Vísir - 27.01.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 27.01.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá U. 1-3. Sími 400.— P. O. Box 367. Byggingarlóð óskast til kaups. Tilboð merkt: »77« sendist á afgreiðslu »Vísis«. Staður, stærð og kaupverð sé til- greint. Kol og vatn. í 20. tbl. Vísis þ. á., gerir »Bæj- arbúi« verðhækkun kolanna hér í bænum að umtalsefni. Er þarsann- arlega ekki kvartað um skör fram, fyrir hönd fátæklinganna og eiginl. allra, er þeim ókjörum þurfa að sæta, sem núverandi kolaverö er.— En það er einnig annað atriði viö- víkjandi kolaversluninni hér í bæn- um, sem vel er þess vert aö minnst sé opinberlega á, það er snjórinn, klakinn og vatnið, sem okkur er selt eftir vigt, í og ásamt með kol- unum. Það er kunnugt að mikill hluti af kolum þeim, sem hér eru seld, eru tekin úr kolabyngjum, sem úti standa undir beru lofti. Þegar nú aö ringt hefir og snjó- að á víxl, í marga sólarhringa eins og t. d. nú undanfarandi, og svo oft ber hér við, má nærri geta hvort smákoiin, mylsnan, sem okkur er seld með sama verði og hin stærri, — þyngjast ekki til muna á þeim dögum. Fyrir skömmu — eftir að kola- verðið hækkaöi — gekk eg þar framhjá, er menn — alklæddir vax- fötum, í þurviðri þó—, voru að bera kolapoka af vagni sínum inn í kjallara. Lak vatn úr pokunum og er ekki ótrúlegt að kaupandi þeirra kola, hafi mátt borga þar nokkur kíló vatns, sem ágætt elds- neyti væri. Þó að mjólkurreglugerð bæjar- ins sé í mörgu ábóta vatn, var hún l þó gerð og samþykt meðal annars í þeim tilgangi, að fyrra okkur vatns- kaupum í mjólkinni, til þess að okkur ósvikna og gjald- genga vöru, Væri nú ekki tími til kominn fyrir bæjarstjórnina að stemma einn- Ig stigu fyrir vatnssölunni í kol- tinum? Gæti bæjarstjórnin t. d. ekki bann- að sölu hér um bæinn, á öðrum kolum en þeim, sem undir vatns- [ og fokheldu þaki hafa verið, frá • | því þau komu úr skipi, þar til vigt- un til útsölu, fer fram á þeim ? Eg skora á bæjarstjórnina að íhuga mál þetta rækilega, því þótt það sé henni ofurefli, að lækka verð kolanna, finst mér aö hún ætti, á einn eða annan hátt, að geta losað okkur bæjarbúa við vatnskaupin í þeim S. Hvorir verda anflir? Eg fór á fyrirlestur síðastliðið laugardagskveld. Hann var þunnur mjög og illa fluttur. — Salurinn, sem fyrir- Iesturinn fór fram í, var leiðin- legur, og ekki hafði fyrirlesarinn verið svo hugsunarsamur, að sjá um að nokkur gluggi eða hurð væri opin, svo drepandi óloft tók höndum saman við lftilvæga og illa flutta ræðu að gera áheyrend- unum alt sem óþægilegast. Fyrirlesarinn var hr. orðabókar- höf. Jón Ólafsson fyrv. ritstjóri, og alþingism. o. fl. Fyrirlestur þessi hafði verið auglýstur í blöðum borgarinnar og var efnið þetta: Hversvegna hljóta Pjóðverjar að verða undir? Hve lengi stendur stríðið? Mönnum var heldur en ekki starsýnt á auglýsingu þessa. Mörgum fanst hún ekki sem hlutlausust og ef til vill mun einhverjum hafa komið til hugar að hr. J. Ó. væri Norðurlanda rithöfundurinn, sem spádómarnir segðu fyrir, að hefði mikið að segja um úrslit ófriðarins. Einnig fanst mönnum hr.J. Ó. fœrast fullmikið í fang að ætla að segja mönnum fyrir: 1. að áreiðanlegt sé að Þjóð- verjar verði undir í ófriðnum og 2. hversu lengi stríðið muni standa. Eg keypti mér þegar aðgöngu- miða og fór niður í Bárubúð, en þar var fyrirlesturinn fluttur. Hr. J. Ó, byrjaði með því að afsaka nafn fyrirlestursins og lýsti því yfir, að hann myndi tala án þess að draga taum annars máls- aðila. — Eg varð hálf hissa þá er eg heyrði þetta. — En nú þykist eg hafa fundið ráðningu gátunnar. Annaðhvort hefir hugsunar- leysi og trassaskapur ráðið fyrir- sögninni, eða hún hefir verið bragð höfundarins til að krækja í sem flesta áheyrendur. Fyrirlesturinn var í fám orðum sagt upptugga af því, sem mað- ur sér í hverju einasta blaði. Fjárhagur og skotvopn ófriðar- þjóðanna, fólksfjöldi þeirra, her þeirra og manntjón á fyrsta ári stríðsins. í sambandi við hið síðastnefnda bendir hann á, að komi ekkert sérstakt fyrir, verði þjóðverjar líklega svo blóðrunnir, að þeir haldi ekki út lengur en nokkra fyrstu mánuði ársins 1917. Auk þessa gat hann þess, að á Þl. fæddust um 800,000 börn á ári hverju og nfu sinnum fleiri á Rússtandi, því þar væri fleira fólk. — Eg skora á hr. J. Ó. að flytja ekki þennan, eða slíka léttmetis- fyrirlestra aftur. — Það verður skoðað sem peningagræðgi ef ekki sem frekja. Már. Þegar í stað. Eftir H. Gaylor. Lauslega þýtt. Framhald. Hana, þar erum við komin að veitingahúsinu. Nóra, gangið þér bara einu sinni kring um Brussell Square með mér, áður en við komum hingað aftur, er eg viss um að við verðum búin að trú- lofa okkur. Það er að minsta kosti nægur tími fyrir mig að neita yður. Þér eruð óvanalega laglegur maður, hr. Teale, finst yður það ekki sjáifum? Mér þykir vænt um að yður finst það, Nóra. Hvað oft hafið þérbeðið yður stúlku áður? yður veitir það svo létt, þér hljótið að hafa talsverða æfingu. Eg hefi aldrei beðið neinnar fyr. Þér verðið að giftast mér, Nóra, eg má til að hafa yður heim Ineð mér, eg get ekki fram- ar mist sjónar á yður. Hvað eigum við svo að fara eftir brúðkaupið? Það er ákaflega fallegt í Enga- din, sagði hún hugsandi, en eg er nú reyndar nýkomin þaðan. Já, en það verður auðvitað alt annað! Við skulum gifta okkur og fara þangað — segjum til dæmis í næstu viku? Það gæti verið freistandi, mér þótti svo leiðinlegt að fara frá Engadin, en þér þekkið mig als ekki neitt, og þér hafið ekki einu sinni sagt —------- Eg veit bara að eg elska yður, Nóra, og þér verðið að verða mín alla daga! Hana, loksins sögðuð þér það. Og nú get eg sagt yður það, sem mig hefir langað til að segja yður altaf síðan eg sá yður f ' kirkjunni, Bradford, þykir yður i mjög vænt um ketti? T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrifjt. í brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið U/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafniö opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Afm. lækningar á þriðjud. og föstud, kl. 12—1. Eyrna-, nef- og háislækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á ir.ið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. Um — um — hvað, — um ketii, nei, ekkert sjerstaklega. Eg hefi satt að segja verið af- brýðisöm við kött, — því eg sá yður áður en þér sáuð mig, það var þegar þér óðuð út og frels- uðuð ketlinginn sem strákarnir höfðu sett á stein úti í vatninu. Sáuð þér mig þá, húrra Nóra, þá erum við trúlofuð. Ekki enn. Þér verðið fyrst að sjá skilríki mitt. Þér óðuð út á flónelsfötum í fallegum stígvél- um, og yður var alveg sama, og þegar þér komuð í land og héld- uð á litla dýrinu rennvotu, tók eg mynd af yður, og svo hugs- aði eg: gaman vœri ef einhver bæri mig svona á höndum sér og gætti mín svona vel, og — sko — lítið þér á — þarna eruð þér. — Hún opnaði lítið nisti sem hún bar við belti sér' Nóra! hrópaði hann, — elsku hjartans Nóra mín! og tók hana í faðm sér. Erum við nú ekki trúlofuð, hvfslaði hún. Það erum við, og við skiljum ekki fyr en dauðinn aðskilur okk- ur og hann tók ofan af lotningu. Hvað skildi mamma segja? spurði Nóra litlu síðar, mamma er ekkert rómantísk. Uss — öll hin skilríkin mín eru í bestu reglu, eg hefi meira að segja bréf frá henni Carlottu móðursýstur þinni. Þá skulum við koma Bradíord. Hún leit brosandi á hann: Nú förum við til mömmu. Þetta er í fyrsta sinni sem eg hefi farið til kirkju og náð mér þar f mann. E n d i r. Undirritaður tekur ekki á móti kosningu til bæj- arstjórnar 31. þ. m. Samúel Ólafsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.