Vísir - 27.01.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 27.01.1916, Blaðsíða 4
VfSIR Herra Böðvar í Dagsbrún. Bestu þökk fyrir langt og ræki- legt bréf, dagsett 22. þ. m. — Eg frétti til þess á förnum vegi, og þóttist góöur aö ná f þaö, úr því aö áritunin var svona ónákvæm.— Eg hefi sem sé ekki séð nafnið mitt á neinum fulltrúalistanum — »eo est nunc pejus et minus« — fyrir- gefið innskotiö, þaö er alveg mein- laus skóladrengjaklausa. Og af því svona er álitið, vildi eg biðja yður, Böðvar minn, að vera ekki að braska í að koma mér á nýjan lista, þótt eg fengi að vera neðstur. En hitt væri annað mál, að eiga yður að aftur seinna með að koma mér á horniö! Mér þótti, svona okkar á milli sagt, hálfvænt um að þér skylduð gefa ritstjóra Vísis olnbogaskot, því að hann var að finna að fyrri grein minni, og eg vildi ekki koma mér út úr húsi, eða blaði, hjá honum með því að svara þvf kuldalega,— eti nú hafið þér hefnt mfn vel og drengilega með því að lesa yfir honum öll ónotin, sem líklega hefðu lent á mér, ef hann hefði látið mig hlutlausan. — — Ef hann verður slæmur við mig aftur, treysti eg yður Böð- wr minn, til að muna eflir honum og láta hann fá út úr mínum reikn- ing eitthvað áiíka og seinast. Ennfremur bið eg yður að gæta þess að mér kemur ekki í hug að væna yður um, eins og hann Ieyfir sér, að þér séuð barnakennari, því eins og við báöir vitum eru barna- kennarar varasamir menn á vorum dögum. Þeir ganga með hvítt brjóst eru á stígvélaskóm og telja sig með mentuðum mönnum eða jafnvel höfðingjum, — nenia þegar þeir þurfa að fiska atkvæðafylgi »smæl- ingjanna* við kosningar eða þess háttar. — Korn hafa þeir sem sé ekki aflögu eins og »höfðingjarnir f Róm« (sbr. Dagsbrún 22. þ. m.), — alþýðan sér um það, — svo er fyrirþakkandi(?) — með því að svelta þá eða telja eftir hvern eyrir, sem bætt er við sultarlaun þeirra, — En feymt geta þeir alþýðuna til kosningatylgis með því að hella sér yfir höfðingjana og börn þeirra, — sem þeir vitanlega eru góðir við þess utan, — á mann- fundum þeim sem enginn »höfð- ingi« er til andsvara, En þegar kemur svo að aðal- bréfsefninu verður mér fullerfitt til rækilegra andsvara. Bæði er það *ð mér er ekki fullljóst hvað eg á sjálfur af aðfinningunum og hvað ritstjórinn á, sem þér héiduö í heil- agri einfeldni að hefði skrifað grein- ina, og svo eruð þér hjólliðugur og klókur, er þér t. d. viljið reyna að koma mér til að verja allar á- virðingar bæjarstjórnarinnar á liðn- um árum, að það er ekki leikur að leggja út í bréfaskriftir við yður. Vona eg að þér takiö því liðlega í það, þótt eg treystist ekki til að eltast við alt sem þér segið. Ánægjuefni er mér að þér kall- ið mig í öðru orðinu alþýðuvin og í hinu höfðingjavin og vildi eg feginn reyna aö kafna ekki undir svo góðum nöfnum. Minsta kosti finst mér miklu brýnni nauðsyn á að menn sýni báðum þeim flokk- um sanngirni, en að skjalla annan en skamma annan í blindni. Og það var einmitt sú hvöt, sem knúði mig til að grípa pennann og minn- ast á þessa bæjarstjórnarkosningu, En kannast má eg við það, að rétt- ara hefði verið að fara fyr á stað, svo að engir listamennirnir hefðu getað ímyndað sér að eg væri sér- \ staklega að »skensa sig« með að- vörunarorðum rnínum. Eg get ekki að því gert, Böðvar minn, þótt þér virðist ekki trúa mér, en satt er það samt, sem eg hefi áður sagt, að eg ann alþýðustétf- um þessa bæjar allra góðra hlunn- inda og gæti, ef mig langaði til, fært sannanir fyrir að eg hefi sýnt fátæklingum þessa bæjar engu minni umönnun í verki, en þeir sem nú eru að æsa alþýðu með skrumi um fyrirætlanir sínar og lasti um aðra. Vér erum flest allir Reykvíkingar, og aðrir íslendingar, alþýðumanna- börn, lausir við allan meðfæddan stéttaríg, sem þjáir sumar aðrar þjóðir. Og eg tel það beinlínis illa gert, aö vera nú að reyna að kveikja stéttabatur, enda er það ímyndun tóm, að »broddborgarar« bæjarins hati verkamenn. Verka- manna samtök eru sjálfsögð og geta orðið til mikils góðs, ef hófs er gott, eins og hver önnur samtök þeirra er svipaða atvinnu stunda, en varhuga verða þau að gjalda við æsingamönnum, sem tala svo sem allar siðaðar stéttir séu óvinir þeirra og að ríkir menn eða mentaðir lifi á fátæklingum! Eg á erfitt með að skilja, að nokkur góður meðlimur slíks fé- lagsskapar, þurfi að reiðast almenn- um og hógværum ráðum um gætni og vandvirkni bæði í blaðagrein- um, ræðuhöldum og fulltrúavali. — Hitt er skiljanlegt, að slæmir með- limir, eða þeir, sem hafa óhreint eigingirninnar mjöl í sjálfs síns poka, verði vondir við slík ráð, því að sé ráðunum sinnt, verður þeim óhægra um vik að ska>-a eld að sjálfs síns köku. Það er harla sanngjart að verka- mennirnir komi fulltrúum sínum, hæfilega mörgum í bæjarstjórn, en jafnframt afar áríðandi þeimsjálfum — og því öllum bænum — að þeir velji vel, ekki síst í fyrsta sinn eða því sem næst, sem þeir ætla að fylkja liöi um fulltrúa sína.^ Það má vel vera að þeim takist það nú, framtíðin ein sker úr því, en eng- in stóryrði á hvoruga hlið. Loks vildi eg leyfa mér, einmitt vegna fátæklinganna hérna í bæn- um, að biðja Dagsbrún að flytja ekki fleiri siíkar greinar, sem «Gjaf- ir í Róroaborg* í síðasta tbl. Þær kunna að «passa í kosningakram- búð«, en eru stórhættulegar frjálsri velgerðarstarfsemi í bænum. Því þeir kunna því illa, að hljóta að- dróttanir og getsakir fyrir hjálp- semi sína. Hjalti. Skrítlur. —:o:— Sjáðu til, María — Ef pabbi þinn vill það, og mamma þín sam- þykkir það, að þú giftist mér, og ef mamma mín setúr sig ekki á móti því og þú vilt. það — þá giftum við okkur. — Þau höfðu verið trúlofuð í 3 mánuöi, og unnustinn hennar var altaf jafnástfanginn, en einnin jafn sparsamur. — Segðu mér, elskan mín, sagöi hann kvöld eilt, er þau sátu saman í tunglsljósinu og horfðu út um gluggann, hvenær er tunglið fallegast? — Að mínu áliti, sagði hún, er tunglið fallegast seint á kvöldin, þegar maður er aö koma úr leik- húsinu. f heimilish'finu getur vitanlega ekki verið að ræða um félasstjórn, sagði piparsveinninn. í því verður einhver einn að hafa yfirráöin. Jáy auðvitað, en það er bara ekki altaf sá sami, sem hefir stjórnina. —Jæja, hvernig stendur á því? — Jú — sjáið þér til, í byrjun hjúskaparins ræður maðurinn öllu, en smátt og smátt tekur konan, svo lítið ber á, taumana í sínar hendur — og maðurinn nær þeim aldrei aftur. — Nú, hún heidur þeim þaðan í frá? Nei, als ekki; barniö tekur þá af henni. 2 d u g I e g i r drátthestar eru til leigu til 1. maí, aktygi og vagn geta fylgt með ef um semur, einn- I ig hey og hesthús. A. v. á. — VI N N A — Unglingsstúlka, 15—17 ára, óskast í mjög létta vist frá 14. maí næstk. A. v. á. U n g u r maður óskar eftir at- vinnu frá fyrsta maí næstkomandi. A. v. á. Grímubúningar fást saum- aöir eftir pöntun og seljast eða lánast á Grettissgötu 2 uppi. Unglingsstúlka óskast f vist 14. maí. Afgr. v. á. H r a u s t og þrifin stúlka ósk- ast í vist frá 1. marz í Túngötu 6. Ásta Einarsson. KAUPSKA PU R Morgunkjólar smekkleg- astir, vænstir og ódýrastir, sömul. langsjöl og þríhyrnur eru ávalt til sölu í Gaiðastræti 4 uppi (Gengið upp frá Mjóstræti 4). Morgunkjólar frá 5,50— 7,00 fást hvergi ódýrari né betri en í Doktorshúsinu við Vesturgötu. Verslunin Bókabúðín á Lauga- vegi 22 selur brúkaðar bækur með miklum afslætti. Barnavagn fæst keytur á Vesturgötu 20. V í s i r frá byrjun, í ágætu standi, er til sölu nú þegar. Upplýsingar í prentsmiðjunni. m T i 1 s ö 1 u folald af góðu kyni. Afgr. v. á. Smokingföt og skautar til sölu. A. v. a. T i I s ö 1 u : boi ðstofuborð, kon- solspegill, standlampi, portierar, gólf- teppi, kommóða, skrifborð, stráborð, boröstofuskápur, blómsturstatív, eld- húsáhöld o. fl. A. v. á. H ÚS N Æ D I S t ó r stofa með forstofuinngangi „ til leigu frá 1. febrúar í austur- bænum. A. v. á. 3—4 h e r b e r g i með eldhúsi óskast til leigu. A. p. á. L í t i ð herbergi óskast nú þeg- ar ásamt húsgögnum. Fyrirfram borgun ef óskað er. A. v. á. 2—4 herbergja íbúð óskast til leigu 14 maí, helst neðst við Lauga- veg eða hliðargötu viö hann, eða Þingholtunum. Mánuðar, V, eða 1 árs fyrirfram borgun ef vill. Tilboð merkt 422 sendist Vísir. TAPAÐ — FUNDIÐ P e n i n g a r fundnir í austur bænum. Vitjist á Skólavörðustíg 10. K v e n n ú r með festi tapaðist á Ieiðinni frá Hafnarfirði að Vífilsstöð- um. Finnandi er vinsamlega beð- inn að gera svo vel og skila því gegn góðum fundarlaunum á Bar- ónsstíg 10. Prentsmiðja P. Þ. Clemenfz.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.