Vísir - 22.01.1916, Page 2

Vísir - 22.01.1916, Page 2
VfSIR VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin fri kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 1—3. Sími 400.— P. O. Box 367. Bæjarstjórnar- kosningin. Eg get vel fallist á athugasemdir ritstjórans í dag við grein mína 17. þ. m., — þ e g a r siíkar ástæður eru færðar fyrir afskiftum stórn- málaflokka a/ bæjarstjórnarkosning- um — og þ e g a r jafn hóflega er í það farið og í þes=um athuga- semdum, — en það er síður en svo að mér hafi virst að þeir flokk- ar hafi í reyndinni breytt eins gæti- lega í þeim máium að jafnaði und- anfarin ár, og því eru æðimargir hér í bæ farnir að þreyfast á kosn- ingasmölum þeirra við slík tækifæri. — Má vera að í þetta sinn verði stilt til hófs úr þeirri átt, bæði af því að flokkarígurinn er minni nú en margoft undanfarið, ef til vill einnig af hinu að allir munu vera vel ánægðir með báða þá menn, sem efstír standa sinn á hvorum stjórnmálaflokkslistunum og lfklega þó einkum af hinu að margir búast við aö Dagsbrúnarlistinn verði full- hættulegur keppinautur hinna list- anna. — Og hefir þá listinn sá þeg- ar komið nokkru góðu til leiðar. En ef eg mætti skrafa meira unr málið alment, þá langar mig til að spyrja: Væri ekki hugsánlegt, núna rétt í þetta sinn, að fá kjósendur til að kjÓ9a fyrst og fremst eftir stefnu manna i bæjarmálum. — Það þykir óhyggilegt og enda ókurteist af þingmannaefnum að láta undir höfuð leggjast að halda landsmála- fundi með kjósendum sínum, — en væri til of mikils mælsf að ætlast til að lista-mennirnir eða fulltrúa- efnin gjörðu eitthvað svipað fyrir bæjarst jórnarkosn ingarnar ?— Hægð- arleikur væri að skifta bænum í hæfilega marga parta, svo að kjós- endur gæti notið sín fyrir^ fundar- þrengslum. — Og nóg værujbæj- armálin þar, sem fróðlegt væri að’vita um skoðanir fulltrúa á. Það eru nú t. d. þær tvær stefn ur uppi, annaðhvort að láta bæinn eignast sem flest framleiðslulæki, t. d. togara, stofna kúabú o. s. frv. — eða láta sitja við sama og að undanförnu í þeim efnum. — En hvað vilja fulltrúarnir íþvímáli? — Þá eru fátækramálin, sem eru orðin einhver örðugasti baggi bæjarins. — Vilja þeir gera nokkrar verulegar breytingar á þeim, t. d. reisa gam- almennahæli og barnaheimili, — eða eitthvað annað — eða ekki neítt? Þá eru skólamálin ekkert smá- ræðismál, en hver er sfefnan þar? Svona mætti halda áfram að telja Upp bæjarmálefni, sem sannarlega Llfsáby rgðarfélagið ,,Danmark” er áreiðanlegasta og ódýrasta líísábyrgðarfélagið á B orðurlöndum. Lág iðgjöldl — Hár Bónus! = Nýtísku barnatryggingarí - Ef trygði hættir í félaginu einhverra hluta vegna, fær hann mest öll iðgjöld endurgreidd. ‘JétagÆ hejw tewg\ hajt vaxnatlpwg hét. NÝKOMIÐ: Stórt úrval af silkjum — Svuntur á börn og fullorðna (hvítar ; og mislitar). — Lastfngur. margir litir. — Lífstykki, fl. teg. — Vasaklútar — Stúfasirs o. fl. o. fl. Versl. GULLFOSS. væri ekki vanþörf á að ræða á al- mennum fundum fyrir kosningartil bæjarstjórnar, því að eg get alls ekki fallist á að þaö sé nógað meðmæl- endur þess eða þess listans kunni að hafa eitthvert hugboð um stefnu fulltrúaefna sinna. Kjósendur æltu að fá að vita það alment. Hilt er í mínum augum reglu- Iegt fyrirhyggjuleysi aö hrópa í blindni: »Brott með stjórnmála- ándstæðinga mína«, eða »Brott með höfðingjana*, eins og hinn rang- nefndi Njáll gerir í Dagsbrún ný- verið. — Það væri nógu fróðlegt ef engin væri áhættan að kjósa tóma háseta og daglaunamenn f bæjar- stjórnina og lofa þeim að vinna kauplaust að bæjarmálum í 6 ár. Eg er bara hálfhræddur um að stéttarbræöur þeirra hinir mundu telja þá með »verstu höfðingjum* áður en sá tími væri liðinn og hrópa þá frá vðldum. — Það mótmælir því enginn, að rétt sé f. d. að bændur þessa lands séu kosnir til alþingis ásamt fleiri góðum mönn- um. — En það er eins og mig minni aö heyrst hafi, að þeir hafi sumir horfið ofan í vasa »höfð- ingjanna*, og þeir ekki reynst, svona alment mikið óeigingjarnari eöa víðsýnni um hag allra Iands- manna en »höfðingjarnir«. — Eða var ekki eitthvað um það talað í sumar sem leiö? Ætli það gæti ekki oröið álita- mál hvorir hafi hugsað meira um hag alþýðunnar yfirleitt á þessu landi, alþýðumennirnir á síöasta þingi eða hinir sem Njáll kallar líklega höfðingja? — Og eitthvað því líkt gæt i komið hérna í bæj- arstjórninni, ef einhver sérstakural- þýðumannaflokkur, t. d. hásetarnir, gætu myndað þar öftugan flokk. Enginn skilji svo þessar línur mínar að eg sé því mótfallinn, að verkamenn eigi fulltrúa í bæjar- stjórninni, fjarri því, en það er hægt að koma honum eða þeim á framfæri án alllra ónota til annara. Hitt endurtek eg að þeir njóta sín þar ekki nema þeir hafi góðan tíma ti! að sinna bæjarmálum og sæmilega almenna mentun. Og eg þori að fullyrða að eg er ekki einn um þá skoðun, að lang æskilegast sé að fulltrúaefnin lá(i í Ijósi skoðanir sínar á almennum kjósendafundum um flest öll stór- mál þessa bæjar, áður en gengið er til kosninga. Þá fyrst geturmynd- ast eðlileg flokkaskifting við kosn- ingarnar, og fulitrúarnir vissu þá betur en áður hvort þeir hefðu meiri hluta bæjarmanna að bakisér eða ekki, ef þeir kæmu fram með einhver veruleg nýmæli í bæjar- málum. Það er orðið svo algengt, að annar hver vikadrengur, hvað þá aðrir, skammi bæjarstjórnina fyrir flest sem hún gerir eða lætur ógert, flestir munu hættir að taka nokk- urt mark á einstakra manna aðfinn- ingum. En væru slíkir fundir haldn- ir fyrir hverjar kosningar, gæti öll bæjarstjórnin fengið greinilega vitn- T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrifit. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kt. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Atm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið P/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-ó. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Atm. tækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á ir.ið- vikud. kl. 2—3. ') eskju um vilja kjósenda í bæjar- málum, en hana fá eldri fulltrúarn- ir enga, þótt Pétur eða Páll geti komið á prent skammagrein um »framtaksleysi bæjarstjórnarinnar», eða þótt þeir sjái stjórnniálaflokka eða einstakar stéttir bítast um hvaða flokksbræður eða samverkamenn eigi að fylia skörðin næst. Hjalti. ATHS.: Sammála um að æskilegt væri að vita skoðanir fulllrúaefnanna, en meinið er, að fæsla mun langa svo í bæjarstjórnina, aö þeir vilji vinna nokkuð til þess. R i t s t j. Dr. Simpson. Sá sem var hægri hönd Rob- lins stjórnarformanns í Manitoba og félaga hans, í því að ná í fé úr fylkissjóði við þinghúsbygg- inguna, var tekinn höndum á Englandi 5. þ. m. Var það gert að tilhlutan Manitobastjórnar og er Simpson gefið að sök að hanfl hafi stolið 100,000 dollurum úr fylkissjóðnum. Simpson hefif verið herlæknir í Canadahernum á Frakklandi, fór með honum austur um haf í septenbermánuði í fyrra. Mun hann nú verða sendur aftur vestur svo mál hans verði rannsakað og dæmt. Hertat Samuel innanríkisráðherra. Herbert Samuel, póstmálaráð- herra hefir tekið við innanríkis* ráðherraembættinu í breska ráðu- neytinu í stað Sir John Simoib sem sagði af sér í öndverðum þessum mánuði. Samuel hefír nú haft á hendi fjögur ráðherrfl' embætti á tæpu ári. Hann ef Gyðingaættar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.