Vísir - 24.01.1916, Síða 1

Vísir - 24.01.1916, Síða 1
Utgefandi HLUTAFÉLAG Ritstj. JAKOB MÖLLER SÍMI 400. Skrifstofa og afgreiðsla f Hótel Island SÍMI 400. 6. árg. Mánudaginn 2 4. janúar 1916. 23. tbl. • Gamla Bíó { Estrella. Spennandi og vel leikinn sjónleikur í 3 þáttum, frá skóginum og stórborgunum. islenskt söngvasafn — I. bindi — fæst hjá öilum bóksölum bæjarins Kostar 4 krónur. Bókaversl. Sigf. Eymundssonar. Kaupið Freyjuspor. Fást hjá bóksölum. BÆJAEFEÉTTIE. Afmœli í dag: Einar Kr. Guömundsson, múrari 30 ára. Afmœii á morgun. Bjarni Þorkelsson, skipasm. Guörún Þorkelsdottir, húsfrú. Guörún Jóhannsdóttir, húsfrú. Hans D. Linnet, Hafnarf. Ingileif Sigurðsson, húsfrú. Páll V. Guðmundsson, stud. med. Sighvatur Bjarnason, bankastj. Skafti Davíösson, trésmiður. Þorsteinn Gunnarsson, verslm. Afmællskort meö íslensk- um erindum fást hjá Helga Árnasyni í Safnahúsinu. Veðrið í dag. Vm.Ioftv.731 n.st. kaldi tl Rv. U 730 sv. st. kaldi U 0,5 íf. (( 732 vsa.stormur u -b4,6 Ak. U 720 vsv.st.kaldi il -H,0 Gr. li u Sf. il 719 nv. hv. IC -f-0,9 Þh. u 737 v.sv. st. k. tt 5,3 Erl. mynt. Kaupm.höfn 21 jan. Sterlingspund kr. 17,55 100 frankar — 63,50 100 mörk — 68,15 Reykja vík Bankar Pósthús Sterl.pd. 17,90 17,90 100 fr. 64,00 64,00 100 mr. 71,00 71,00 1 florin 1,68 1,68 Doll. 3,90 3,90 Svensk norsk kr. ioiv, Alþýðufræðsla stúdenta Á fundi stúdentafélagsins í fyrra- kvetd skýrði tormaður alþýðu- fræðsiunefndarinnar frá störfum hennar á liönu ári. — Frá því ár- ið 1910 hafa verið fluttir 214 fyr- irlestrar að tilhlutun hennar. Á síðasta ári voru fluttir 36 fyrirlestr- ar. Guðmundur Hjaltason flutti 14, Bjarni Jónsson frá Vogi 6, Halldór Jónasson, cand. phil. 6, en Árni Pálsson cand., Guðm. Finnboga- son dr., Ólafur Ó. Lárusson læknir, Indriði Einarsson skrifstofustj., Jón- as Kristjánsson læknir og síra Þór- arinn Þórarinsson á Valþjófsstað 1 og 2 hver. í Reykjavík voru flutt- ir 9 fyrirlestrar, í Borgarfj.sýslu 8, en auk þessa hafa fyrirlestrar verið fluttir á þessum stöðum: ísafirði, Hnífsdal, Súðavík, Suðureyri, Flat- eyri, Þingeyri, Eiðum, Pétursey, Kleifum, Kálfafellsstað, Hofi í Ör- æfum, Nesjum, Litla Hvammi, Hól- um í Hjaltadal. Nefndina skipuöu: Jón Þorkelsson dr. (form.), Guðm. Magnússon prófessor, Matth. Þórð- arson þjóömenjavörður og Þórður Sveinsson læknir, Guðm. Finnboga- son, Dr., voru þeir allir endurkosnir. Hvorir verða undir? Jón Ólafsson svaraði þeirri spurn- ingu í fyrra kvöld á þá leið, að miðveldin mundu verða undir, vegna þess að þau hefðu færri mönnum á að skipa. Aðrar líkur taldi hann ekki til þess, og höfðu menn þó búist við einhverju nýju. Margir áheyrendur urðu því fyrir vonbrigð- hm og í lok fyrirlestursins var hrópað margfalt húrra fyrir Þjóð- Verjum — en ekki fyrir fyrirlesar- anum og bandamönnum. *ísiand« var ókomið til Vestmannaeyja kl. í morgum. »Erlíng« þilskip frá Seyðisfirði rak hér á land í rokinu f fyrrinótt. Lenti skipið skamt frá Slippnum og brotn- aði allmikiö. Það er um 40 smál. að stærð, eign Þorst. kaupmanns Jónssonar á Seyðisf. og vátrygt hjá Samábyrgð íslands fyrir 5 þús. kr. Tómar steinoiíutunnur kaupir hæsta verði Jón Jónsson, beykir, Laugavegi 1. Hverjir verða elstirP Fátækir eða rikir? Af tíræðum mönnum eru flestir óbrotnir alþýðumenn, sem gera litlar kröfur til lífsins. Enda gefur að skilja, að Iíkamanum eru holl- astir sem óbrotnastir lifnaðarhættir og óbreyttur matur verndar líffærin gegn skemdum þeim sem þau smátt og smátt verða fyrir. Þó eru ríkir menn auðvitað að því leyti betur settir, að þeir þurfa ekki að óttast neinn skort, og ef þeir aðeins geta staðist freistinguna til að ofbjóða meltingarfærum sínum með ýmiskonar munaði og óhófi, þá gætuþeirvænst þess að lifa lengur. Mikil hreyfing í hreinu lofti lengir lífiö mest af öllu. Því er það, að á Englandi eru þeir flestir meðal efnamannanna, sem ná hæstum aldri. Þeir temja sér mjög íþrótt- ir, en fátæklingarnir eiga slíks ekki kost. Af hveriu þúsundi fátækra og ríkra manna á Englandi ná 20 ára aldri 566 fát. 886 ríkir 30 — — 527 — 796 — 40 -------- 446 — 693 — 50 — — 338 — 357 — 60 — — 226 — 398 — 70 — — 117 — 235 — 80 --------- 71 — 57 — 90--------4 — 15 — Það er eftirtektarvert, að aðeins rúmlega helmingur fátæklinganna nær 20 ára aldri. En geta má þess til, að það sé óhófi í lifnað- arháttum að kenna, að fimtugu ná þó lítið fleiri ríkir en fátækir menn. Á aldrinum 20—50 ára deyja 529 ríkir menn en aðeins 228 fátækir. Atvinnan og aldurinn standa í nánu sambandi hvort við annað. Það er álit margra manna, að andleg störf séu óholl- ari en líkamleg. En of mikið er úr því gert. T. d er meðalaldur skáldsagna- höfunda talinn 57 ár, söngfræðinga 62, heimspekinga 65, málara og bíldhöggvara 66, stjórnmálamanna og æðri herforingja 71, uppfund- ingamanna 72, sagnfræðinga 73. Einkum er það eftirtektarvert .hve gamlir margir stjórnmálamenn hafa orðið. Þrátt fyrir afburða iðni, áreynslu og margskonar erjur varð Bismarck 83 ára gamall. Glad- Mýja Bíé Miljónaþjófur. Sjónleikur í þrem þáttum um sfðustu afreksverk hins fræga og djarfa leynilögreglu- manns, Brown. Gerist í Englandi, Þýskalandi og Frakklandi. stone varð 88 ára, hann iðkaði trjáhögg í frístundum sínum, John Russel varð 85 ára, Palmerstone 80 ára og Beaconsfeld 75 ára. Pitt, hinn eldri varð 70 ára, Chamber- lain komst yfir sjötugt. Metternich hinn austurríski varð 86 ára, Rúss- inn Gortschakoff 85 ára og Frakk- inn Jules Simon 82 ára. Biottflutningur liðsins frá (jallipólisskaga.j Eins og kunnugt er af símskeyt- um hingað, hafa Bretar og Frakk- ar flutt burtu alt herlið af Galli- poliskaga.j Fluttu þeir fyrst burtu liðið frá Ansac og Suvlaflóa, en Iétu í veöri vaka að þeir ætluðu sér að sitja kyrrir á skagatánni. En aðfaranótt 9. þ. m. fluttu þeir alt lið þaðan á brott. Þessi brottflutn- ingur liðsins tókst ágæta vel eins og hið fyrra skiftið. Vissu Tyrkir ekki fyrr en Bandamenn voru allir á bak og burt. Við brottflutning- inn mistu þeir ekki einn einasta mann, en tveir urðu sárir f liöi Euglendinga. Frakkar skildu eftir 6 fallbyssur, en Bretar 11, en áður en þeir fóru sprengdu þeir þær í loft upp. Þegar fregnin um brottför banda- manna kom til Miklagarðs, urðu Tyrkir allshugar fegnir, var mælt svo fyrir að framvegis skyldi 9. jan. haldinn hátíðlegur í Tyrkjaveldi. 6 m a gengur næst íslensku smjöri.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.