Vísir - 21.01.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 21.01.1916, Blaðsíða 4
VÍSIR ... — —...... ■■■■ —— Mjólkin. Verðlagsnefndin hefir nú áKveð- ið að nema úr gildi bannið gegn því að selja m)ólk hærra verði en 22 aura og gefa mjólkurframleið- endum frjálsar hendur í því efni. — Höfðu framleiðendur tjáð nefnd- inni það, að framleiöslan gæti ekki borgað sig með þessu verði vegna þess hve útlent fóður hefir hækkað mikiö í veröi, t. d. hafi maís hækk- að um 8 au. kílóiö síðan í desem- ber. Þykir nefndinni því sýnt, að þeir sem ala kýr sínar að miklu leyti á útlendu fóðri, geti ekki sér að skaðlausu selt mjólkina á 22 aura. — Láta ýmsir mjólkurmenn nú all-ófriölega og hafa við orð, að hækka mjólkina jafnvel miklu meira en ráðgert var áður en há- marksverðið var sett, í 26, 28 eða jafnvel 32 au. — En gæta mega þeir þess þó, að nú fer að veröa allmikið um mjólk í bænum og að hætt er við að bæjarbúar fari að nota útlenda mjólk meira en gert hefir verið, ef verðiö hækkar að mun. Kolin enn. —:o:— Um ekkert er mönnum eins tíð- rætt þessa síðustu daga eins og verðhækkun kolanna hér í bænum. Svo má segja, að hér sé kola- laust fyrir mikinn meiri hluta manna, því þegar verð þeirra er komið upp í því nær 10 kr. skpd. þá eru þau orðin vara, sem fátæklingarnir geta ekki veitt sér. Kjötið var og er óhæfilega dýrt og veröJagsnefndinni fanst mjólk- urverðið ætja að verða ískyggilegt, en á meöan að blessaðir fátækling- arnir okkar hafa »tros* og kartöfl- ur og eitthvaö til að sjóða það við, gátu þeir dregið fram lífið án þeirra matartegunda, en þegar eldsneytið, kolin, vanta til að sjóða matinn við og hlýja hinar köldu og saggaríku fbúöir, þá fer nú fyrst að sverfa að kjörum og tilveru olbogabarna bæjarfélagsins. — Aldrei, ef ekki nú, er ástæða fyrir verölagsnefnd- ina að sýna rögg af sér. Mönnum er það með öliu óskilj- anlegt, af hvaða ástæðum allar þær mikiu kolabirgðir er hingað voru í Iand komnar fyrir nýárið, skyldu nú þurfa að hækka svona afskap- lega í verði. Undra verð tíðindi eru það einn- ig, sem hingað hafa borist norðan af Sauðárkrók. — Það kauptún var kolalaust fyrir jólin og komst inn á kolakaup austur á Seyðisfirði. — Leigðu skip með þau vestur á Sauðárkrók, en þegar kolin eru þar í land ktomin verða þau stórum mun ódýrari, að öllum kostnaði meö- töldum, en þau eru seld hér í höf- uöstað landsins. Llfsábyrgðarfélagið ,.Danmark” er áreiðanlegasta og ódýrasta líísábyrgðarfólagið á Borðurlöndum. Lág iðgjðldl — Hár Bónusl — Nýtfsku barnatryggingarl = Ef trygði hættir í félaginu einhverra hluta vegna, fær hann mest öll iðgjöld endurgreidd. ‘Jcla^xS ¥\ej\t Uxvax \)axnavV\xva f\é*« Munið eítir árshatíð st, Bifröst í kveld. S t ú 1 k a óskast nú þegar á sveita- heimili I—3 mánuði. Upplýsingar í Kirkjustræti 8 B, niðri. TAPAÐ — FUNDIÐ L y k 1 a r töpuðust í Austurbæn- um í gærkvöldi. Finnandi vinsaml- beðinn að skila þeim á Barónsstíg 16 niðri. K E N S L A Sigríður Magnúsdóttir, Hverfisgötu 70 A. kennir að taka mál og sníða kjóla, einnig karlmannaföt. Dönsku kennir Jakobína Jakobsdóttir Laugavegi 20 A. — Heima kl. 10—12 — H ÚS N Æ D I L í t i ð herbergi óskast nú þegar, ásamt húsgögnum. Afgr. v. á. Barnlaus hjón óska eftir einU eða tveimur herbergjum ásamt að- gang að eldhúsi. Afgr. v. á. 2 herbergi og eldhús óska barnlaus hjón að fá leigö frá 14. maí. Tilboð merkt »2 2 2 « komi fyrir 25. þ. m. á afgr. Vísis. Er því þannig varið, að kola- kaupmennirnir hér komist ekki að eins góðum kaupum eins og kaup- menn út um land? Eða láta þeir sér ekki nægja þann ágóða, sem þeir hafa af verslan sinni? — Þetta tvent: verðhækkun á fyrirliggjandi kolabirgðum kaupmanna hér, sem og af hverju það stafar, að kaup- menn utan Reykjavíkur geta selt ódýrari kol, en stétlarbræöur þeirra hér, ætti verðlagsnefndin að rann- saka ýtarlega. Fari nú svo að verðlagsnefndin, að rannsökuðu máli, sjái sér ekki fært að færa hámark kolaverðsins niður í það sem það áður var, er það eina lífsvonin fyrir bæjarbúa, í þessu efni, að stjórnarráðið byrji útsölu á landsjóöskolunum, Veit eg að það gleddi marga, ef að þér, herra ritsljóri, vilduð spyrjast fyiir hjá stjórnarráðinu um hvort kolabirgðir landsjóðs verði ekki seldar í vetur og skýrðuð svo frá svarinu í blaði yðar, Bœjarbúi. Eftir þeim upplýsingum sem Vísir hefir fengið um þetta mál, þá er ekkert sérstakt því til fyrir- stöðu að landsjóðskolin verði seld nú þegar, en ákvörðun hefir ekki verið tekin um það. Reiðhjóla- aðgerð. Heyrðu! ef þú átt þau hjól, sem eru f lamasessi, þótt fokið væri í flest öll skjói, að fá þitt lagað ökutól, þá skrifaðu bak við eyrað orðin þessi: »í umsjá mína þift aktól fel og upp á því eg hressi; eg ódýrasta aðgerð sel, en alt samt geri fljótt og vel; þú færð það svo í sínu rétta essi*. Valdim. Ir. Guðmundss. Laugarnesspítala. Blómsveiga fallega og ódýra selur Verslunin Gullfoss. —— "TT " „ Unglingsstúlka óskast í vist 14. maí. A. v. á. KAUPSKAPUR Morgunkjólar smekkleg- astir, vænstir og ódýrastir, sömui- langsjöl og þríhyrnur eru ávalt tii sölu í Garðastræti 4 upp'- (Gengið upp frá Mjóstræti 4). ' Morgunkjólar frá 5,50— 7,00 fást hvergi ódýrari né betri en í Doktorshúsinu við Vesturgötu. Verslunin Bókabúðín á Lauga' vegi 22 selur brúkaðai bækur me^ miklum afslætti. 1 o i í k á p a á ungling og 2 olíu- stakkar eru til sölu á Hverfisg- Leður axlabönd og söuiú' leiðis iaus stykki í þau eru til á Laugavegi 67. Baidvin Einarsson. 1000 □ al. byggingarlóð til sölu á ágætum stað í austuf' bænum. Upplysingar er að fá 6J3 Guðbrandi Þorkelssyni, Njálsgötu 60. B o r ð, rúmstæði (tré og járn), ofn, servantur, iampar, skíði, ol>U' vélar,- saumavélar, baðker, sleðar °- m. fl. til sölu með tækifærisveröi a Laugavegi 22 (steinh.) S k r i f b o r ð, skápalaust, að liti næstum sem nýtt, er til s^u með tækifærisverði. A. v. á, Til Nýlegur f r a k k i til sölu. sýnis á afgreiðslunni. Grímubúningar til sðlu* Afgr. v. á-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.