Vísir - 24.01.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 24.01.1916, Blaðsíða 3
rv f SI R __ V JD*eMi\$ÍS*tt\tas $Uvox\# o§ fcampa\nxv S'w*' Chairman og Vice Chair Cigarettur eru bestar, TBI® R EYN J_Ð^ Þ Æ R. Þœr fást í öllum betri verslunum og í heildsölu hjá T. Bjarnason, Umboðsverslun Temparasundi 3 Sími 513 Gamla búðin Hafnarstræti 20, inngangur um horndyrnar, selur ódýrastan Skófatnað og hefir miklar birgðir úr að velja. Gerið svo vel að. kynna yður verð og gæði, áður en þér festið kaup annarsstaðar. Veggfóðurog borða kaupa allir í Gömlu Mðinni Hafnarstræti 20, inngangur um horndyrnar.- Um 200 tegundir nýkomnar. Gerið svo vel að líta á úrvalið. Oddur Gfslason yfirréttarmálaflutnlngsmaöur, Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5. Simi 21 Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aöalstræti 6 (uppi.) Skrifstofutími frá kl. 12-1 og 4-6 e. h. Talsími 250. Péiur Magnússon yflrdómslögmaöur,! Grundarstíg 4. Sími 533 Heima kl. 5—6. 20 til 30 prócent Rabat gefur Vöruhúsið f þessum mánuði af: % Skinnkrögum,' Múffum, Höttuni og Dömn-vetrarkápam. Notið tækifærið og lítið í gluggana. £ Váfryggingar. J Vátryggið tafalaust gegn eldi vörur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominion General Insu ance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason Sæ- og stríðsvátrygging Det kgl. oktr. Söassurance Komp. j Miðstræti 6. Tals. 254. A. V. TULINIUS. Aðalumboðsmaður fyrir fsland Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar. Skrifstofutími 8—12 og 2—8. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. JSest aU au^t^sa \ *)} \ s \. Trygð og slægð Eftir Guy Boothby. 37 ----- Frh. — En fyrst þér ekki vissuð það fyr en klukkutíma síðar en við fór- um af stað, hvaða lest gátuð þér þá náð í ? spurði hún. Gildran var svo kænlega lögð að það var ó- hugsandi annað en að hann lenti í henni. — Eg fór klukkan ellefu frá brautarstöðvunum og fór um Do- ver og Calais, svaraði hann. — Þér játið þá, að þetta mikils- verða erindi yðar til Parísar var í því fólgið, að elta okkur? svaraöi hún. Nú sá Browne fyrst hvaða vitleysu hann haföi gert. Hún stóð upp og lét sem hún ætiaði að fara. Browne stóð líka upp og lagði hendina á handlegg hennar eins og 1 að halda henni kyrri. — Eg er nú viss um, að eg hefi móðgað yður, sagði hann. Fn þér veröið að trúa mér til þess, að eg ætlaði ekki að gera það. Eg held að þér hljótið að þekkja mig svo vel að vita, að mér gat ekki komið það til hugar. — En þér áttuð alls ekki aö „elta okkur, sagði hún. Kveneðli hennar sýndi henni, að ef hún vildi sleppa, þá yrði hún að ráðast þarna á hann. Það var hreint ekki fallega gert af yður. — Hreint ekki fallega gert? hrópaði hann. En hvers vegna, má eg spyrja? Eg geí ekki séð, aö eg hafi gert rangt. Og þó svo væri, því viljið þér þá ekki fyrir- gefa mér? Það höfðu nú komið tár í augu hennar. Samt sem áður bar hún sig vel. Browne virtist, þegar hann hugsaði um þennan fund þeirra síðar, að þóttinn og ástin hefðu barist um völdin í brjósti hennar. — Viljið þér ekki fyrirgefa mér? spurði hann nú auðmjúkur, auð- mjúkari en hann hafði nokkurn tíma áður verið á æfi sinni. — Jú, ef þér lofið að móðga mig ekki oftar, sagði hún og reyndi að brosa. Munið það, að ef eg fyr- irgef yöur þá megið þér heldur ekki svíkja loforð yðar. — Þér vitið ekki hve bágt eg á með að lofa þessu, sagði Browne. En fyrst þér óskið þess, þá skal eg samt gera það. Eg lofa því, að eg skal aldrei framar elta yður án þess þér viljið. — Þakka yður fyrir, sagði hún og rétti honum hendina. Nú verð eg að fara, því annars verður frú Bernstein hrædd um mig. Verið þér sælir, herra Browne. — Haldið þér, að eg fái ekki að sjá yður aftur innan skams ? spurði Browne, mjög alvörugef- inn, — Sem stendur er mér ómögu- legt að svara þeirri spurningu, ans- aði hún. Eg hefi sagt yður það áður, að eg er ekki að öllu leyli minn eigin herra, Þess vegna veit eg ekki hve lengi eg verö hérna í París. — Fyrst eg varö að lofa þessu áðan, viljið þér þá ekki lofa m’ér öðru í staðinn? sagði Browne, og það skalf í honum röddin af geðs* hræringu. — Hvað er það, sem þér viljið að eg geri.’^spurði hún. Ekkij lofa eg neinu án þess aö^vita hvað það er. — Það er það, að þér ekki skuluð fara frá París, án þess að láta mig vita áður, svaraði hann. Eg bið yöur ekki um að] Iáta fmig vita hvert þér ætlið né heldur bið eg yður um, að^tala við£mig. En "einungis að þér ekki farið syo að eg fái ekki að vita af því. Hún þagði stundarkorn. — Ef þér viljið gera svo vel, að segja mér hvar þér eigið heima, þá skal eg lofa að skrifa yður þetta, sem þér biðjið mig, sagði hún að síðustu. — Þakka yður fyrir, sagði hann. Hún bannaði honum að fylgja sér en rétti fram hendina og kvaddi. Þá fór hún af stað og gekk Breið- götu í sömu átt sem bún hafði komið úr. Og brátt hvarf hún sjónum hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.