Vísir - 26.01.1916, Side 2

Vísir - 26.01.1916, Side 2
VÍSIR VISIR A f g re 1 ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórínn til viðtals frá Id. 1—3. Sími 400.— P. O. Box 367. Hverjir verða elstirP Niðurlag. Konur verða eldrf en karlar. Innan 70 ára aldurs deyja miklu fleiri karlar en konur. Á fyrsta ári éru seytján sinnum meiri líkur til að drengurinn lifi en að hann deyi, en stúlkan hefir 21 sinni fleiri líkur til þess. Á 5.—13. ári eru líkurnar líkar, en eftir þann tíma fá konurnar yfirhöndina. Á 15.—19. ári eru lífslíkur karla 269 á móti 1, en kvenna 277 á móti 1. Á 70,—90. ári hafa karlar yfirhöndina, en konur eftir þann tfma. Miklu fleiri konur verða tíræðar en karlar. Barnadauðinn styftir meðalaldurinn mest. Fyrsta aldursárið er það hættulegasta; á þeim aldri deyja flestir. — Athygli mánna hefir beinst mjög að þessu, og hafa ýms ráð verið fundin til þess að koma í veg fyrir barna- dauðann; stöðugar framfarir heilsu- fræðinnar og endurbætur á meðferð og næring ungbarna mun bæta mik- ið úr þessu. í Frakklandi þykjast menn þegar hafa orðið varir við framfarir, en þar er brýnust þörfin í því aö bæta úr, vegna mannfækk- unarinnar þar í landi. Hve lengi Hfi eg? Svo spyr sjálfsagt margur. »Mín lífatíð er á fleygiferð, eg flýti mér til grafar*, segir í sálminum, og enginn getur sagt fyrir hve fljótt dauðann getur borið að höndum. En ef ekkert óhapp vill til og líkamsbyggingunni er ekki ábótavant í neinu, þá má fara nokkuð nærri um aldurinn. Enskur læknir.Richardsonað nafni, hefir sett þetta dæmi: Hvermaður getur gert ráð fyrir að ná þeim með- alaldri, sem kemur út, er iagður er saman aldur foreldra hans og for- eldra þeirra beggja og deilt í þann árafjölda með 6. — Oft rætist þetta sjálfsagt, en stundum ekki, og rétt- ast er að hugsa ekkert um það, en haga sér eftir þessu: Sá sem vill lifa lengi má ekki stytta aldur sinn með óeðlilegum og óreglulegum lifnaðarháttum. (X þýddi.) Barnaballið í Iðnó. Eg minnist ekki að hafa Iesið jafn auðvirðilegan pistil og þann hinn nafnlausa, með þessari fyrir- sögn í Morgunblaðinu þ. 17. þ. m.: »Fyr má nú rota en dauðrota*. — Heldur ritstjórn Morgunblaðsins, að hún hafi siðferðislegan eða Iaga- legan rétt til þess að dæma um stofnun, sem notið hefir almenn- ings Iofs og hylli um mörg ár, öðrum eins sleggjudómi og hún gerir í þessari grein ? Það er ekki ætlun mín að svara þessum grein- arstúf — slíkur ritháttur sem þar er borinn á borð, er ekki svaraverð- ur. Þær sannarlega heiðvirðu kon- ur, sem veita hústjórnarskólanum forstöðu, eru af alinenningsálitinu hátt yfir það hafnar að slíkur ó- liróður geti hrinið á þeim. Eg vildi aö eins vara ritstjórn Morg- unblaðsins við því framvegis, að láta hvorki rúgbrauð né annan mat »hleypa svo á sig« að hún gefi út annað eins saurblað og þetta eintak Morgunblaðsins er. Ekki af því, að mér sé svo ant um viðgang Morgunblaðsins, eg les það sjaldan og mér til lítillar ánægju eða upp- bygg'ngar, Þa sjaldan eg geri það — heldur af því að eg álít það siðferðislega nauðsyn að slíkur rit- háttur sem þessi sé kveðinn niður í dagblöðum bæjarins. Enda hefi eg heyrt því fleygt að sumum kaup- endum Morgunblaösins hafi þegar orðið svo bumbult af þessari »þykku sneiðc, sem þaö bauð upp á þ. 17. þ. m., að þeir hafi mist lystina á meiru af þeirri andlegu fæðu og ætti það ekki að koma flatt upp á ritstjórnina, sem sjálf á svo bágt með að melta »þykkar sneiðarc. B. Verslun við Þjóðverja. í enskum blöðum er mikið um það talaö um þessar mundir, að Þjóðverjar fái allmikið af vörum frá Bretlandi þrátt fyrir verslunar- bann Englendinga. Verslunarmála- ráðuneytið hefir nýgefið út skýrslu um það, að árið 1913 hafi óunn- in bómull verið flutt til Hollands fyrir 132,200 pd.sterl., en 1915 var flutt út frá Englandi til Hol- lands fyrir 866,973 pd. sterl. Árið 1913 var flutt frá Englandi til Svíþjóðar óunnin bómuil fyrir 179,690, pd. sterl,, en árið 1915 var flutt þangað bómull fyrir 764,313 pd. sterl. Þykir Englendingum ljóst að meiri hlutinn af þessum aukna útflutningi, fari ekki til viðkomandi landa, heldur til Þýskalands. Ennfremur segir verslunarmála- ráðuneytiö, að árið 1913 hafi Eng- lendingar flutt til Hollands fituefni, fyrir 74,947, pd.sterl. en árið 1915 sendu þeir þangað fituefni fyrir 1,072,556 pd. sterl. Mjólkuíframleiðslan °g Jóhannes Kr. Jóhannesson. —o— Ekki er það gott, en nota verð- ur það, sem Jóhannes Kr. Jóhann- esson lætur frá sér fara í Vísi hinn 7. jan., 6. tölubl., þar sem hann er að rembast við að gera mjólk- urframleiðendur að minni mönnum fyrir söluna á mjólkinni o. fl. Ekki detíur mér í hug að eltast við allar þær lokaleysur, er í grein hans standa, en nokkrar þeirra verð eg að taka til meðferðar. — Fyrst verður þá fyrir að hann segistekki ætla að dæma um það, hvort mjólk- in sé dýrari en aðrar fæðutegundir hér. Þar er hann, eins og hún kisa greyiö, að forðast hitann, og læt eg þau ein um það. En hann full- yrðir, að nijólkin sé of dýr í sam- anburði viö verð á henni annars staðar á Iandinu, og ekki nóg með það, heldur einnig í útlöndum, t. d. í Höfn. — Að mínu áliti er ólíku saman að jafna, í Höfn og hér, og kemur það því ekki til greina, enda er ir.ér ókunnugt um verð á mjólk þar, en eg veit hvað mjólkin kost- ar á ýmsum stöðum hér og það ætti J. Kr. J. að vera kunnugt um líka. Hefi heyrt, að mjólk á ísafiröi væri í 28 aurum siðan í haust, en hann er ekki að fást um það!!! Hafnarverð á mjólk og ísafjarðar- mjólkurverðið ætti ekki að verða til þess, að styðja hans málstað. Næsta ólíkir staðhættir að framl. mjólk hér og í Höfn. — Bóndi fyrir austan fjall selur brúarsmiðum land- sjóðs 100 potta á dag á 12 au. pottinn. Sá hefir ekki verið mjólk- urlaus! Að vísu gæti þetta borið sig ef maðurinn hefir ekki náð í smjörbú eða á annan hátt getað gert sér peninga úr mjólk sinni, en að eyða henni jafnóðum til heim- ilis. En ekki sannar það að bænd- ur hér í kringum Rvík selji hana of dýrt, þó bóndi sá hafi selt mjólk sína fyrir þetta verð, Þá segir hann að foreldrar sínir hafi selt mjólk fyrir 12 au. o. s. frv. En sama vindhöggiö er það, því þó karl og kerling fyrir tugum ára hafi gert það, þá er það ekki nein sönnun fyrir að mjólkin sé of dýr hér nú, og má færa mörg rök fyrir því. Smjör þá í 50—60 aú. pund- ið, ódýrari jarðir, vinna og m. m. fl. All-mikið gerir hann úr gróð- T I L M I N N IS: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarstskrifjt. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 ; Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 8‘/s siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið U/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans . Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhiröir kl. 10—2 og 5—6. anum, sem hann segir að sé 33%, samkvæmt reikningi mínum, sem hann annars getur ekki hrakið, en eg tók fram, að upp í þessar 165 kr. og 60 au. væri margt ótalið til útgjalda og verður það því ekki talinn hreinn ágóöi, því ef hann á kú, veit hann að gera þarf fleira en aöeins að kaupa fóður handa henni, mjólka hana, hýsa hana og gefa henni. Það þarf ílát undir mjólkina, flytja hana á sölutorgið, borga sölulaun og ýmislegt, er eg nenni ekki að eltast við nú. En það telur J. Kr. J. einskis virði og hleypur þar á hundavaöi og kærir sig kollóttan. Hægt batnar er hann segir, að heyið hafi ekki kostað bóndann meira en 2 aura í sumar. Vill hann selja mér nokkur þús- und kíló fyrir það verð af góðu kúaheyi? Það væri gott að hafa slíkan leiðtoga við hönd sér til að læra af, svo hægt væri aö selja mjólk samsvarandi því heyverði. Hann þyrfti að búa á Álftanesinu, kaupa þar kot sem fleytir 3—4 kúm, fyrir 6—8 þús. krónur. Það er fleira við aurana að gera en kaupa matinn, það er: klæða sig og sína, borga dýra vexti, borga fólki, gjalda til allra stétta, okkur tjáir ekki að strjúka þó við sjáum okkur til óvænna, að geta staðið í skilum, eins og heyrst hefir að sumir heyprangararnir geri stund- um, þegar þeim ræður svo við að horfa. Næst segist sá vísi hafa heyj- að og selt 36 hesta á 3—3Y2 pund- iö. En hvort ætli sé betra, að kaupa horblöðkuna hans á 3—3V2 eða góða tööu á 4—4r/2? Þarna veitir honum ekki af að vanda um við sjálfan sig. Ekki er nú vakurt þó riðið ,sé. Svo segir hann, að Frh. á 4. síðu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.