Vísir - 18.01.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 18.01.1916, Blaðsíða 4
VfSI R tHáím JShefcW? sUton oo &ampav\n §\m\ \9ö *5>eu sem vll^a seVp w $ m \ 6 Ui ftl maV^aJa han&a ^attvas^ólatvum stvúv $er W utvd\tt\Va3tar J^t\v 2.\. m. Rvík, 17. janúar 1916. Fyrir hönd skólanefndarinnar. Brfet Bjarnhéðinsdóttir, Heima kl. 11 —12 f. h. Vinnulaun i við uppskipun úr s/s »Vesla« verða borguð út á morgun eftir kl. 12 á hádegi í Landsbankahúsinu uppi. Matthías Ólafsson. UPPBOÐ verður haldið í Groodtemplarahúsinu á ýmsum búðarvarningi piiðjudag 25. þ. m. TJppboðið hefst kl. 4 síðdegis. Bæjarfógetinn f Reykjavík. 30--40 stúlkur. Pœr, sem vilja ráða sig í síldarvinnu í sumar á Hrísey á Eyjafirði, fá 50 aura á hverja tunnu sem þær kverka og salla. — Frítt hús, hita og Ijós og báðar ferðir fríar. — Mikil vinna ef síld veiðist. — Þær sem vilja sinna þessu boði snúi sér sem fyrst til Jens Jóhannssonar, Njálsgötu 53. Tómar steinolíutunnur kaupir hæsta verði Jón Jónsson, beykir, Laugavegi 1. Ráðningaskrif- stofan útvegar nú þegar marga menn á botnvörpuskip. — Sömuleiðis til Iandvinnu og verslunarmann með bestu meðmælum. Ráðningaskrifstofa tslands Hótel ísland. — Sími 586. Odin 1—3 e. h. og 7—8 e. h. v. d TAPAÐ — FUNDIti T a p a s t hefir peningabudda með peningum, á Vitastíg, Njálsgöíu, Kárastíg eða Skólavörðustíg. Budd- an var merkt með fullu nafni. Skilist gegn fundarlaunum á Grett- isgötu 46. D ö m u ú r fundið. Vitjist á Ijós- myndastofu Karls Ólafssonar. T a p a s t hefir svört budda með peningum í, frá Aðalstræli 18 að Bræðraborgarstíg 34. Skilist á Bræðraborgarstíg 34 gegn fundarlaunum. T a p a s t hefir ostur og panna af Laugavegi upp Frakkastíg að Njátsgötu 14. Skilist að Njálsgötu 14 uppi. Prentsmiðja P. Þ. Clementz. KAUPSKAPUR Morgunkjólar smekkleg- astir, vænstir og ódýrastir, sömul. langsjöl og þríhyrnur eru ávalt til sölu í Garðastræti 4 uppi. (Gengiö upp frá Mjóstræti 4). M o r g u n k j ó 1 a r frá 5,50— 7,00 fást hvergi ódýrari né betri en í Doktorshúsinu við Vesturgötu. Verslunin Bókabúðín á Lauga- vegi 22 selur brúkaðar bækur með miklum afslætti. Sjóstígvél til sölu á Vita- stíg 9. Nýlegur f r a k k i til sölu fyrir hálfvirði. Til sýnis á afgr. Vísis. T i I s ö 1 u: rúm, tveggja manna, fjaðramadtessa, náttborð, toilettkom- móöa, konsolspegill, borðstofuskáp- ur, portierar með stöng, standlampi, gólfteppi, divanteppi, skrifborð, ýms eldhúsáhöld o. m. fl. Afgr. vísar á. H ÚS IM Æ D I Barnlaus hjón óska eftir 2—3 herbergja íbúð með eldhúsi, 14. maí n.k. Fyrirfram greiðsla. Afgr. vísar á. KENSLA D ö n s k u kennir Jakobína Jakobsdóttir Laugavegi 20 B. — Heima kl. 10—12. — Ein eða tvær stúlkur geta fengið tilsögn í undirfatatasaumi og peýsu- fata. Bræðaborgarstíg 4. Trygð og slægð Eftir Guy Boothby, 31 ---- Frh. Browne tók við blaðinu af stúlk- unni og þakkaði henni enn einu sinni fyrir lipurðina. Síðan flýtti hann sér eins og hann gat að kom- ast upp í vagninn. — Nú ökum við heim, Vil- hjálmur, sagði hann við vagnstjóra sinn, og það eins hratt og við getum. Eg má engan tíma missa. Þegar vagninn var kom- inn á flugferð eftir strætinu, þá leit Browne á blaðið sem hann hafði fengið hjá stúlkunni. Á það var skrifað með stirðlegum stöfum heimili stúiknanna, sem hann var að leita að. Það sem skrifað vará blaðið hljóöaði þannig: »Frú Bernstein 35 Rue Jacquarie París«. — Þetta er nú hreinasta afbragð, sagði Browne við sjálfan sig hinn kátasti. Nú veit eg þó hvar eg á að leita að lienni. Við skulum nú lífa á. Þær hafa farið frá London á milli klukkan níu og tíu. Það þýðir það, að þær hafa farið frá Victoríustöðinni og ferðast um Ný- höfn og Dieppe. Nú fer rétt bráð- um járnbrautarlest frá Charing Cross. Og þá er hægt aö kor frá Do- ver til Calais um kl. ellef /. Nái eg í lestina, þá kem eg nátfum öðr- um tíma seinna en þær til Parísar. Hann leit á úrið sitt og sá að hann hafði ekki nema fæpan klukku- tíma til þess að taka saman dót sitt og komast til járnbrautarstöðv- anna. Þetta var ekki ómögulegt. Hann ósksði aö gera tilraun til þess, að koma því í framkvæmd. Hann bað vagnstjórann að aka hraðara. Hann hringdi undir eins á þjóninn, þegar hann kom heim og bað hann að hafa alt tilbúið innan hálftíma, því að þá þyrfti bann að bregða sér yfir á megin- landið. Þjónninn var ekki alveg óvanur því, að húsbóndi hans yrði svona seint fyrir og varð því ekki annað að orði en: Eg skal sjá um það, herra minn. Svo fór hann út til að gera það sem honum hafði verið sagt. Þegar klukkuna vantaði tvær mínútur í ellefu, þá var Browne kominn til brautarstöðvanna og sestur inn í einn fyrsta-ftokks vagn- inn. Þá fyrst datt honum í hug, hvaða áhrif það gat haft á líf hans það sem hann var nú að gera. Því var hann ni að íara frá Eng- landi? Til þess að elta stúlkuna. Og hvers vegna var hann að því? Það var af góðri og gildri ástæðu, — af því að hann elskaði hana. Og hvernig stóð á því, að hann elskaði hana ? Hann, sem hefði get- að kvongast nærri því hverri aðals- borinni ungfrú sem var á öllu Eng- landi, ef hann einungis hefði viljað það. Hann hefði getað valið úr gáfuðustu og fegurstu stúlkunum í allri Evrópu. Katrín Petrowitch var hvorki að gáfum, fegurð né auðlegð jafnoki allra þeirra kvenna sem hann hafði hitt í lífinu. Og þó var hún eina konan undir sól- inni, sem hann vildi eignast fyrir konu. Hann var svo gagntekinn af um- hugsuninni um hana, að hann Iét það verða sitt fyrsta verk í Dover að líta út á sjóinn til þess að gæta að því, hvort öldugangurinn væri ekki svo mikill að líklegt væri að hún hefði orðið sjóveik á leiðinni yfir sundið. Hann flýtti sér síðan sem mest hann mátti að komast út í skipið. Litlu síðar var akkerið undið upp. Skipið lagði svo af sfað í áttina til meginlandsins. Smátt og smátt lækkaði strönd Eng- lands fyrir sjónum hans, en Frakk- landsströndin hækkaði að sama skapí. Honum hafði aldrei áður virst ströndin vera svona fögur. Hann fór inn í járnbrautarvagninn í Calais, og var hjartanlega ánægð- ur þegar lestin lagöi af stað. Því að nú vissi hann að hver snún- ingur, sem varð á hjólunum, fiutti hann spölkorn í áttina til stúlkunn- ar, sem hann elskaði. Þegar hann kom til Parísar, var búið að kveykja bæði í húsunum og eins á götun- um. Honum fanst þegar hann ók um strætin, að borgin væri öll bók- staflega iðandi og spriklandi af fjori.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.