Vísir - 21.01.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 21.01.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 1—3. Sími 400.— P. O. Box 367. r Okvæntir menn herþjónustuskyldir. Verkamaris.aþingmenn kyrrir í ráðuneytinu. Vísir hefir áður rakið lítils- háttar sögu herþjónustuskyld- unnar á Englandi. Er síðast var á það minst var svo komið að stjórnin hafði ákveðið að leggja fyrir þingið frumvarp um her- þjónustuskyldu ókvæntra manna. Höfðu 21 ráðherra orðið ásáttir um þetta, en innanríkisráðherr- ann, Sir John Simon, var því mólfallinn og sagði af sér. Asquith sjórnarformaður lagði frumvarpið fyrir þingið 5. þ.m. og skýrði um leið frá árangrinum af liðsöfnun Derby lávarðar. — Kvað hann að nær 3,000,000 manna hefðu boðið ríkinu sína þjónustu. Frá þeirri tölu mætti draga 400,000 manns sem ekki hefðu reynst færir til herþjón- ustu og yrðu þá eftir 2,500,000. Á skýrslu Derby lávarðar mœtti sjá að af 1,500,000 ókvongaðra manna á 18—41 árs aldri hefðu 650,000 ekki boðið sig fram eða látið til sín heyra. Asquith kvaðst hafa lofað því, að kvongaðir menn sem byðu sig fram til herþjónustu skyldu ekki kvaddir í herinn meðan nægilega margir ókvæntir menn byðu sig fram. Nú væri svo komið að stjórnin áliti að ókvæntir menn hefðu ekki brugðið eins vel við og skyldi væri frumvarpið því komið fram til að efna loforð frá í haust. Hann kvað frumvarpið ekki eiga að ná til íriands, og í því væru ýmsir menn undanþegnir herþjónustu, svo sem breskir þegnar, sem ekki ættu heima á Bretlandi, ennfremur þeir sem ættu fyrir öðrum að sjá og þeir sem skoðana sinna vegna ekki vildu bera vopn o. fl. Fyrsta umræða stóð í 2 daga og var frumvarpinu vísað til 2. umr. með 403 atkv. gegn 105. Voru það írskir þingmenn, um 60 talsins, fylgismenn Redmonds, sem greiddu atkvæði gegn því, og um 10 verkamannaþingmenn. Hitt voru menn' úr frjálslynda flokknum. Hafði Sir John Simon helst orð fyrir þeim. Margir full- trúar verkamanna ög þingmenn úr frjálslynda flokknum greiddu ekki atkvœði. Um þessar mundir héldu verka- menn allsherjarfund í Lundúnum og var þar^ samþykt yfirlýsing um að fundurinn væri mótfallinn frumvarpinu. — Þegar svo var komið sáu verkamannaþingmenn, sem sæti áttu í ráðuneytinu eða voru því til aðstoðar, sér ekki annað fœrt en að segja af sér, en voru þó frumvarpinu fylgj- andi. Tók þá Asquith að semja við foringja verkamanna um að hætta mótspyrnu gegn frumvarp- inu. Óttuðust verkamenn mest að frumvarpið, ef það yrði að lögum, yrði notað til þess að þvinga menn til að vinna í verk- smiðjum eða að almenn þving- unarlög yrðu síðar sett um það efni. Fullvissaði Asquith verka- mennina um það að stjórnin hefði ekkert slíkt í huga og lof- aði að setja tryggingarákvæði inn í frumv. gegn þessu. Önnur umræða í málinu fór fram 12. þ. m. Hafði meiri hluti verkamannaþingmanna þá ýmist snúist til fylgis við málið eða lofað að greiða ekki atkvæði gegn því. Þeir Henderson, Brace og Ro- berts, sem sagt höfðu af sér embæftum sínum í ráðuneytinu, tóku nú við þeim aftur. Redmond lýsti og yfir því að hann og sinn flokkur mundi láta málið afskiftalaust, þar sem frum- varpið œfti eingöngu að ná til Englands og Skotlands. Sir John Simon mælti enn á móti frumv. og ýmsir fleiri úr flokki frjálslyndra manna. Asquith skoraði á þingið að afgreiða frumvarpið í einu hljóði. Kvað hann brýna nauðsyn á að það yrði samþykt, ella gætu Bretar ekki efnt loforð sín við banda- menn. Lauk umræðunni svo að frum- varpið var samþykt með 431 at- kv. gegn 39. — Af þessum 39 þingmönnum voru 27 úr frjáls- lynda flokknum, 10 úr verka- manna flokknum og 2 írar. Frumvarp þetta er nú orðið að lögum svo sem kunnugt er af símskeytum til blaðsins. Hvað nú? í fyrradag birtist 9Ú símfrétt í Vísi, að bandamenn hefðu sett lið á land í Pireus, hafnarborg Aþenu. Sam- tímis hefir annað blað hér í bæn- um fengið sömu fregn. En hvað boðar þelta? Sú ágiskun, að bandamenn ætli sér nú að leggja Grikkland undir sig, virðist ekki gefa haft við mikiö að styöjast. Líklegt að þeir veldu einhvern annan stað heldur, til landgöngu en sjálfa höfuðborgina, því að helst ætti inótstöðu að vera að vænta þar. — En auk þess verður ekki séð, hver hagur banda- mönnum gæti nú verið að því að egna Grikki á móti sér. Og ef þeir óttuðust að Grikkir hefðu í hyggju vð snúast í lið gegn þeim að fyrra bragði, þá væri eðlilegast að þeir sendu þenna herafla til Saloníki til liös við her sinn þar. í Aþenu hafa þeir ekkert að óttast. Ef nokkurs á að geta til um að- farir bandamanna, þá er það iík- legast, að landgangan fari fram með samþykki Grikkja. Það hefir lengi kveðið við hjá Grikkjum, að bandamenn gætu ekki gert sér von- ir um liðveislu þeirra að svo stöddu, en ef þeir settu 400 þús. manna á land á Balkan, þá horfði málið öðru vísi við. Er ekki ósennilegt, að Grikkjum þyki nú nóg um gengi Búlgara í skjóli Miðveldanna, og þykist sjá fram á það, að verði Miðveldin ofan á að lokum, þá verði það Búlgarar, sem ráði lögum og lof- á Balkan. En það telja þeir dauða- dóm framtíðarvona sinna. í annan stað er sýnilegur afturkippur í at- höfum ítala á Balkan, og hafa þeir þó aldrei aðhafst mikið. En ekki er það ósennilegt að sá afturkippur stafi af því, aö nýir samningar hafi legið í loftinu milli bandamanna og Grikkja. En ef bandalag er að komast á milli bandamanna og Grikkja, þá er eðlilegt að þeir setji lið á land í Pireus, ekki síður en annarsstað- ar. Fyrst og fremst er þar sjálf- sagt landganga hægust. En við því má búast að landgangan taki alllangan tíma, ef um stóran her er að ræða, og þá eðlilegt að Grikkir kjósi helst að hann sé sem næst höfuðborginni til varnar, ef miðveldaherirnir sækja aö. Þegar í stað. Eftir H. Gaylor. Lauslega þýtt. Já, það er líklega orðið heldur seint að fara til Westminster, sagði Nóra, Já, það er of seint, ungfrú góð, svaraði dyravörðurinn, en hafið þér skoðað munaðarlausra- kirkjuna? Þar er ágætur söngur á hverjum sunnudegi. Þér eigið að fara þessa götu, ungfrú góð. Hann fylgdi ungu stúlkunni út á götuna og sýndi henni hvar hún ættl að fara. í sama bili kom þar að vagn, út úr honum stökk ungur maður, gaf vagn- stjóranum einhverja fyrirskipun, og fylgdi síðan Nóru eftir. Hann var hár maður vexti og herða- breiður, skarpleitur og var svipur hans, í þetta sinni, hreint og beint sigri hrósandi. Við kirkju- dyrnar náði hann ungu stúlk- unni. Þar kom maður á móti þeim og rétti fram disk. Nóra tók upp budduna, hún var tóm, hún hristi hana — ekki grænn eyrir T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v, d. 8-8, ld.kv. til 1' Borgarst.skrifjt. í brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl, 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl. 11-1- Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið U/,-21/, síðd. Pósthúsdð opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartimi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Leyfið landa yðar að hlaupa undir bagga ? sagði rödd að baki hennar. Hún leit upp, mætti augum hins unga manns, kiptist undrandi við, hneigði höfuð sitt — og af ástæðum sem hún ein þekti, blóðroðnaði hún. — Viljið þér lána mér einn gullpening, sagði hún Iágt. Með ánægju, sko, eg legg tvo á diskinn, sinn frá hvoru okkar. Já, eg skal vissulega segja yður nafn mitt og bústað, og þar sem við erum bæði Ameríku- menn og hittumst hér í framandi landi og þér einsömul hér, þá œtla eg að leyfa mér að fylgja yður, og sjá um, að þér komist vel og farsællega heim tíl móð- ur yðar aftur. En ef eg leyfi yður það ekki? Þá ek eg til Charing Cross og þaðan beina leið til Parísar. Já, en það er betra að þér komið inn í kirkjuna. Látum okkur fara inn, annars fáum við engin sœti. Þau tóku sér sæti uppi á Ioft- svölunum. — Þegar búið var að lesa inngöngubænina hvíslaði hann að henni: Það er best að eg geri grein fyrir mér — eg ber á mér skil- ríki, sem eg get sýnt yður. Hvaða skilríki? spurði Nóra, en þá opnaði hann lokið á úr- inu sínu. Þar fyrir innan var brjóstmynd af henni sjálfri. Hvað er þetta — þetta líkist mér, sagði hún og blóðroðnaði aftur. Eg hefi borið hana þarna í úrinu mínu í heilt ár. Bíðið þér við, eg hefi meira að sýna yður. Orgelhljómurinn fylti kirkjuna, Nóra var heilluð, utan við sig, hrifin — og af ástæðu sem hún ein vissi, var henni ómögulegt að átta sig. Þegar byrjað var að syngja sálminn opnaði ungi maðurinn vasabók sína, tók fram tvaer myndir, og rétti henni aðra þeirra-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.