Vísir - 25.01.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 25.01.1916, Blaðsíða 4
VÍSIR "MUan aj tatidv. Símfrétt. Eyrarbakka í gær. Aöfaranótt þ. 21. þ. m. var hér afskaplegt brim og braut það 300 faðma langan sjógarð og flæddi upp í miðjan bæ. Skaðinn á sjógarð- inum er metinn 10—15 hundruö krónur. Oiíuskúr sem »Hekla« á brotnaði og mistist eitthvað af olíu. í Þorlákshöfn braut brimið gafl úr nýrri steinsteypubúð. Slys. 21. þ. m. féll Sigríöur Brynj- úlfsdóttir frá Birnustöðum af hest- baki og rotaðist til bana. Var hún á heimleið fiá jarðarför Sigríðar Vigfúsdóttur frá Húsatófturn. Skipatjdn. Eins og getið hefir verið um í símskeytum til blaðsins, mistu Englendingar vígdreka, Edward VII að nafni. — Skipið rakst á tundurdufl og varð skipshöfnin að yfirgefa það sökum þess hve flt var f sjó. Skipshöfninni var bjargað, aðeins tveir menn særð- ust. Þetta er stærsta herskip sem Englendingar hafa mist, síðan ófriðurinn hófst. Hér fer á eftir skrá yfir skip þau er farist hafa: Orustuskip Smál. Bygt King Edward VII 16350 1903 Triumph JJ80O 1903 Bulwork 15000 1899 Fonnidable 15000 1898 Irresistible 15000 1898 Ooiiath 12950 1898 Ocean 12950 1898 Majestic 12950 1895 Beitiskip Smál. Bygt Argyll 10850 1904 Nafal 13660 1905 Oood Hope 14100 1901 Monmouth 9800 1901 Aboukir 12000 1900 Houge 12000 1900 Cressy 12000 1899 Amphion 3440 « 1911 Pathfinder 2940 1904 Hermes 5600 1898 Hawke 7350 1891 Pegasus 2135 1897 Enda þótt tjónið sé mikið, er það þó ekki berandi saman við tjón Þjóðverja. Lífsábyrgðarfél agið ,.Danmark" er áreiðanlegasta og ódýrasta lífsábyrgðarfélagið á Horðmlöndum Lág iðgjöld! ---- Hár Bónusl = Nýtísku barnatryggingarl == Ef trygði hættir í félaginu einhverra hluta vegna, fær hann mest öll iðgjöld endurgieidd. ^rétaa'Æ ^vcju ten$\ fiajt vaxnat\»\tva fcét. Lífsábyrgðarfélagið Danmark. Aðalforstjórí félagsins er einhver helsti þjóðmegunarfræðingur Dana, V. Falbe-Hansen, konferensráð og konungkjörinn landþingsmaöur. Vá- tryggingarupphæð félagsins er 90 miljónir króna en eignir 21 milj.. Rt'kissjóður Dana tryggir fjölda starfsmanna sinna hjá þessu félagi, séstaklega þá sem gegna póststörf- um og járnbrautarstörfum. Sýnir það best álit félagsins heimafyrir og ber Ijósastan vott um áreiðan- leik þess. Þorvaldur læknir Pálsson veittr alla nánari vitneskju um félagið. Varið yður karlar og konur I Um 50 þúsundir króna voru ógreiddar af aukaútsvörum bæjar- ins um áramót. Þetta þykir bæjarstjórn og mðrg- um borgurum bæjarins óþolandi trassaskapur, því að útsvörin e i g a að greiðast og v e r ð a aö greið- ast, en þeir sem ógreitt eiga eru af öllum stéttum, efnamenn sem aörir. Nú eru samtök hðfð um að koma f veg fyrir að nokkur, sem á ógreitt útsvar fái að kjósa f bæj- arstjórn á mánudaginn. Verða allir, sem skulda vægðarlaust kærðir og strikaðir út af skránni, ef þeir borga ekki tafarlaust. Þeir og Þær sem vilja nota kosningarétt sinn verða því að bregða við sfrax í dag og borga útsvarið, ef þaö er óborgað. Kærufresturinn yfir kjörskránni er útrunnin 27. þ. m. Ef dregið er lengur að borga, verður of seint að kæra yfir því að hafa verið strikaður út. ' .Vafasamt er talið að þetta sé fyllilega Iöglegt, en valt aö treysta því að það verði dæmt ólögmætt/ — VINNA — |gj Bankabyggsmjöl jf3 ^ heimamal&ð @ fæst ávalt í 6fe Sími 521. Ö?j Blómsveiga fallega og ódýra selur Verslunln Gullfoss. TAPAfl— FUNDIÐ I Peningabuddsa tapaðist í j gærkveldi . frá Laugaveg 20 niður l að Nýja Bíó. Skilist á afgr, Vísis. > F u n d i s t hefir gullhringur . metktur. Viijisl áLaugav. 51 niðri. H v í t hæna, með svörtu bandi á örðum fæti hefir tapast. Skilist » á Laugaveg 55. D r e n g vantar á Sendisveina- stöðina. Unglingsstúlka, 15—17 ára, óskast í mjög létta vist frá 14. maí næstk. A. v. á. K I æ ð s k e r i óskast til Sauðár- króks. Hátt kaup. Uppl. í Þing- holtsstræti 33. U n g u r maður óskar eftir at- vinnu frá fyrsta maí næbtkomandi. A. v. á. Stúlka óskast í vist 2—3 mánuði. Uppl. Orettisgötu 18. KAUPSKAPUR Morgunkjólar smekkleg- astir, vænstir og ódýrastir, sömul. langsjöl og þríhyrnur eru ávalt til sölu í Garðastræti 4 uppi. (Oengið upp frá Mjóstræti 4). M o r g u n k j ó 1 a r frá 5,50— 7,00 fást hvergi ódýrari né betri en í Doktorshúsinu við Vesturgötii. Verslunin Bókabúðín á Lauga- vegi 22 selur brúkaðar bækur með miklum afslætti. B a r o m e t e r til sölu. Til sýnis á afgreiðslunni. Or í m u b ú n i n g u r, á 12—13 ára telpu, til Ieigu Bergstaðastr. 43. Verkaður saltþorskur og steinbítur til sölu á Lindargötu 14. Sérlega góðar Kartöflur á kr. 555Ó pokinn fást enn nokkra daga í Njálsbúð. HÚSNÆDI 3 herbergja íbúð ásamt eldhúsi og geymslu óskast til leigu, helst í eða nálægt Vesturbænum. Áreiðanleg borgun. Tilboð merkt: »22«. Leggist inn á afgr. þessa blaðs fyrir lok janúarmán. TU leigu frá 14. maí 2 stof- ur, helst fyrir einhleypa, Norður- stíg 3, niðri. g KENSLA O ó ð stúlka til að kenna börn- um og einnig gæti sagt til í úí- saumi, óskast nú þegar á heimili nálægt Rvík. — Uppl. í Þingholt- srtæti 33. Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.