Vísir - 17.01.1916, Side 2

Vísir - 17.01.1916, Side 2
VÍSIR VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá fei. 1-3. Sími 400.— P. O. Box 367. 3 eða hannyrðum. og ódýr — A s t ú 1 k u r geta * fengið tilsögn í Kenslan fjölbreytt Afgr. v. á. Bæjarstjórnar- kosningin. —o— Flestöllum bæjarbúum er full- kunnugt að nú um hríð er bæjar- stjórnarkosningin mesta aðalumtais- elni í flestum félögum bæjarins og allmikill undirbúningur undir hana þegar byrjaður. En hvernig stendur á að blöðin ræöa hana sama sein ekki neitt aö blaðinu Dagsbrún einu undanskildu? Mér virðist meir en tími til kom inn að dagblöðin fari að ræða þær frá ýmsum hliðum og láti ekki út- senda kosningasmala eina um það, — og því vildi eg reyna að brjóta ísinn, enda þótt eg ætli ekki að mæla með neinum sérstökum lista, enda er mér að mestu ókunnugt hverjir verða á listunum. Það erauðsættá ýmsum samtök- um verkamanna og blaöi þeirra, að stjórnmálafélögin verða ekki látin ein um listana eins og oft hefir veriö að mestu leyti að undanfðrnu. — Það tel eg framfarir. Mér hefir aldrei getað skilisi það að stjórnmálaágrein- ingur ætti nokkurt erindi inn í bæj- arstjórn þessa bæjar, og þóft það stundum bæði illt og broslegt, þeg- ar það hafaverið talin aðalmeðmæli eða ÓKOstur einhvers bæjarfulltrúa- efnisins að hann væri »rammur heimastjórnarmaður* eða »æstur sjálfstæðismaður*, að eg nú ekki tali um ósköpin þau, þegar annar hvor stjórnmálaflokkurinn hefir reynt að fá meirihluta flesfra nefnda innan bæjarstjórnar úr sínum flokki, alveg eins og það hefði meir en lítil stjórnarfarsleg áhrif, t. d. hvor flokk- urinn það væri, sem gæti ráðiö fram úr því, hvar skolpræsi væru lögð það árið. — Auk þess er víst eng- in gata eða götubúar hér í bæ svo einlitir í pólifík að hægt sé að láfa þá njóta þess eða gjalda með betri eða verri hirðingu þeirrar götu en annara gatna. — Skyldu þeir ætlast til þess, sem berjast um pólitík við bæjarstjórnarkosningar, að ef flokks- Chairman og Vice Chair Cigarettur eru bestar. REYN I Ð ÞÆR Þœr fást í öllum betri verslunum og í heildsölu hjá T. Bjarnason, Umboðsverslun Templarasundi 3 Sími 513 menn sínir verði í meiri hluta í bæjarstjórninni, þá fari þeir að gera atvinnu þá og stöður, sem bæjar- stjórnin veitir, að pólitiskum bitl- ingum. Eða halda þeir að hvergi séu gætnir menn og duglegir nema í sínum hóp? — Eg veit það ekki. — Mér viröist erfitt að komast hjá leiðinlegum getsökum til góöra manna, ef þessar pólitisku bæjar- stjórnarkosningar eru íhugaðar ó- hlutdrægt. Hitt er auðskilið mál að margir vilja kjósa eftir stéttum manna og atvinnu. Bæjarstjórnin hefir í mörg horn að Iíta og fulltrúarnir verða að vinna öll störfin þar í hjáverkum og eiga því erfitt með að gæta jafnan jafnt að allra hag. En sá veit best hvar skórinn kreppir, sem sjálfur ber hann, og því er við því að búast að hver aðalstétt manna vilji eiga þar fulltrúa. — Að því leyti tel eg því harla eðlilegt að verkamannafélagiö Iáti ekki pólitiska smala teima sig í gönur, og furða mig fremur á hinu að það skyldi ekki hafa fyrir Iöngu ráðið sjálft ráðum sínum í þessum efnum. En hitt er mesti óþarfi, sem blað- ið Dagsbrún virðist hlynna að, sem sé að vekja stétfahatur hér í bæ. Framtíð þessa bæjar og heill fjöl- margra heimila er þá best borgið að full samhygð og sanngirni sé milli ríkra og fátækra, verkamanna og vinnuveitenda. En stéttahatur er allra skaði og bitnar mest þegar til lengdar lætur á þeim sem minnst- an hafa máttinn. Angúrgapar, fullir hroka eða öf- undar eftir því hvernig lífskjörin eru, reyna oft að blása að þeim óheillaeldi en þá mega gætnir menn úr þeim eöa þeim flokki ekki draga sig í hlé — heldur taka ráðin af slíkum mönnum. — Það er ekki æfinlega órækur vottur um dugnað og ósérhlífni, þótt menn geti skamm- að þá Ijóst og Ieynt sem fara með einhver völd, eða eru hærra settir í mannfélaginu. Og margoft reyn- ast þeir ekkert meira en meðalmenn og varla það, er þeir 3jálfir komast til valda, sem áður göluðu hæst um framtaksleysi þeirra og sérgæð- ingshátt, sem með völdin fóru á undan þeim. Þeir sem eru kunn- ugir s tjórnmálasögu vorri að und- anförnu, munu finna þess mörg dæmi þar, og svipað sést víðar. En þegar ræða er um þessar bæjarstjórnarkosningar sérstaklega, er það enganveginn einhlýtt að hver stétt líti á atvinnu fulltrúa sins eina. Hins ber og að gæta hvort hann sé líklegur til að geta komið þar fram áhugamálum sínum, hvort hann geti heimilis síns eða atvinnu vegna sint bæjarmálum k a u p 1 a u s t % | fjölmargar stundir á mánuði hverj- um, setið t. d. á nefndarfundum kveld eftir kveld, og kynt sér málin rækilega ulan funda. Eg er oft alveg hissa að nokkrum manni skuli vera keppikefli að komast í bæjar- stjórn þegar Iitið er á alla þá vinnu sem heimtuð er af bæjarfulltrúun- um kauplaust í 6 ár samfleytt. Og það vildi eg leyfa mér að segja viö verkamannafélögin í allri vinsemd: Gætið þess að vanda sem allra best lista þann, sem þér mælið með. Þér þekkið þess dæmi, býst eg viö, að það er hægra aö tala á fundum hjá ykkur en að njóia sín meö litla mentun og fátækt heim- ili heima fyrir innan um hina bæj- arfulltrúana. Á meöan félagsskap- ur yðar er enn í bernsku, getur óheppileg kosning, jafnvel eins manns, lamað samtök yðar og fram- tíðarvonir meir en lítið. Þegar farið er af stað með stór- um orðum og hnútum til ýmsra annara, verða gerðar háar kröfur til manna þeirra, sem þér sendið. Og bregðist þeir þeim, lendir það á fleirum en þeim sjálfum. Skiljið ekki orð mín svo að með þesBU aé eg að varpa nokkum hrakspám eða getsðkum að þeim mönnum, sem þár kunnið þegar að hafa komið yður saman um til kosninga. Mér eru þeir menn ókunnir. En eitt er mér velkunn- ugt hvaö erfitt er að njóta sín hér í bæjarstjórn fyrir þá sem hafa lít- inn tfma afgangs frá atvinnu sinni til að sinna bæjarmálum, og hvað það er óheppilegt ef mentunaskort- ur knýr menn til að fylgja eða hafna í blindni fullyrðingum sér mentaðra manna, eða ef fátæktin freistar fulltrúa til að keppa eftir bitlingum. Það er fleira að varast, — en eg er orðinn of langorður. — Forð- ist loks um fram alt að blása aö T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. ti) 11 Borgarst.skrif.;t. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 ' Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 8‘/, síðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankínn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið V/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjómarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12-1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á ir.ið' vikud. kl. 2—3. stéttahatri, það verður öllum tjón. Eg hefi fulla samhygð með yð- ur og get fyrir mitt leyti vel skyl- ið og fyrirgefið að þegar heil stétt manna fer Ioks að rumskast, þá hugsi hún ekki um þótt einhver verði fyrir olnbogaskoti meðan hún er að núa stírurnar úr augun- um. En olnbogaskotin eru óþörf þegar menn eru alvaknaðir. — — En bæjarfulltrúarnir þurfa að vera duglegir, hyggnir, sjálfstæðir» samvinnuliprir og um fram alt sam- viskusamir og ósérplægnir. — Séu þeir það alt held eg að hitt skifti minstu úr hverjum stjórnmála- flokknum þeir eru eða hvaða at- vinnu þeir stunda. Hjalti. Stóra búðin í húsi hr. Gunnars Þorbjarnar- sonar í Hafnarstræti fæst á leigu nú þegar. Semja ber við Pétur Þ, J. Gunnarsson-

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.