Vísir - 26.01.1916, Side 3

Vísir - 26.01.1916, Side 3
[V IjS I R SaYÚtas s\tton o$ ^ampa^sm S\m\ Bæjarstjórnar- kosningar. Eosningaskrifstofa verkalýðsfélaganna er í G-amla Bíó (skrifstoía Hásetafélagsins) og er op- in rá kl. 12 á hádegi til kl. 10 síðdegis. Matthías Ólafsson, erindreka Fiskifélags Islands er að hitta á skrifstofu félagsins alla virka daga, þegar hann ekki er í ferða- lögum, kl. 12-2 e. hád. Kjörskrá liggur þar frammi og allar upp- lýsingar gefnar kosningunum viðkomandi. Drekkið Mörk CARLSBERG Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fást alstaðar Aðalumboð fyrir ísland Nathan & Olsen flORlC Cigarettur mest úrval í IkYilgílkTATliyATAYATATATATATl Epli, Vínber og fleira gott, faest enn á jólaverði í Njálsbúð, gögmenn Oddur Gíslason yfirréttarmálaflutningsmaður, Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5. Sími 21 Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aðalstræti 6 (uppi.) Skrifstofutími frá kl. 12-1 og 4-6 e. h. Talsími 250. J Vátryggingar. I Vátryggið tafalaust gegn eldl vörur og húsmuni hjá The Brit- j ish Dominion General Insu ance Co. Ltd. ' i Aðalumboðsm. G. Gíslason í i ___________________________ t Sæ- og stríðsvátrygging Det kgl. oktr. Söassurance Komp. Miðstræti 6. Tals. 254. A. V. TULINIUS. Aðalumboðsmaður fyrir Island Pétur Magnússon yflrdómslögmaður,] Orundarstíg 4. Sími 533 Heima kl. 5—6. Allir þeir, sem vit hafa á tóbaki, cigarett- um og vindlum, vilja það helst Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar. Skrifstofutími 8—12 og 2—8. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. frá tóbaks- og sælgætisbúðinni á Laugavegi 10. aut^sa \ ^\s\. Trygð og slægð Eftir Guy Boothby. 39 ---- Frh. 9. kapituli. — Jæja, herra Browne, sagði frú Bernstein og settist út við glugg- ann. Við getum talað saman í næði og þurfum ekki að ótfast, að nokk- ur ónáði okkur. Það var mjög vel gert af yður að koma og finna mig, því að eg býst við, að þér hafið orðið forviða yfir bréfinu, sem eg skrifaði yður í gær. Eg þori varla að hugsa til þess, hvað yöur hefir dottið í hug þegar þér lásuö það, en eg huggaði mig við það, að eg skrifaði það vegna annarar manneskju, Mér er annara um velferð hennar en eg get gert yður skiljanlegt. Svo eg segi yður sannleikannn, þá er það mjög áríð- andi efni sem mig langaði til að minnast á við yöur. Eg vona, að þér sjáið þaö þegar þér heyrið hvaða mál það er, sem eg vildi minnast á. Browne hafði nú fengið aftur dómgreind sína. Honum fanst að konan hlyti á einhvern hátt að vera að skara eld að sinni eigin köku, þótt hún léti svo sem hún væri að reyna til að hjálpa öðrum, sem hann ekki vissi hver var. Þegar hann sá, að hún bjóst við að hann segði eitthvað þá sagði hann: Fyrir alla muni, takið þér ekkerf tillit til mín, Eins og eg hefi þegar sagt yður, er það mín mesta gleði að gela verið yður eitt- hvað til þægðar. Ef til vill er það eitthvað viðvíkjandi ungfrú Karínu, sem þér vilduð tala við mig. — Þér getið rétt tii, sagði frúin. Það er einmitt hennar vegna, sem eg gerði boð eftir yður. Vesalings barnið er nú í miklum vanda stödd. — Það hryggir mig innilega, að heyra það, sagði Browne. Hann varð nú alt í einu óttasleginn, en vissi ekki sjálfur við hvað hann var hræddur. Eg vona, að það sé ekki neitt alvarlegt, sem ekki er hægt að ráða bót á. — Þaö er mögulegt að svo sé, svaraði frúin, en eg býst við að það verði að miklu leyti undir yður komið. — Hvernig stendur á því, að það getur verið undir mér komið? spurði Browne alveg steinhissa. Eg gæti aldrei fyrirgefið sjálfum mér ef eg yrði orsök í því, að ungfrú Petrowitch yrði óhamingju- söm. Frú Bernstein lækkaði röddina og talaöi nú í hálfum hljóðum. Eg veit, að það er ekki beinlínis yður að kenna, en samt eruð þér ekki aigerlega saklaus, herra Browne, sagði frú Bernstein. Áður en eg segi meira, þá sé eg mig nauð- beygöa til að minna yður á, að eg er öldruö kona. Nú brosti^hún kankvíslega, eins og til þess að láta hann vita að hann mætti ekki skilja orð sín of bókstaflega. Eg er eldri kona, sagði hún, ef til vill nógu gömul til þess að geta verið móð- ir yðar, að minsta kosti nægilega gömul til þess, að geta talað við yður um þaö sem eg nú ætla að tala um við yður, án þess að þér þurfið nokkuð að fyrirverða yður. Eins og þér vitið, þá er ungfrú Katrín ung stúlka og hún er ekki ólík öðrum ungum stúlkum á henn- ar aldri að því, að hún hefir ákveðnar vonir. Nú hafið þér kom- ist inn í þessar vonir hennar. Og hver er svo afleiðingin? Þér getið víst lesið á milli línanna. Hefði hún verið lægra sett í mannfélag- inu en þér, þá hefði þetta ekki gert neiít ti). Hún hafði enga hugmynd um hver þér voruð um það leyti sem þér björguðuð henni í þok- unni á fjallinu við Merok. En síðar þegar við kyntumst yður f London, þá fréttum við alt um yður og stöðu yðar. Þá breyttist hún þegar í stað. Hún er ákaflega heiðarleg stúlka. Hún óttaðist að það myndi verða álitið að hún sæktist eftir kunningsskap yðar efnanna vegna. — Slíkt| hefir mér aldrei komið til hugar, sagði Browne með þótta. Þetta er það versta, sem auðnum fylgir, frú Bernstein.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.