Vísir - 25.01.1916, Side 2

Vísir - 25.01.1916, Side 2
VÍSÍR VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aöalstr. — Ritstjórinn til viötals frá ld. 1—3. Sími 400.— P. O. Box 367. Nokkur orð um D-listann. Hér kemur þá fram listi, er þrjú kvenfél ög þessa bæjar hafa sett upp, og er það tilgangur minn meölín- um þessum, aö gera nokkra grein fyrir, hvernig á honum stendur. Mér er kunnugt um, að ekkert þessara þriggja félaga, Hið íslenska kvenfélag, Hringurinn eða Thor- valdsensfélagið — né konur í þess- um bæ yfirleitt, ætluðu sér að setja upp neinn sérstakan lista, ef þær vonir hefðu ræst — að karlmanna- félögin hefðu leitað samvinnu til þessarar bæjarstjórnarkosningar, sem fram á að fara þ, 31. þ. m. En úr því að ekkert slíkt tilboð lá fyrir, þá fanst konum í áður- nefndum 3 félögum, að ekki hlýddi að láta bæjarsfjórnarkosningar þess- ar afskiftalausar. Oss konum er það í sjálfu sér ekkert kappsmál, að konur skipi bæjarfulltrúasætin í bæjarstjórninni í hvert sinn sem kjósa á nýja bæj- arfulltrúa, nema að svo miklu leyti sem þær konur, er vér höfum á að skipa í hvert sinn, séu þeim kost- um búnar, að vera efni í nýta og góða fulltrúa — og nú — þegar vér eins og D-listinn ber með sér, höfum tveimur ágætum konum á að skipa auk þriggja mikilhæfra karlmanna sem einnig eru á Iista vorum, þá er þaö sýnilegt, að D-list- inn er vænlegur til fylgis bæði fyrir konur og karla, alla, er láta sér ant um hag og velfarnan bæjarmálanna. Kosningabærar konur í Reykja- vík eru svo margar, að það ætti að vera auðvelt fyrir þær, að ráða miklu um úrslit þessarar bæjarstjórnar- kosningar — jafnvel þótt allmargar konur gangi til kosninga með verka- mannalistanum. Af jháifu hinna helstu »kven- réttinda kvenna« hefir lítið verið gert í vetur til þess að vekjaáhuga kvenkjósenda þessa bæjar á því, að nota kosningarrétt sinn við bæjar- stjórnarkosningar þær, sem fram eiga að fara 31. þ. m. En þrátt fyrir það — þá dylst OSS ekki — í áður neíndum þrem félögum, sem f þetta skifti setja upp lista — D-listann — að hér er brýn nauösyn, sem konur verða að sinna — og sýna það í verki — með fylgi sínu við D-listann— að vér konur megnum með atkv. okkar að hafa áhrif á bæjarmálin. Vér eigum að kannast við skyldur þær, sem fylgja réttindum þeim, er vér höfum öðlast — og láta okk- ur því skifta öll þau mál — sem vér með atkvæðum okkar og áhrif- um getum einhverju ráðið um, og eg er þess fullviss að góðvilji og sann- færing um góðan málstað, muni hjá Iangflestum konum ráða at- kvæðagreiöslunni. Þess vegna er aðalatriðið nú, að allar kosninga- bærar konur hér í bæ fylki sér þétt um D-listan, sem býður þeim tvær ágætis konur — ungfrú Ingu Láru Lárusdóttir og frú Ragnhildi Pét- ursdóttir, auk þriggja annara valin- kunnra manna. Konur! ef þér síðar meir viljið nokkru ráða með atkvæöum yðar í málum þeim, sem varða ekki ein- asta heill og hag bæjarfélags vors — heldur og einnig heill og hag alls landsins, þá látið ekki undir höfuð leggjast að kjósa 31. þ. m., kjóaa D-listann og engan annan lista! Kvenréttindakona.. Barnaballið í Iðnó 15. janúar 1916. Af því að eg er ein af þeim konum sem voru við barnadans- inn í Iðnó á laugardaginn 15. þ. m., þá langar mig til að leiðrétta frásögn Morgunblaðsins, þar sem minst er á matinn. Pví eftir frásögn Morgunbl. gætu menn haldið að þar hefði ekki verið til snæðings annað en þumlungsþykkar brauðsneið- ar með smjörlíki og illa gerðri rúllupylsu. Eg ætla því að segja alveg satt og rétt frá hvað á borðum var, að minsta kosti á því fati sem eg borðaði af og þeim, sem næst mér voru. Eg byrjaði ein- mitt á þvf að athuga hvort smjör- Iíki væri ofan á brauðinu, því eg hef alt af átt bágt með að venja mig við að borða það. — Mér þótti því einstaklega vænt um, þegar eg sá að nýtt íslenskt smjör var ofan á brauðinu, þó eg hefði vel sætt mig við hitt, í þeirri tíð sem nú er. Það sem lagt var ofan á brauð- ið var þetta: hangið kjöt, nýtt kjöt með asfum, nautatunga, lambatunga, fiskabollur, switzer- ostur, Rockefordostur og rúllu- pylsa, sem ég gat ekkeat fundið að. Það getur vel verið að það hafi verið fleiri tegundir ofan á brauðinu en þessum man eg glögt eflir. Og hvað þykku brauðsneið- arnar snertir, þá lenti eg ekki á neinni sem mér þótti of þykk, annars finst mér það svo auð- virðilegt, af fullorðnum karlmönn- um að fá sér slíkt til umtals, þó ein brauðsneið vœri þykkari en önnur, að slíkt er líkara klögu- málum hálfvita krakka en full- orðinna jmanna og það er að því leyti illkynjaðra, en hjá börn- um að þetta er sagt viljandi ósatt. Morgunblaðið er að biðja ham- ingjuna að hjálpa stúlkunum, sem læra matreiðslu á Hússtjórnar- skólanum, og mönnum þeirra síðar meir — já svo er það nú. Þegar eg las þetta datt mér í hug að hamingjan mœtti hjálpa þessum stúlkum, ef þær ættu að verða konur þeirra manna, sem svona hugsa, ef það er mæli- kvarði á manngildi þeirra, eða íafnvel skilyrði fyrir ást og virð- ngu manna, að brauðsneiðarnar séu mátulega þykkar, því ekki meiga þær sjálfsagt vera of þunn- ar heldur — og yfirleitl að þurfa alt sitt líf að vera á eilífum þön- um fyrir þessu matardekri og dutlungum eiginmanna sinna. Annars spái eg því að sumir karlmennirnir hefðu gott af því, að fara lítinn tíma á Hússtjórn- arskólann til að læra hagsýni, og að eyða ekki um efni fram eins eins og margir virðast gera nú á tímum. Sjálf hef eg aldrei verið á skól- anum, en eg hef verið náin vin- kona sumra þeirra kvenna, sem þar hafa lœrt, og eg hika ekki við að telja þær konur í flokki þeirra, sem bæði í matartilbún- ingi og öðru, eru í allra fremstu röð á þessu landi — .eru fyrir- myndarkonur í þessa orðs bestu merkingu, og þœr hafa sjálfar sagt mér, að skólanum væru þær mjög þakklátar, og hefðu haft afarmikið gagn af veru sinni þar og það á mörgum svæðum. Og eg hygg að mennirnir þeirra muni taka undir það með þeim. Það er annars dálítið eftirtekt- arvert að flestir mestu andans- menn og konur, sem eg hef kynnst bæði utanlands og inn- an hafa verið afar mikið á móti öllum íburði og dekri í mat, og viljað hafa alt sem einfaldast, bæði í mat .og fötum. Menn geta annars haft gott af því að muna betur eftir því, en virðist vera gert, að við lifum ekki til þess að eta heldur etum til þess að lifa, Kona. T I L M I N N IS: Baðhúsið opið v, d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skrifat. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 8l/a síðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn' til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið U/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráösskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóömenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud, kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. Uppstean í Manitoba var síöastl. ár samkvæmt stjórn- arskýrslum 234 193 333 mælar, þar af hveiti 96 663 912 mælar, hafrar 101 077 991 bygg 35 281 095 mælar, hör 739 808, rúgur 365 572, baunir 64 955. Öll uppskeran ár- iö 1914 var 139 626 753 mælar eöa nálega’100 000 000 minni en nú. í einum stað voru 80 mælar hveitis af ekrunni. í haust hafa aðeins veriö plægðar 2 796 660 ekrur, en f fyrra haust 4 117 615. Lb. I Rprengikúlum. í Lögbergi er sagt að það sé sannað, að þýskir njósnarar í Rúss- Jandi komi ýmsum upplýsingum og uppdráttum til Þýskalands á þann hátt, að koma þeim í sprengi- kúlur sem loftför eru send með til að kasta niður á þýska bæi. Vaent- anlega hafa þeir þá ónýtt sprengi- efniö í kúlunum áður! Amerískt réitarfar. Sagt er frá því í Lögbergi að stjórnarformaðurinn í British Col- umbía, sir Richard Mc.Bride, hafi verið grunaður um ýmsa klæki, en í staö þess aö rannsaka sakir þær, sem hann var grunaöur um, var hann látinn segja af sér stjórnar- formenskunni og gerður að aðal- umboCsmanni fylkisins í London. Segir Lögberg að það sé alment álitið, að stjórnin í B. C. sé ein- hver spiltasta stjórn sem Canada hefir nokkru sinni átt, og er þá víst langt til jafnað. —

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.