Vísir - 22.01.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 22.01.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hdtel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá U. 1-3. Sími 400.- P. O. Box 367. Bæjarstjórnar- kosningin. Eg get vel fallist á athugasemdir rifstjórans í dag við grein mína 17. þ. m., — þegar slíkar ástæður eru færðar fyrir afskiftum stórn- málaflokka a/ bæjarstjórnarkosning- um — og þ e g a r jafn hóflega er f það farið og í þes=um athuga- semdum, — en það er síður en svo að mér hafi virst að þeir flokk- ar hafi í reyndinní breytt eins gæti- lega í þcim máium að jafnaði und- anfariti ár, og því eru æöimargir hér í bæ farnir að þreytast á kosn- ingasmölum þeirra við siík tækifæri. — Má vera að í þetta sinn veröi stilt til hófs úr þeirri átt, bæði af því að flokkarígurinn er minni nú en margoft undanfarið, ef til vill einnig af hinu að allir munu vera vel ánægðir með báða þá menn, sem efstir standa sinn á hvorum stjórnmálaflokkslistunum og Ifklega þó einkum af hinu að margir búast við að Dagsbrúnarlistinn verði full- hættulegur keppinautur hinna list- anna. — Og hefir þá listinn sá þeg- ar komið nokkru góðu til leiðar. En ef eg mætti skrafa meira um málið alment, þá langar mig til að spyrja: Væri ekki hugsánlegf, niína rétt í þetta sinn, að fá kjósendur til að kjósa fyrst og fremst eftir stefnu manna i bæjarmálum. — Það þykir óhyggilegt og enda ókurteist af þingmannaefnum að láta undir höfuð leggjast að halda Jandsmála- fundi með kjósendum sínum, — en væri til of mikils mælsf að ætlast til að lista-menniniir eða fulltrúa- efnin gjörðu eitthvað svipað fyrir bæjarstjórnarkosningarnar?— Hægð- arleikur væri að skifta bænum í hæfilega marga parta, svo að kjós- endur gæti notið sín fyrirb fundar- þrengsJum. — Og nóg væruSbæj- armálin þar, sem fróðlegt væri að^vita um skoðanir fulltrúa á. Það eru nú t. d. þær tværstefn ur uppi, annaðhvort að láta bæinn eignast sem flest framleiðslulæki, t. d. togara, stofna kúabú o. s. frv. — eða láta sitja við sama og að undanförnu í þeim efnum. — En hvað vilja fulltrúarnir íþvímáli? — Þá eru fátækramálin, sem eru orðin einhver örðugasti baggi bæjarins. — Vilj'a þeir gera nokkrar verulegar breytingar á þeim, t. d, reisagam- almennahæli og barnaheimili, — eða eitthvað annað — eða ekki nettt? Þá eru skólamálin ekkert smá- ræðismál, en hver er stefnan þar? Svona mætti halda áfram að telja jipp bæjarmálefni, sem sannarlega Lífsábyrgðarfélagið ,.Danmark" er áreiðanlegasta og ódýrasta lífsábyrgðarfélagið á ilorðurlöndum. Lág iðgjöldl — Hár Bónusl = Nýtísku barnatryggingarl - Ef trygði hættir í félaginu einhverra hluta vegna, fær hann mest öll iðgjöld endurgreidd. Tl L M I NN IS: Baðhúsiö opir> v. d. 8-8, Id.kv. lil 11 Borgarst.skrif.it. i brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 V Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið l^/j-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrífstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 , Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud, kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. ^rétaa'Æ feeju Imvfc M^ vamatyuva x\íx* * NÝKOMIÐ: Stórt úrval af silkjum — Svuntur á börn og fullorðna (hvíttr ; I og mislitar). — Lastfngur. margir litir. — j Lffstykkl, fl. teg. — Vasaklútar — Stúfasirs I o. fl. o. fl. Versl. GULLFOSS. væri ekki vanþörf á aö ræöa á al- mennum fundum fyrir kosningartil bæjarstjórnar, því aö eg get alls ekki fallist á að það sé nóg að meðmæl- endur þess eða þess listans kunni að hafa eitthvert hugboð um stefnu fulltrúaefna sinna. Kjósendur ættu að fá að vita það alment. Hiit er í mínum augum reglu- legt fyrirhyggjuleysi aö hrópa í blindni: »Brott með stjórnmála- ándstæðinga mína«, eða »Brott með höfðingjana*, eins og hinn rang- nefndi Njáll gerir í Dagsbrún ný- verið. — Það væri nógu fróðlegt ef engin væri áhættan að kjósa tóma háseta og daglaunamenn í bæjar- stjórnina og lofa þeirn að vinna kauplaust að bæjarmálum í ð ár. Eg er bara hálfhræddur um að stéttarbræður þeirra hinir mundu telja þá með »verstu höfðingjum« áður en sá tfmi væri liðinn og brópa þá frá vðldum. — Það mótmælir þvf enginn, að rétt sé t. d. að bændur þessa lands séu kosnir til alþingis ásamt fleiri góðum mönn- um. — En það er eins og mig minni að heyrst hafi, að þeir hafi sumir horfið ofan í vasa »höfð- ingjanna«, og þeir ekki reynst, svona alment mikið óeigingjarnari eða vfðsýnni um hag allra lands- manna en »höföingjarnir«. — Eða var ekki eitthvað um það talað í sumar sem leiö? Ætli það gæti ekki orðið áliía- mál hvorir hafi hugsað meira u.m hag alþýðunnar yfirleitt á þessu landi, alþýðumennirnir á siðasta þingi eða hinir sem Njáll kallar líklega höfðingja? — Og eitthvað því líkt g æ t i komið hérna í bæj- arstjórninni, ef einhver sérstakural- þýðumannaflokkur, t. d. hásetarnir, gætu myndað þar öflugan flokk. Enginn skilji svo þessar línur mínar að eg sé því mótfallinn, að verkamenn eigi fulltrúa í bæjar- stjórninni, fjarri því, en það er hægt að koma honum eða þeim á framfæri án alllra ónota til annara. Hitt endurtek eg aö þeir njóta sín þar ekki nema þeir hafi góðan tíma ti' að sinna bæjarmálum og sæmilega almenna mentun. Og eg þori að fullyrða að eg er ekki einn um þá skoðun, að lang æskilegast sé að fulitrúaefnin láli í ijósi skoðanir sfnar á almennum kjósendafundum um flest öll stór- mál þessa bæjar, áður en gengið er til kosninga. Þá fyrst geturmynd- ast eðlileg flokkaskifting við kosn- ingarnar, og fulltrúarnir vissu þá betur en áður hvort þeir hefðu íneiri hluta bæjarmanna að bakisér eða ekki, ef þeir kæmu fram með einhver veruleg nýmæli í bæjar- málum. Það er orðið svo algengt, að annar hver vikadrengur, hvað þá aðrir, skammi bæjarstjórnina fyrir flest sem hún gerir eða lætur ógert, flestir munu hættir að taka nokk- urt mark á einstakra manna aðfinn- ingum. En væru slíkir fundir haldn- ir fyrir hverjar kosningar, gæti ðll bæjarstjórnin fengið greinilega vitn- eskju um vilja kjósenda í bæjar- málum, en hana fá eldri fulltrúarn- ir enga, þótt Pétur eða Páll geti komið á prent skammagrein um »framtaksleysi bæjarstjórnarinnar*, eða þótt þeir sjái stjórnmálaflokka eða einstakar stéttir bítast um hvaða flokksbræður eða samverkamenn eigi að fylla skörðin næst. Hjalti. ATHS.: Sammála um að æskilegt væri að vita skoðanir fulltrúaefnanna, en meinið er, að fæsta mun langa svo í bæjarstjórnina, að þeir vilji vinna nokkuð til þess. Ritstj. Dr. Simpson. Sá sem var hægri hönd Rob- lins stjórnarformanns í Manitoba og félaga hans, í því að ná í fé úr fylkissjóði við þinghúsbygg- inguna, var tekinn höndum á Englandi 5. þ. m. Var það gert að tilhlutan Manitobastjórnar og er Simpson gefið að sök að hann hafi stolið 100,000 dollurum úf fylkissjóðnum. Simpson hefir verið herlseknir í Canadahernum á Frakklandi, fór með honum austur um haf í septenbermánuði í fyrra. Mun hann nú verða sendur aftur vestur svo mál hans verði rannsakað og dæmt. , Hert)ert Samuel innanríkisráðherra. Herbert Samuel, póstmálaráð- herra hefir tekið við innanríkis- ráðherraembættinu í breska ráðU' neytinu í stað Sir John Simon> sem sagði ,af sér í öndverðum þessum mánuði. Samuel hefif nú haft á hendi fjögur ráðherra' embætti á tæpu ári. Hann ef Gyðingaættar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.