, sem amaði að henni. En hvernig átti hann að hjálpa? Að minsta kosti ætlaði hann að gera tilraun. Klukkan um ellefu morguninn eftir, steig hann út úr vagni sínum fyrir framan vinnustofuna í German Park-götunni. Hann hringdi dyra- bjöllunni, en enginn svaraði. Hann hringdi aftur — sami árangur. Þegar hann komst að raun um, að hann gat ekki gert vart við sig, þá steig hann aftur upp í vagninn og ók til Warwick-götunnar. Þegar hann fann húsið, sem Katrín hafði sagt honuni frá, þá hljóp hann þangað og hringdi. Þjónustustúlka kom til dyra. Hann spuröi eftir, ungfrú Petrowitch. — Ungfrú Petrowitch? spurði stúlkan eins og hún væri alveg hissa. Hún er ekki hér, herra minn, hún og frú Bernstein fóru héðan, til Parísar, í morgun. 7. kapituli. Þegar Browne heyrði tfðindin, fanst honum hjartað í brjósti sínu verða að biýklump. Hann gat varla trúað sínum eigin eyrum. Augna- ! bliki áður hafði hann haft von um, að standa bráðlega augliti til aug- litis við ungfrú Petrowitch. Þá hafði hann ætlað sér að bera upp fyrir henni þá spurningu, hvort hún vildi leyfa honum að gera hana hamingjusömustu konuna í heiminum. Honum fanst dagurinn verða niðdimm nótt. Hvernig gat staðið. á þessari brottför hennar? Gat hún staðið í sambandi við það, hve mikið frú Bernstein hafði haft að gera síðustu dagana?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.