Vísir - 25.01.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 25.01.1916, Blaðsíða 3
I __________________________[V í S I R __________________________________ sUvoxv og íia«vpa\)\ft S\m\ \%6 HO-66 stólWf vax\Vav \ svtoamtvtvtt á ^\aJVtív tv»sU suttvat. ^öt v ^o'Sv. 3>*t stú^ut settv vvl\a svtvtva \>essu stvúv sót sem J^tst tvt Magnúsar Th, S. Blöndahls, £»fe\at$oiu 6 JB, 3^ovtv, settv $ejvxt attat tvátvatv ttppt^svtv^at. Gamla búðin Hafnarstrætl 20, inngangur um horndyrnar, selur ódýrastan Skófatnað og hefir mikiar birgðir úr að velja. Gerið svo vel að kynna yður verð og gæði, áður en þér festið kaup annarsstaðar. Veggfóðurog borða kaupa allir í Grömlu úúðinni Hafnarstræti 20, inngangur um horndyrnar. Um 200 tegundir nýkomnar. Gerið svo vel að líta á úrvalið. Bæjarstjornar- kosningar. Kosningaskrifstofa verkalýðsfélaganna er í Gfamla Bíó (skrifstoía Hásetafélagsins) og er op- in frá kl. 12 á hádegi til kl. 10 síðdegis. Kjörskrá liggur þar frammi og ailar upp- lýsingar geínar kosningunum viðkomandi. Cigarettur mest úrval í Landstjörniinni gögmenn Oddur Gíslason yfirréttarmálaflutningsmaöur, Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5. Sími 21 Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aðalstræti 6 (uppi.) Skrifstofutími frá kl. 12-1 og 4-6 e. h. Talsími 250. Pétur Magnússon yfirdómslögmaður,y Orundarstíg 4. Sími 533 Heima kl. 5—6. Vátryggingar. J Vátryggið tafalaust gegn eldi v'órur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominion General Insu ance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason Sæ- og stríðsvátrygglng Det kgl. oktr. Söassurance Komp. Miðstræti 6. Tals. 254. A. V. TUL.INIUS. Aðalumboösmaður fyrir ísland Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar. Skrifstofutími 8—12 og 2—8. Austurstræti 1. N. B. Nieisen. JSesl á& Stt^SS v ^ v s v* Trygð og slægð. Eftir Guy Boothby. 38 ---- Frh. — Líklega er enginn annar eins asni og eg til í öllum heiminum, sagði Browne við sjálfan sig þeg- ar hann var orðinn einn. Hefði eg einungis ekki farið að blaðra um heimsókn mína í Warvickgötunni, þá væri eg nú ekki svona ilia staddur. Það hefi eg þó unnið á, að hún hleypur nú ekki burt úr París án þess að láta mig vita. Nú verö eg að láta mér lynda að bíða þangað til en reyna þá að ná tali af henni, og þá------Við sjáum nú hvað setur. — En ljómandi er hún falleg! Browne varpaði öndinni þung- lega og snéri nú aftur heim á leið til veitingahússins við Rue de Ri- volie. í heila viku heyrði hann ekkert frá henni og sá hana aldrei. Hann reikaði eirðarlaus fram og aftur um strætin og komst jafnvel svo langt, að hann gekk fram og aftur um Rue Jacqurie og horfði á húsið, sem hún bjó í. En alt árangurs- laust. Hann kom aldrei auga á hana. Þá kom honum alt í einu hjáip úr alveg óvæntum stað. Eftir að hann einn daginn hafði gengið fram og aftur um göturnar í langan tíma, snéri hann heimieiðis. Honum fanst á heimleiöinni, að eitthvað óvænt biði sín heima. Og það var líka. Þegar hann kóm inn í herbergið sitt, sá hann bréf liggja á borðinu. Það var ritað á guian pappír og var svo ilmandi af ilm- vatni, sem það hafði verið vökvað með, að hann fann lyktina af því jafnvel áður en hann kom inn í herbergið. Hann þekti ekki hönd- ina á bréfintPog skiidi ekkertíþví, frá hverjum það gæti verið. Hann flýtti sér að opna það. Það var ritað á frönsku, og honum til mestu undrunar sá hann að undir því stóð: »Frú Bernstein«. Bréfið hljóðaði þannig: »Kæri Browne. Mér þætti ákaflega vænt um, ef þér vilduð gera svo vel og líta inn til mín þegar þér mættuð vera að. Það er mjög mikilsvarð- andi máiefni, sem eg þarf að ræða við yður. Ef ekki stendur svo á, að þér séuð ráðinn einhvers staðar annars staðar annað kvöld (fimtudag), þá vonast eg eftir að fá að sjá yður. Yðar með mestu virðingu. Sophie Bernstein. Browne las þetta einkennilega bréf þrisvar sinnum en komst samt ekki að neinni niðurstöðu um það, hvað það ætti að þýða. Hvað var það sem frú Bernstein gat þurft að tala við hann urn? Gat það verið nokkuð í sambandi við Katrínu? Samt sem áöur þótti honum vænt um, að nú gafst honum að öilum líkindum tækifæri á að tala við slúlkuna, sem hann langaði til að finna. Aldrei á æfi hans hafði hon- um fundist tíminn vera svona lengi að líða. Hann var kominn á réttum tíma að dyrunum á húsinu í Rue Jac- quarie. Dyravörðurinn tók á móti honum og spnrði hann að erindi hans. Hann bað hann um að vísa sér á herbergi frú Bernstein. Dyra- vörðurinn gerði það. Browne fór upp stigann til þess að leita að þeim. Hann þurfti samt ekki Iengi að leita, því að frú Bernstein tók á móti honum viö uppgöngyna. — Monsieur! hrópaði hún, og látæði hennar bar vott um, að hún hefði einhern tíma verið leikkona. Það var sannarlega fallega gert af yður að koma og finna mig. Eg bið yður mjög að afsaka, að eg skuli vera að tefja yður. — Fyrir alla muni, minnist þér ekki á það, sagði Browne kurteis- lega. Þér vitið, að geti eg verið yður eitthvað til þægðar, þá megið þér slðþa mér. — Það er ekki mín vegna sem eg bað yður að koma. En við skuium ekki tala saman hér. Viljið þér ekki koma inn til mín? Hún fylgdi honum upp annan stiga og inn í dagstofuna. Frúin lokaði vandlega dyrunum og bauð honum svo sæti. Browne settist í hægindastól. Hann furðaði á því, hvar þetta ætti alt að lenda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.